Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 39
Helgarblað 16.–19. október 2015 Sport 31 „Vá, hvað get ég gert meira?“ átta systkina hópi sem er mjög sam­ heldinn. „Ég hef haft það mjög gott heima og það hefur stundum verið erfitt að fara út fyrir þægindara­ mmann,“ segir hún og hlær dátt. Leitin að nýju liði dróst yfir jólin og fram í janúar. „Mér fannst þetta aldrei smella þannig að ég væri tilbúin til þess að stökkva út. Ég get ekki alveg sagt hvað það var sem vantaði, eða af hverju ég fór ekki. Á endanum ákvað ég að ég ætlaði að spila heima þetta tímabil. Ég skráði mig aftur í viðskiptafræðina og var þá búin að missa af mánuði í skólanum en grenjaði mig inn í skól­ ann,“ segir Mist en hún var þá um það bil hálfnuð með námið. Eftir á að hyggja reyndist óákveðninni fylgja mikil skynsemi þar sem í febrúar 2014 tók hún eftir því að eitlar við hálsinn á henni voru óvenju stórir. Hún gerði þó ekkert í málunum fyrr en undir lok maí sama ár. Þá kom í ljós að hún var með Hod­ gkin's lymphoma, eitlakrabbamein, sem þarfnaðist meðferðar án tafar. „Ég er ekki mjög hjátrúarfull, en stundum hugsa ég með mér að hlutirnir gerist kannski af ástæðu. Ég held að það hafi verið lán að ég var hérna heima þegar ég greindist. Ég var búin að leyfa þessu að grassera alltof lengi. Ég hefði örugglega ekkert gert í þessu ef ég hefði verið úti. Lík­ lega hafði ég verið með krabbamein í rúmt ár á þessum tímapunkti,“ seg­ ir hún. „Það var gott að vera heima þegar maður lendir í svona veikindum, vera með fjölskyldunni sinni og hafa læknisþjónustu heima,“ segir hún en bætir því við að hún hafi þó stundum efast um það síðarnefnda enda vand­ ræði íslenskrar heilbrigðisþjónustu flestum vel kunnugt. Betra að tala um þetta En hvað gerir 23 ára fótboltakona þegar hún greinist með krabbamein? Svipurinn segir mér að þetta sé spurningin sem hún er ekki óvön að svara og bjóst við að yrði borin upp. Ég spyr hana því hvort henni finn­ ist erfitt að ræða þessi mál en því fer fjarri. „Mér hefur alltaf fundist betra að ræða hlutina en ekki,“ segir hún. Enda var hún mjög opinská í kring­ um veikindin, sagði snemma frá því opinberlega að hún hefði greinst og tók öllum vel sem vildu ræða við hana um þetta. „Mér fannst kannski erfiðast að vita ekki alveg hvernig fólk myndi bregðast við þegar ég sagði þeim þetta. Mörgum finnst erfitt að fá svona fréttir,“ segir Mist. „Allt þetta tilkynningarferli er svo skrítið. Það að tilkynna fólki að maður sé, 23 ára, með krabbamein er mjög sérstakt,“ segir hún. Það var auðvitað erfitt fyrir alla fjölskylduna að fá þessar fréttir, en Mist var á sama tíma með þétt net sem stóð vel við bakið á henni. „Mamma vefur mig auðvitað hvað mest inn í bómull og passar vel upp á mig. Það voru líka alveg spaugilegar hliðar á þessu. Fyndnasta dæmið er kannski að þegar ég greindist fékk ég símtal þar sem þetta var staðfest. Við sátum þarna saman fjölskyldan og grétum. Seinna þetta kvöld kom mamma til mín og spurði: „Viltu ekki bara sofa á milli hjá okkur pabba í nótt?“ Ég fékk auðvitað algjört kast og það var svo­ lítið erfitt að segja henni að ástandið væri ekki alveg svo slæmt. Ég væri þarna bara á neðri hæðinni og myndi láta þau vita ef mig vantaði eitthvað,“ segir hún og skellihlær og segir að hún hafi svo sannarlega verið um­ vafin umhyggjunni. Erfitt að kveðja liðið Þótt ótrúlegt megi virðast virtust fót­ boltinn og krabbameinið geta unað hvort við annað. Hún spilaði nán­ ast allt sumarið 2014, þrátt fyrir lyfja gjafirnar sem á endanum urðu 14. Mist fékk greininguna í júní og fór í kjölfarið beint í landsliðsverk­ efni. Liðið átti að spila einn leik úti í Danmörku og annan heimaleik í undankeppni EM. Rétt fyrir ferðina settist hún niður með þjálfaranum, Frey Alexanderssyni, til að fara yfir þessa nýju og óvæntu stöðu. „Það var mjög erfitt segja honum frá þessu. Mér fannst það kannski sérstaklega erfitt vegna þess að ég var loksins að komast á þann stað í lands­ liðinu sem ég vildi vera á. Ég var að fá tækifærið til að sýna hvað í mér býr. Þetta var búið að ganga svo vel,“ seg­ ir Mist. Freyr og starfsmenn liðsins stóðu eins og klettur í kringum Mist og sögðu landsliðsleikmönnunum tíðindin á liðsfundi þegar komið var til Danmerkur. Það tók á taugarnar. „Ég vissi auðvitað hvað hann ætl­ aði að segja og það var hluti af hópn­ um sem vissi af þessu. Við vorum mjög smeyk um það hvernig hópur­ inn myndi taka þessu. Við vildum auðvitað ekki trufla liðið í undirbún­ ingi fyrir mikilvægan leik. En ég fékk ekkert nema umhyggju og skilning. Stuðningurinn sem ég fékk innan fótboltaheimsins var ómetanlegur,“ segir hún en viðurkennir að það hafi stundum verið erfitt að halda aftur af tilfinningunum þegar fólk var að koma til hennar og faðma hana. Mist spilaði leikinn í Danmörku en varð eftir þegar liðið fór heim. Hún þurfti að fara í PETscan (já­ eindaskanna) þar í landi og kom svo heim og fylgdist með seinni leiknum úr stúkunni með fjölskyldunni sinni. „Það var virkilega erfitt og mjög pirrandi að þurfa að kyngja því að þurfa að draga sig úr keppni með landsliðinu,“ segir hún en hún hélt áfram að spila með Valskonum fram á sumarið. Andstæðingarnir héldu henni á tánum inni á vellinum, en sýndu henni mikinn stuðning utan hans. Fyrirmyndin sem átti ekki fyrirmyndir Skilaboðum og velvildaróskum rigndi yfir Mist og hún fann vel fyrir því, að þó að hún hefði sjálf kannski átt sér fáar fyrirmyndir var hún orðin að fyrirmynd sjálf. „Mér fannst ég bæði vera fyrirmynd sem íþróttamaður, en líka í því hvernig hægt væri að tak­ ast á við erfiðleika. Krabbameinið tók vissulega ákveðna hluti frá mér, en ég myndi alltaf segja að það hafi gef­ ið mér meira en það tók frá mér. Mér finnst ég hafa lært svo mikið um sjálfa mig og aðra. Og bara lífið líka – það er fátt neikvætt sem þetta skildi eft­ ir sig. Að hugsa sér alla hlýjuna, kær­ leikann sem ég fékk og fólkið sem ég kynntist eftir þetta. Ég finn fyrir mik­ illi ábyrgð; að geta miðlað þessu og minni reynslu.“ Spilaði allt tímabilið Um haustið fóru svo lyfjameðferð­ irnar að taka sinn toll af Mist. „Lyfja­ gjöfin gekk mjög vel og fyrri hluti hennar gekk furðu vel. Ég kláraði nánast tímabilið en veiktist undir lok þess vegna þess að ónæmiskerfið var orðið svo bælt að ég veiktist og var lögð inn,“ segir hún. „Ég held að ég hafi misst af tveimur leikjum.“ Í október var þetta farið að hafa talsverð áhrif. „Fólk vorkenndi mér samt mjög snemma í ferlinu. Ég missti hárið frekar fljótt og fyrir vik­ ið leit ég út eins og „krabbameins­ sjúklingur““, segir hún og bendir á að margir fari í gegnum lyfjagjöf án þess að sýna líkamleg einkenni. Mist ákvað að halda hárinu fram yfir Þjóð­ hátíð í Vestmannaeyjum. „Ég var búin að lofa mér því að ég myndi láta síða hárið mitt endast fram yfir verslun­ armannahelgi,“ segir hún og fór til vinkonu sinnar sem er hárgreiðslu­ kona. Saman léku þær sér með alls konar greiðslur, tóku myndir og rök­ uðu svo allt hárið af. „Því fylgdi mikill léttir, þetta hafði verið að fara smám saman, en þetta leysti öll þau vanda­ mál,“ segir hún. Græddi á forminu „Ég spilaði heillengi sköllótt og fólki fannst ég vera agalegur nagli því ég leit út fyrir að vera svo lasin, en mér leið rosalega vel. Ég fann fyrir þreytu í leikjum og var móðari en venjulega en leið samt bara vel. Æxlið bráðn­ aði líka hratt í meðferðinni og ég fann fyrir aukinni getu á móti,“ segir hún. Æxlið var orðið mjög stórt þegar Mist greindist og lagðist að öndunar­ vegi hennar. Hún var í góðu formi og fyrir vikið reyndist meðferðin og þetta tímabil henni ef til vill auðveldara en ella. „Ég held að ég hafi grætt á því,“ segir hún. Eiga allt að vinna Í janúar 2015 fékk Mist þær gleði­ fréttir að hún hefði sigrast á krabba­ meininu. Vel verður fylgst með henni en nú var komið að því að byggja sig upp og takast á við nýtt fótboltasum­ ar. Árangur Vals voru henni og öðrum mikil vonbrigði, en árinu áður hafði liðinu einnig gengið illa og voru þær að súpa seyðið af því. Valur endaði í sjöunda sæti í Pepsi­deildinni og var ýmislegt sem spilaði þar inn í. Liðið gekk í raun ekki saman fyrr en í fyrsta leik og á miðju sumri fóru þrír leik­ menn til náms í Bandaríkjunum. Val­ ur átti erfitt uppdráttar og viðurkenn­ ir Mist það fúslega. „Ég er svona að jafna mig á þessu sumri. Það var fyrsta æfing í vikunni og ég var enn með ákveðið óbragð í munninum. Þetta átti ekki að fara svona og þetta var ekki eins og ég hafði séð sumarið fyrir mér. En mér finnst leiðinlegt að ætla að fela sig á bak við afsakanir. Við vissum það með ákveðnum fyrirvara að þetta yrði erfitt og við ætlum okkur að læra af þessu. Valur var hreint út sagt ekki í sínu besta formi og maður tapar svo­ lítið gleðinni þegar það gengur svona í fótboltanum. Það á ekki að endur­ taka sig.“ „Hvað er ég að gera hérna uppi í stúku?“ En það er að fleiru að hyggja. Metn­ aðurinn horfir beint á landsliðið og að endurheimta sætið sitt þar. „Svo lengi sem ég er í fótbolta hef ég metn­ að til þess að vera í landsliðinu. Ég þarf svona aðeins að setjast niður og skoða hvað fór úrskeiðis hjá mér og hjá Val. Fara yfir hvernig ég get gert þetta betur. Ég vil geta horft til baka eftir tíu ár og verið sátt við minn fer­ il vitandi það að ég hefði náð mín­ um markmiðum,“ segir hún. „Núna í september sat ég uppi í stúku og var að fylgjast með landsleikjunum. Ég hugsaði með mér: „Hvað er ég að gera hérna uppi í stúku? Hvað er að þér, Mist Edvardsdóttir, af hverju ertu ekki þarna á vellinum?“ Þá fékk ég fiðringinn aftur. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er í fótbolta, það er svo gaman að taka þátt í þessum verkefn­ um og þau gefa manni svo margt. Það koma auðvitað erfiðir tímar, eins og hjá okkur í Val í sumar, en þá er bara að læra af þeim!“ n „Fyrstu vikurnar fannst mér al- veg æðislegt að vakna á morgnana: sitja, lesa blöðin með pabba, drekka kaffi og gera ekki neitt. Það var alveg frá- bært að vera heima í faðmi fjölskyldunnar. Hæ sæti hvað færð þú að borða? Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.