Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 16.–19. október 201530 Sport
„Vá, hvað get ég gert meira?“
Þ
að er alltaf allt á fullu stími
hjá fótboltakonunni, en Mist
tekst að finna tíma rétt fyr-
ir landsleik A-landsliðs karla
við Tyrki til að hitta blaða-
mann á kaffihúsi í Kringlunni.
Þar sem ég sit og bíð eftir henni
velti ég því fyrir mér hvort kaffihús
á Stjörnutorgi hafi endilega verið
heppilegur staður til viðtals. Grátandi
barn á næsta borði veldur mér tals-
verðum áhyggjum en blessað barnið
lætur svo af látunum og á sömu mín-
útu gengur Mist inn, akkúrat á réttum
tíma, enda vön sektarsjóðsgreiðslum
í boltanum.
Það liggur beinast við að spyrja
hana hvort hennar sólarhringur sé
eitthvað lengri en okkar hinna. Hún
brosir og segist þrífast best þegar
mikið sé að gera þótt hún valdi stund-
um skipulagsslysum. „Þetta get-
ur stundum verið svolítið krefjandi,“
segir hún.
Byrjaði fjögurra ára
Mist mætti fyrst á æfingu hjá Aftur-
eldingu þegar hún var fjögurra ára
gömul. Nú rúmum 20 árum seinna er
hún enn að. Hún byrjaði að spila með
sjöunda flokki þar sem systir hennar
var að þjálfa. Þegar Mist komst í ann-
an flokk var ákveðið að setja af stað
meistaraflokkslið kvenna og freista
þess að koma hópnum upp í úrvals-
deild.
„Við vorum mikið spútnik-lið og
það er frekar sjaldgæft að lið nái þeim
árangri að komast upp um deild á
fyrsta árinu þeirra, hvað þá að ná að
halda sér þar eins og við gerðum,“
segir Mist og bætir við að almennt
rokki liðin milli deilda í nokkurn tíma.
Mosfellingarnir komu hins vegar, sáu
og sigruðu og höfnuðu í sjötta sæti
sumarið 2007.
Mist spilaði með þeim eitt sum-
ar í úrvalsdeild og færði sig svo yfir
til KR þar sem hún spilaði í tvö sum-
ur. Þaðan lá leiðin yfir í Val þar sem
hún fann festu og hefur spilað með
liðinu fjögur tímabil. „Ég tengist Val
mjög sterkum böndum enda hef ég
spilað þar lengst af minn meistara-
flokksferil. Mér þykir mjög vænt um
þetta félag og finnst þetta vera minn
heimaklúbbur. Ég er samt alin upp í
Aftureldingu og ræturnar verða alltaf
þar,“ segir Mist.
„Það var svolítið skrítið að alast
upp í Aftureldingu því þar var enginn
meistaraflokkur kvenna. Ég hafði fyr-
ir vikið engar fyrirmyndir. Það fór
því eiginlega framhjá mér að ég gæti
haldið áfram í boltanum. Þetta hafði
verið þannig að þú fórst upp í annan
flokk – svo hættirðu í fótbolta. Þannig
var þetta þegar ég var krakki, umfjöll-
unin um kvennaboltann var mjög
lítil og landsliðið vakti ekki það mikla
athygli að ég gæti séð það fyrir mér
að það væri einhver framtíð í þessu,“
segir hún.
Foreldrar hennar voru þó mjög
duglegir við að benda henni á
knattspyrnukonuna, og náfrænku
Mistar, Margréti Ólafsdóttur, sem
spilaði meðal annars með atvinnu-
mannaliði í Bandaríkjunum og með
íslenska landsliðinu. „Magga frænka
var svona eina fyrirmyndin sem ég
hafði og gat speglað mig í,“ segir Mist
og segir að hún harmi það að hafa
ekki haft fleiri.
Árangur Aftureldingar skapaði
mörg tækifæri fyrir Mist en fram-
ganga hennar vakti mikla athygli.
Hún var í kjölfarið valin í U-19 lands-
liðið. Liðið vann sér inn þátttökurétt
á lokakeppni EM og augu A-lands-
liðsþjálfarans beindust að liðinu.
„Allt í einu snerist lífið bara um fót-
bolta,“ segir Mist sem áttaði sig á því
að þarna væri að skapast sóknartæki-
færi fyrir hana á vellinum.
„Ég á erfitt með að gera fram-
tíðarplön og ég er meira í því að setja
mér lítil markmið, en þarna hafði ég
allt að vinna. Þegar ég var fyrst valin
í U-19 hugsaði ég með mér: „Vá, hvað
get ég gert meira?““
Mist hafði samband við hlaupa-
þjálfara, vann náið með landsliðs-
þjálfaranum og ákvað að bæta sig
hvað best hún gat. „Þetta voru allt lítil
markmið sem ég setti eitt í einu, ég
velti því fyrir mér hvað það væri sem
ég vildi gera og hvernig ég ætlaði að
nálgast það. Við það opnuðust fleiri
og fleiri dyr,“ segir hún. Ein af stærstu
stundunum innan vallar komu svo
þegar hún varð bikar meistari með
Val árið 2011.
Atvinnumennska og
menningarsjokk
Sumarið 2012 áttaði Mist sig á því að
hún hafði vakið athygli utan land-
steinanna og henni bárust tilboð um
atvinnumennsku. „Ég hafði alltaf ver-
ið með það á bak við eyrað að fara í
háskóla í Bandaríkjunum,“ segir hún
en hafnaði þremur slíkum boðum.
„Svo bauðst þetta, að fara í atvinnu-
mennskuna, og það heillaði mig
strax.“
Hún sló til og skellti sér til Noregs
til að spila með geysisterku lið
Avaldsnes þar sem fyrir voru þrír
Íslendingar. „Það var krökkt af at-
vinnumönnum í þessu liði og það
voru jafnvel atvinnumenn utan hóps.
Það voru leikmenn frá fimm heims-
álfum í liðinu og ég lærði ótrúlega
margt á þessu,“ segir hún. Mist lík-
aði atvinnumennskan vel og áður en
árið var liðið var henni boðið til Bras-
ilíu þar sem hún spilaði í nokkrar vik-
ur. „Okkur bauðst að stökkva þarna
út í nokkrar vikur og spila. Þetta var
skemmtileg upplifun og opnaði augu
mín, en þetta var mikið menningar-
sjokk. Þetta var allt annað en ég hafði
búist við og mun hrárra en ég hafði
gert mér grein fyrir.“
Kaffi og dagblaðalestur
Eftir ævintýrið í Brasilíu lá leiðin
heim og óvissan tók við. Mist bárust
fjölmörg tilboð og hún var í samn-
ingaviðræðum við nokkur lið og
mátaði eitt þeirra. Hún vissi ekki al-
veg hvernig hún vildi haga málunum
og gekk ekki frá neinum samning-
um. „Fyrstu vikurnar fannst mér al-
veg æðislegt að vakna á morgnana:
sitja, lesa blöðin með pabba, drekka
kaffi og gera ekki neitt. Það var alveg
frábært að vera heima í faðmi fjöl-
skyldunnar,“ segir Mist og bætir því
við að hún sé afar heimakær. Skyldi
kannski engan undra enda yngst í
Líf Mistar Edvardsdóttur fótboltakonu er púsluspil. Hún sinnir fullu
starfi sem markaðsfulltrúi hjá Toyota, er á lokaönn í viðskiptafræði í háskól-
anum og er fyrirliði Vals í meistaraflokki kvenna. Mist á glæstan feril að baki í
fótboltanum, vakti fyrst athygli með Aftureldingu en hefur verið fyrirliði undan-
farið ár og burðarás í liði Vals á síðustu tímabilum auk þess að prófa atvinnu-
mennsku í Noregi. Þegar hún greindist svo með krabbamein sumarið 2014 hélt
hún sínu striki og spilaði nánast heilt sumar af miklum krafti, þrátt fyrir krefjandi
lyfjameðferð, sannfærð um að hún gæti verið ein þeirra fyrirmynda sem hana
sárvantaði þegar hún var yngri. Sumarið var krefjandi hjá Val og nú leitar hún
allra leiða til að gera betur á næsta tímabili.bili.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Ég hafði fyrir
vikið engar
fyrirmyndir