Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 40
Helgarblað 16.–19. október 201532 Sport Slóvakía n Sæti á heimslista: 18 n Fólksfjöldi: 5,4 milljónir n Stjarnan: Marek Hamsik (Napoli) n Lykilmenn: Martin Skrtel (Liverpool), Juraj Kucka (AC Milan), Matus Kozacik (Viktoria Plzen) n Þjálfari: Jan Kozak Slóvakar voru í mjög erfiðum riðli með Spáni, Úkraínu, Hvít-Rússum, Makedóníu og Lúxemborg. Þeir fóru hins vegar á kostum allt frá byrjun. Þeir unnu alla leikina í fyrri umferðinni og tóku afgerandi forystu, með 15 stig. Seinni umferðin hófst á sigri gegn Makedóníu og þá var aðeins formsatriði að klára dæmið. Sigur gegn Lúxemborg og jafntefli við helsta keppinautinn, Úkra- ínu, var nóg til að tryggja sætið á EM, jafnvel þótt liðið tapaði fyrir Hvít-Rússum og Spánverjum. Slóvakar hafa sannarlega unnið fyrir því að komast á EM. Stærðin skiptir ekki máli n Fimm öskubuskuævintýri í undankeppni EM n Smáþjóðir í fyrsta inn á Evrópumót Fimm þjóðir munu í Frakklandi næsta sumar þreyta frumraun sína á Evrópumóti. Það eru smáþjóðirnar Ísland, Norður-Írland, Albanía, Wales og Slóvakía. 13,3 milljónir manna búa samtals í löndunum fimm, en margar hinna þjóðanna hafa úr margfalt fleiri iðkendum að velja. Slóvakía verður að líkindum í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla, en hin liðin fjögur í þeim fjórða. baldur@dv.is Ísland n Sæti á heimslista: 23 n Fólksfjöldi: 332 þúsund n Stjarnan: Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea) n Lykilmenn: Kolbeinn Sigþórsson (Nantes), Aron Einar Gunnarsson (Car- diff), Ragnar Sigurðsson (Krasnodar). n Þjálfari: Lars Lager- bäck og Heimir Hallgríms- son Frábær byrjun á riðlakeppninni lagði grunninn að velgengni Íslands. Tyrkir, Hollendingar og Lettar steinlágu fyrir okkar mönnum í fyrstu þremur leikjunum. Tap gegn Tékklandi kom strákunum niður á jörðina en í kjölfarið komu tveir góðir sigrar, gegn Kasökum og svo Tékkum hér heima. Útisigur gegn Hollandi fór að lokum langt með að tryggja liðið á EM. Ísland var komið á EM áður en síðustu tveir leikirnir í riðlinum fóru fram. Norður-Írland n Sæti á heimslista: 35 n Fólksfjöldi: 1,9 milljónir n Stjarnan: Kyle Lafferty (Norwich City) n Lykilmenn: Gareth Mcauley (WBA), Steven Davis (Southampton), Chris Baird (Derby County), Conor Mclaughlin (Fleetwood Town). n Þjálfari: Michael O'Neill Norður-Írar tóku strax forystu í riðlinum með því að vinna fyrstu þrjá leikina, gegn Ungverjum úti, Færeyingum heima og Grikkjum úti. Þeir fengu aðeins eitt stig í viðureignunum tveimur við Rúmena en unnu svo Færeyinga í Þórshöfn. Þeir hefðu getað tryggt sig á EM með heimasigri gegn Ungverjum í september en þeim leik lyktaði með jafntefli. 3-1 heimasigur gegn Grikkjum tryggði þeim sætið síðastliðinn fimmtudag. Albanía n Sæti heimslista: 32 n Fólksfjöldi: 2,9 milljónir n Stjarnan: Lorik Cana (Nantes) n Lykilmenn: Etrit Berisha (Lazio), Talant Xhaka (Basel), Elseid Hysaj (Napoli) n Þjálfari: Giovanni de Biasi Albanir voru í nokkuð snúnum fimm liða riðli með Portúgal, Danmörku, Serbíu og Armeníu. Albanir kom- ast beint á EM þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn erfiðan leik, fyrsta leikinn á útivelli gegn Portúgal. Þeim voru dæmd þrjú stig eftir uppþotin í Serbíu og unnu svo tvo skyldusigra á Armenum. Leikjunum gegn Dönum lyktaði báðum með jafnteflum. Albanir eru komnir beint á EM þrátt fyrir aðeins þrjá raunverulega sigra í átta leikjum. Grunur um hagræðingu úrslita í lokaleiknum gegn Armenum hefur varpað skugga á árangur þeirra. Wales n Sæti á heimslista: 8 n Fólksfjöldi: 3,1 milljón n Stjarnan: Gareth Bale (Real Madrid) n Lykilmenn: Aron Ramsey (Arsenal), Ashley Williams (Swansea), Joe Allen (Liverpool) n Þjálfari: Chris Coleman Walesverjar voru í riðli með Belgum, Kýpur, Andorra, Ísrael og Bosníu. Þeir byrjuðu keppnina ekkert alltof vel. Eftir nauman sigur á Andorra gerðu Walesverjar jafntefli á heimavelli við Bosníu. Sigur á Kýpur vannst í þriðja leik en eftir fylgdi jafntefli við Belgíu úti. Sigrar gegn Ísrael og Belgíu settu liðið í góða stöðu og það kom sér vel að hin liðin tóku stig hvert af öðru. Kýp- verjar unnu Ísrael í síðustu viku og þá skipti engu þótt Wales tapaði fyrir Bosníu á sama tíma. Sex sigrar í níu leikjum fleyta þeim örugglega á EM – í fyrsta sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.