Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 40
Helgarblað 16.–19. október 201532 Sport
Slóvakía
n Sæti á heimslista: 18
n Fólksfjöldi: 5,4 milljónir
n Stjarnan: Marek Hamsik (Napoli)
n Lykilmenn: Martin Skrtel (Liverpool), Juraj Kucka
(AC Milan), Matus Kozacik (Viktoria Plzen)
n Þjálfari: Jan Kozak
Slóvakar voru í mjög erfiðum riðli með Spáni, Úkraínu,
Hvít-Rússum, Makedóníu og Lúxemborg. Þeir fóru hins
vegar á kostum allt frá byrjun. Þeir unnu alla leikina
í fyrri umferðinni og tóku afgerandi forystu, með 15
stig. Seinni umferðin hófst á sigri gegn Makedóníu og
þá var aðeins formsatriði að klára dæmið. Sigur gegn
Lúxemborg og jafntefli við helsta keppinautinn, Úkra-
ínu, var nóg til að tryggja sætið á EM, jafnvel þótt liðið
tapaði fyrir Hvít-Rússum og Spánverjum. Slóvakar
hafa sannarlega unnið fyrir því að komast á EM.
Stærðin skiptir ekki máli
n Fimm öskubuskuævintýri í undankeppni EM n Smáþjóðir í fyrsta inn á Evrópumót
Fimm þjóðir munu í Frakklandi næsta sumar þreyta frumraun sína
á Evrópumóti. Það eru smáþjóðirnar Ísland, Norður-Írland, Albanía,
Wales og Slóvakía. 13,3 milljónir manna búa samtals í löndunum
fimm, en margar hinna þjóðanna hafa úr margfalt fleiri iðkendum
að velja. Slóvakía verður að líkindum í þriðja styrkleikaflokki þegar
dregið verður í riðla, en hin liðin fjögur í þeim fjórða. baldur@dv.is
Ísland
n Sæti á heimslista: 23
n Fólksfjöldi: 332 þúsund
n Stjarnan: Gylfi Þór
Sigurðsson (Swansea)
n Lykilmenn: Kolbeinn
Sigþórsson (Nantes), Aron
Einar Gunnarsson (Car-
diff), Ragnar Sigurðsson
(Krasnodar).
n Þjálfari: Lars Lager-
bäck og Heimir Hallgríms-
son
Frábær byrjun á
riðlakeppninni lagði
grunninn að velgengni
Íslands. Tyrkir,
Hollendingar og Lettar
steinlágu fyrir okkar
mönnum í fyrstu þremur
leikjunum. Tap gegn
Tékklandi kom strákunum
niður á jörðina en í kjölfarið
komu tveir góðir sigrar,
gegn Kasökum og svo
Tékkum hér heima. Útisigur
gegn Hollandi fór að lokum
langt með að tryggja liðið
á EM. Ísland var komið á
EM áður en síðustu tveir
leikirnir í riðlinum fóru
fram.
Norður-Írland
n Sæti á heimslista: 35
n Fólksfjöldi: 1,9 milljónir
n Stjarnan: Kyle Lafferty (Norwich City)
n Lykilmenn: Gareth Mcauley (WBA), Steven Davis
(Southampton), Chris Baird (Derby County), Conor
Mclaughlin (Fleetwood Town).
n Þjálfari: Michael O'Neill
Norður-Írar tóku strax forystu í riðlinum með því
að vinna fyrstu þrjá leikina, gegn Ungverjum úti,
Færeyingum heima og Grikkjum úti. Þeir fengu aðeins
eitt stig í viðureignunum tveimur við Rúmena en unnu
svo Færeyinga í Þórshöfn. Þeir hefðu getað tryggt sig
á EM með heimasigri gegn Ungverjum í september en
þeim leik lyktaði með jafntefli. 3-1 heimasigur gegn
Grikkjum tryggði þeim sætið síðastliðinn fimmtudag.
Albanía
n Sæti heimslista: 32
n Fólksfjöldi: 2,9 milljónir
n Stjarnan: Lorik Cana (Nantes)
n Lykilmenn: Etrit Berisha (Lazio), Talant Xhaka
(Basel), Elseid Hysaj (Napoli)
n Þjálfari: Giovanni de Biasi
Albanir voru í nokkuð snúnum fimm liða riðli með
Portúgal, Danmörku, Serbíu og Armeníu. Albanir kom-
ast beint á EM þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn
erfiðan leik, fyrsta leikinn á útivelli gegn Portúgal.
Þeim voru dæmd þrjú stig eftir uppþotin í Serbíu og
unnu svo tvo skyldusigra á Armenum. Leikjunum gegn
Dönum lyktaði báðum með jafnteflum. Albanir eru
komnir beint á EM þrátt fyrir aðeins þrjá raunverulega
sigra í átta leikjum. Grunur um hagræðingu úrslita í
lokaleiknum gegn Armenum hefur varpað skugga á
árangur þeirra.
Wales
n Sæti á heimslista: 8
n Fólksfjöldi: 3,1 milljón
n Stjarnan: Gareth Bale (Real Madrid)
n Lykilmenn: Aron Ramsey (Arsenal), Ashley
Williams (Swansea), Joe Allen (Liverpool)
n Þjálfari: Chris Coleman
Walesverjar voru í riðli með Belgum, Kýpur, Andorra,
Ísrael og Bosníu. Þeir byrjuðu keppnina ekkert alltof
vel. Eftir nauman sigur á Andorra gerðu Walesverjar
jafntefli á heimavelli við Bosníu. Sigur á Kýpur vannst
í þriðja leik en eftir fylgdi jafntefli við Belgíu úti. Sigrar
gegn Ísrael og Belgíu settu liðið í góða stöðu og það
kom sér vel að hin liðin tóku stig hvert af öðru. Kýp-
verjar unnu Ísrael í síðustu viku og þá skipti engu þótt
Wales tapaði fyrir Bosníu á sama tíma. Sex sigrar í níu
leikjum fleyta þeim örugglega á EM – í fyrsta sinn.