Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 16.–19. október 2015 Nýbyggt einbýlishús, á Njálsgötu 33B, til leigu Á efri hæð: 2 herbergi og baðherbergi. Á neðri hæð: anddyri, stofa og eldhús. Í kjallara: þvottahús og stórt geymslurými. Í allt, um það bil, 130 m². Reykingar og gæludýrahald bannað Hafið samband við Unni Guðjónsdóttur í síma 551-2596 / 868-2726. Netfang: kinaklubbur@simnet.is Leigan er 250 þúsund kr. á mánuði Hús til leigu Dæmd til að skila fyrirtækjum, íbúðum og lúxusbílum n Héraðsdómur féllst á beiðni þrotabús Ingvars J. Karlssonar n Beiðni Margrétar Stefánsdóttur, eiginkonu hans, um endurupptöku verður tekin fyrir í dag n Deilt um alls 31 eign Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti að rifta tilfærslum á hlutum eða öllu hlutafé í 22 einkahluta- eða hlutafélögum til Margrétar Stefánsdóttur sem voru fram að 28. janúar 2009 að fullu eða að hluta í eigu Ingvars J. Karlssonar. Félögin sem um ræðir eru: n Dvöl ehf. (50% hlutur) n Dyrfjöll ehf. (25% hlutur)* n Eignarhaldsfélagið Land ehf. n Eignarhaldsfélagið Skólabrú 1 ehf. (50% hlutur)* n Eldborg ehf.* n Fjárhirðir ehf. (25% hlutur) n Haukadalur ehf. (33,33% hlutur)* n Hveraland ehf. (10% hlutur) n Íslandssport ehf.* n Karl K. Karlsson (78% hlutur)* n Hveraland ehf. n Landneminn ehf. n Lífsval ehf. (16,9% hlutur) n Orkuveitur ehf. (50% hlutur)* n Rann ehf.* n Skjöldólfsstaðir ehf. (50% hlutur) n Skúlatún 4 ehf. n Vatnajökull ehf. (50% hlutur)* n Velsæld ehf. n Virðing hf. (12% hlutur) n Vínandinn ehf.* n Þverárfélagið ehf. (5% hlutur) * Ingvar situr í dag í stjórn félagsins eða er framkvæmdastjóri þess eða prókúruhafi. Stórtækur fyrir hrun Ingvar J. Karlsson er menntaður læknir og var áberandi fjárfestir á árunum fyrir hrun. Myndin er frá árinu 1987. Þetta eru félögin 22 „Meðal gagna málsins er að finna orðsendingu sendiráðs Lýð- veldisins Serbíu til Sendiráðs Ís- lands vegna málsins, þar sem til- kynnt er niðurstaða könnunar á lögheimili eða aðsetri stefnda [Margrétar] í Serbíu, en samkvæmt tilkynningunni er stefnda ekki til í skrám þar til bærra stofnana í Serb- íu.“ Stýrir félögunum Kaupmálinn sem Ingvar og Mar- grét gerðu var samkvæmt dómnum að fjárhæð 448 milljónir króna. Eins og áður segir var um 28 eignir að ræða fyrir utan bifreiðarnar þrjár. Ingvar er í dag stjórnarformað- ur tveggja félaga sem eru að hluta til í eigu Margrétar; heildsölunnar Karl K. Karlsson og Dyrfjalla ehf. Samkvæmt samþykktum Dyrfjalla er tilgangur félagsins kaup, sala, rekstur og leiga fasteigna og jarð- hitaréttinda, lánastarfsemi og við- skipti með hlutabréf. Að auki situr hann í stjórnum fimm annarra fé- laga sem Margrét á að fullu eða að hluta. Hann er einnig skráður fram- kvæmdastjóri sex félaga sem þrota- bú hans krafðist fyrir héraðsdómi og prókúruhafi ellefu félaga. Ekki náðist í Ingvar eða Mar- gréti við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Reimar Pétursson, lögmaður Margrétar, vildi ekki tjá sig um ástæðu þess af hverju hún fór fram á endurupp- töku málsins eða um málið að öðru leyti. Samkvæmt heimildum DV er ástæðan sú að Margrét fullyrðir að hún hafi aldrei vitað af málinu. Eins og kemur fram í dómi héraðsdóms þá bar að dæma málið eftir kröfum og málatilbúnaði þrotabúsins og þá út frá þeim gögnum sem það lagði fyrir dóminn. Fer Margrét fram á að málinu verði vísað frá dómi þar sem hún hafi ekki heyrt af því fyrr en eftir að dómurinn féll. Beiðni um endur- upptöku málsins var lögð fram 1. október en samkvæmt lögum um einkamál er hægt að óska eftir því að réttaráhrif héraðsdóms verði fryst á meðan tekist er um málið á nýjan leik. Fyrirtaka í málinu verður eins og áður segir föstudaginn 16. október og verður endurupptöku- beiðnin þá tekin fyrir. n Hesthús og íbúðir í London Samkvæmt dómi héraðsdóms er ráð- stöfunum Ingvars á fjórum fasteignum hér á landi og tveimur íbúðum í London rift. Um er að ræða einbýlishús í Öskju- hlíð, 50% eignarhluta í jörðinni Miðdali 1 í Mosfellsbæ, íbúð við Skipagötu 9 á Akureyri og hesthús í Víðidal í Reykjavík. Íbúðirnar tvær í London eru í South Kensington-hverfi borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.