Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 15
Fréttir 15Helgarblað 16.–19. október 2015 Nýbyggt einbýlishús, á Njálsgötu 33B, til leigu Á efri hæð: 2 herbergi og baðherbergi. Á neðri hæð: anddyri, stofa og eldhús. Í kjallara: þvottahús og stórt geymslurými. Í allt, um það bil, 130 m². Reykingar og gæludýrahald bannað Hafið samband við Unni Guðjónsdóttur í síma 551-2596 / 868-2726. Netfang: kinaklubbur@simnet.is Leigan er 250 þúsund kr. á mánuði Hús til leigu Dæmd til að skila fyrirtækjum, íbúðum og lúxusbílum n Héraðsdómur féllst á beiðni þrotabús Ingvars J. Karlssonar n Beiðni Margrétar Stefánsdóttur, eiginkonu hans, um endurupptöku verður tekin fyrir í dag n Deilt um alls 31 eign Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti að rifta tilfærslum á hlutum eða öllu hlutafé í 22 einkahluta- eða hlutafélögum til Margrétar Stefánsdóttur sem voru fram að 28. janúar 2009 að fullu eða að hluta í eigu Ingvars J. Karlssonar. Félögin sem um ræðir eru: n Dvöl ehf. (50% hlutur) n Dyrfjöll ehf. (25% hlutur)* n Eignarhaldsfélagið Land ehf. n Eignarhaldsfélagið Skólabrú 1 ehf. (50% hlutur)* n Eldborg ehf.* n Fjárhirðir ehf. (25% hlutur) n Haukadalur ehf. (33,33% hlutur)* n Hveraland ehf. (10% hlutur) n Íslandssport ehf.* n Karl K. Karlsson (78% hlutur)* n Hveraland ehf. n Landneminn ehf. n Lífsval ehf. (16,9% hlutur) n Orkuveitur ehf. (50% hlutur)* n Rann ehf.* n Skjöldólfsstaðir ehf. (50% hlutur) n Skúlatún 4 ehf. n Vatnajökull ehf. (50% hlutur)* n Velsæld ehf. n Virðing hf. (12% hlutur) n Vínandinn ehf.* n Þverárfélagið ehf. (5% hlutur) * Ingvar situr í dag í stjórn félagsins eða er framkvæmdastjóri þess eða prókúruhafi. Stórtækur fyrir hrun Ingvar J. Karlsson er menntaður læknir og var áberandi fjárfestir á árunum fyrir hrun. Myndin er frá árinu 1987. Þetta eru félögin 22 „Meðal gagna málsins er að finna orðsendingu sendiráðs Lýð- veldisins Serbíu til Sendiráðs Ís- lands vegna málsins, þar sem til- kynnt er niðurstaða könnunar á lögheimili eða aðsetri stefnda [Margrétar] í Serbíu, en samkvæmt tilkynningunni er stefnda ekki til í skrám þar til bærra stofnana í Serb- íu.“ Stýrir félögunum Kaupmálinn sem Ingvar og Mar- grét gerðu var samkvæmt dómnum að fjárhæð 448 milljónir króna. Eins og áður segir var um 28 eignir að ræða fyrir utan bifreiðarnar þrjár. Ingvar er í dag stjórnarformað- ur tveggja félaga sem eru að hluta til í eigu Margrétar; heildsölunnar Karl K. Karlsson og Dyrfjalla ehf. Samkvæmt samþykktum Dyrfjalla er tilgangur félagsins kaup, sala, rekstur og leiga fasteigna og jarð- hitaréttinda, lánastarfsemi og við- skipti með hlutabréf. Að auki situr hann í stjórnum fimm annarra fé- laga sem Margrét á að fullu eða að hluta. Hann er einnig skráður fram- kvæmdastjóri sex félaga sem þrota- bú hans krafðist fyrir héraðsdómi og prókúruhafi ellefu félaga. Ekki náðist í Ingvar eða Mar- gréti við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Reimar Pétursson, lögmaður Margrétar, vildi ekki tjá sig um ástæðu þess af hverju hún fór fram á endurupp- töku málsins eða um málið að öðru leyti. Samkvæmt heimildum DV er ástæðan sú að Margrét fullyrðir að hún hafi aldrei vitað af málinu. Eins og kemur fram í dómi héraðsdóms þá bar að dæma málið eftir kröfum og málatilbúnaði þrotabúsins og þá út frá þeim gögnum sem það lagði fyrir dóminn. Fer Margrét fram á að málinu verði vísað frá dómi þar sem hún hafi ekki heyrt af því fyrr en eftir að dómurinn féll. Beiðni um endur- upptöku málsins var lögð fram 1. október en samkvæmt lögum um einkamál er hægt að óska eftir því að réttaráhrif héraðsdóms verði fryst á meðan tekist er um málið á nýjan leik. Fyrirtaka í málinu verður eins og áður segir föstudaginn 16. október og verður endurupptöku- beiðnin þá tekin fyrir. n Hesthús og íbúðir í London Samkvæmt dómi héraðsdóms er ráð- stöfunum Ingvars á fjórum fasteignum hér á landi og tveimur íbúðum í London rift. Um er að ræða einbýlishús í Öskju- hlíð, 50% eignarhluta í jörðinni Miðdali 1 í Mosfellsbæ, íbúð við Skipagötu 9 á Akureyri og hesthús í Víðidal í Reykjavík. Íbúðirnar tvær í London eru í South Kensington-hverfi borgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.