Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 16.–19. október 20156 Fréttir
Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is
DÆ
MI
85A frá HP 15.715 kr.
85A samheitahylki 6.590 kr.
TÓNER Í HP PRENTARA
Leyfðu okkur að gefa þér ráðgjöf í rekstri prentara
H
eilbrigðisráðherra, Kristjáni
Þór Júlíussyni, bíða ósvöruð
2.000 símtöl. Ástæðan er átak
ungmennaráðs UNICEF á
Íslandi, en ungmennin vilja vekja
athygli á viðvarandi úrræðaleysi í
geðheilbrigðismálum barna og ung-
linga. Sérstaklega er vakin athygli
á því að fjöldi barna á biðlistum er
óviðunandi en sem dæmi má nefna
að 16 mánaða bið er eftir tíma hjá
Þroska- og hegðunarstöð.
Hópurinn gerði stuttmyndina
Heilabrot sem hefur vakið sterk við-
brögð og hefur verið sýnd í fram-
haldsskólum landsins.
„Myndin málar upp undarlega
mynd af heilbrigðiskerfi, þar sem
fótbrotið barn er sent heim af bráða-
móttöku og sagt að koma aftur eft-
ir fjóra mánuði. Það sorglega er að
því miður er þetta veruleiki margra
barna sem þurfa hjálp vegna geð-
ræns vanda,“ segir Hjördís Eva
Þórðardóttir, réttindafræðslufulltrúi
UNICEF á Íslandi.
Á samfélagsmiðlum hafa fjöl-
margir deilt reynslu sinni af biðlist-
um og flækju í kerfinu, til dæmis
undir myllumerkinu #viðerumbrjál-
uð en hægt er að senda sögur til
UNICEF beint sem verða sendar til
ráðherra, nafnlaust.
Samhliða átakinu stendur ung-
mennaráðið fyrir táknrænni aðgerð
þar sem fólki er boðið að sýna mál-
efninu stuðning með því að hringja
í númerið 620-9112 og skilja eftir
ósvöruðu símtali hjá heilbrigðisráð-
herra. Ungmennaráðið mun síðan
afhenda ráðherranum símann með
ósvöruðu símtölunum til að minna
hann á að kalli margra barna um
hjálp er ósvarað. Númerið er venju-
legt gsm-númer þannig að það að
hringja í það kostar jafnmikið og
að hringja örstutt símtal í venjulegt
gsm-númer. n
Missti af rúmlega
2.000 símtölum
Slæm staða í geðheilbrigðismálum barna
Hringdu í ráðherra Myndirðu segja barni
að harka af sér fótbrot? spyr ungmennaráð
UNICEF. Mynd Sigtryggur Ari
I
llugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra greiddi 45 þúsund krón-
ur fyrir hálfan dag í laxveiði í
Vatnsdalsá í fyrra. Samkvæmt af-
riti af kvittun fyrir greiðslu veiði-
leyfisins, sem aðstoðarmaður Illuga
sendi DV eftir að blaðið hafði ósk-
að eftir því, veiddi ráðherrann í ánni
þann 29. ágúst 2014, en keypti hvorki
fæði né gistingu. Ráðherrann hefur
hvorki staðfest né neitað því að Hauk-
ur Harðarson, stjórnarformaður Orku
Energy, nú Arctic Green Energy Cor-
poration (AGEC), hafi verið við veiðar
í ánni þann sama dag.
„Alls ekki lágt verð“
Ráðherrann tjáði sig um veiðiferðina
í fyrsta skipti 8. október síðastliðinn.
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður
Pírata, spurði þá úr ræðustól Alþingis
hver hefði greitt fyrir hana. Ástæðan
var fjölmiðlaumfjöllun um tengsl ráð-
herrans við AGEC. Illugi svaraði að
hann væri með kvittun fyrir „sínum
greiðslum“. Í forsíðuviðtali við Frétta-
blaðið daginn eftir, þar sem fullyrt
var að Haukur hefði einnig verið við
veiðar á sama tíma og Illugi, vildi Ill-
ugi ekki svara því hvort stjórnarfor-
maðurinn, og einn af nánustu vinum
ráðherrans, eins og hann orðaði það
sjálfur, hefði verið með í ferðinni. Ill-
ugi hefði fengið afslátt þar sem hann
hefði komið inn á síðustu stundu
vegna forfalla annarra veiðimanna.
Pétur Pétursson, leigutaki Vatns-
dalsár, segir í samtali við DV að hann
viti ekki hvort Illugi og Haukur hafi
báðir verið við veiðar í ánni á sama
tíma né hverjir það voru sem forföll-
uðust.
„Þessi upphæð, 45 þúsund krónur,
er alls ekki lágt verð fyrir hálfan dag
ef ekki er tekinn matur eða neitt með
því. Það getur komið upp sú staða að
menn forfallast og þá er oft samið
niður um verð ef maður getur losað
menn undan ábyrgðinni og lágmark-
að tap þeirra,“ segir Pétur.
Leigir af Hauki
Eins og komið hefur fram neyddist
Illugi til að selja Hauki íbúð sína við
Ránargötu í Reykjavík vegna fjár-
hagserfiðleika. Illugi leigir íbúðina af
Hauki en umfjöllun um tengsl hans
við AGEC komust í hámæli eftir að
greint var frá þátttöku nokkurra full-
trúa fyrirtækisins í opinberri heim-
sókn menntamálaráðherrans, sem
starfaði hjá Orku Energy árið 2011, í
opinberri heimsókn menntamála-
ráðherrans til Kína.
Stundin greindi í
apríl síðastliðn-
um frá því að Illugi
hefði farið í laxveiði
í Vatnsdalsá sumar-
ið 2014 og fullyrti að
Haukur hefði verið
þar á sama tíma.
DV spurði Ill-
uga um tengsl hans við Hauk í apr-
íl síðastliðnum. Í svari sem barst 20.
apríl sagðist ráðherrann hafa kynnst
stjórnendum fyrirtækisins eftir að
hann tók að sér verkefni fyrir Orku
Energy í Singapúr. Upplýsti hann þá
ekki um kaup Hauks á íbúðinni við
Ránargötu né leigusamninginn sem
þeir gerðu með sér. Illugi hefur ítrek-
að hafnað því að um óeðlileg hags-
munatengsl hans við jarðvarmafyrir-
tækið sé að ræða. n
Illugi greiddi 45.000
fyrir hálfan veiðidag
Menntamálaráðherrann keypti laxveiðileyfi í Vatnsdalsá í lok ágúst 2014
Haraldur guðmundsson
haraldur@dv.is ráðherrann Illugi Gunnarsson
hefur sagt að honum finnist gaman
að veiða en að hann hafi ekki verið til-
búinn til að greiða 200 þúsund krónur
fyrir dag í Vatnsdalsá. Mynd Sigtryggur Ari
Kvittunin Hér má sjá kvittunina sem DV
var send þegar blaðið óskaði eftir stað-
festingu á því að Illugi hefði sjálfur greitt
fyrir umrædda veiðiferð.
Lögsækja
netverja
fyrir ummæli
Sævar Þór Jónsson, lögmaður
hjá Lögmönnum Sundagörðum,
hefur tekið að sér að stefna net-
verjum sem hafa gengið hvað
harðast fram gegn stjórnend-
um Útvarps Sögu. Þetta kemur
fram í pistli sem hann skrifar á
vefsvæði Eyj-
unnar. Orð-
rétt segir um
þetta:
„Stjórn-
endur út-
varpsstöðv-
arinnar
Útvarps
Sögu hafa
falið mér að sækja þá til ábyrgð-
ar sem harðast hafa gengið fram
gegn persónum þeirra með
óvægnum og ómálefnalegum
hætti. Það á ekki að líðast í lýð-
ræðisríki að fólk þurfi að sitja
undir persónulegum árásum
á opinberum vettvangi eins og
internetinu og þurfa að þola
særandi og ærumeiðandi um-
mæli ítrekað.“
Ekki er ljóst gegn hverjum
lögsóknirnar beinast, né hversu
mörgum, en mikil umræða
hefur verið um Útvarp Sögu,
meðal annars gagnrýndi Bubbi
Morthens Útvarp Sögu harð-
lega. Hann birti færslu um mál-
ið á Twitter þar sem sagði:
„Útvarp Saga er með könnun
treystir þú Bubba Morthens,
næsta ætti að vera er Arnþrúður
karlsdóttir fyllibitta“.