Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 20.–23. nóvember 201524 Fólk Viðtal „Ég var mjög misþroska“ J óni Gnarr var upphaflega gefið nafnið Jón Gunnar Kristinsson, en nýlega fékk hann samþykkt að hann mætti heita Gnarr í Þjóðskrá, enda er það nafnið sem hann notar. Áður hafði hann fengið það í gegn að vera skráður sem Jón Gnarr Kristinsson, en nú er fullnaðarsigur unninn. Maðurinn sem blaðamaður hefur mælt sér mót við heitir því löglega Jón Gnarr. Hann stendur við barinn á kaffihúsinu sem við ákváðum að hittast á. Í síðri úlpu og með kaskeiti á höfði. Hann pant- ar sér kaffi á ensku, enda þjónustu- stúlkan enskumælandi. Við fáum okkur sæti við gluggann og blaða- maður, sem er blár í gegn af kulda, hefur orð á vetrinum sem er að skella á. „Ég elska veturinn og kuld- ann,“ segir borgarstjórinn fyrrver- andi. „Mér líður alltaf eins og heljar- menni þegar ég fer út að ganga með hundinn í hríðarbyl, klæddur í úlpu og húfu.“ Gagnrýnin truflar ekki Jón sendi nýlega frá sér skáldævisöguna Útlagann, þriðju bókina í þriggja bóka seríu sem fjallar um æsku hans og unglingsár. Bókin hefur valdið miklu fjaðrafoki, en í henni lýsir Jón meðal annars hópnauðgun sem hann segir hafa átt sér í heimavistarskólanum á Núpi í Dýrafirði, þar sem fjöldi stráka í skólanum reið Lenu til ham- ingju með afmælið, líkt og Jón orðar það. Í bókinni er líka ýjað að meintri misnotkun afleysingakennara gagn- vart að minnsta kosti einum nem- anda. Margir fyrrverandi nemendur og kennarar á Núpi hafa tjáð sig um þessi atriði og draga sannleiksgildið í efa. Jón lætur þessar upphrópanir þó lítið á sig fá. „Ég hef lítið fylgst með viðbrögð- unum. Hef meira heyrt frá annarri hendi. En ég vissi að bókin myndi vekja sterk viðbrögð og gera allt vitlaust. Mér hefur ekki fundist ég þurfa að útskýra neitt eitthvað frekar – eitthvað meira en bókin gerir. Svo er fólk að tjá sig um bók- ina sem hefur ekki einu sinni les- ið hana. Það eru yfir leitt þeir sem hafa mest að segja. Þetta er svipað og fólk sem hefur sterkar skoðan- ir á Biblíunni, það hefur ekki les- ið hana, en hefur einhverjar hug- myndir um hana. Það er mjög asnalegt að láta leiða sig út í um- ræðu um eitthvað sem er byggt á huglægu mati einhvers. Þetta hefur ekkert truflað mig.“ Bar efni undir samnemendur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um atburðina í bókinni. Hún segir til að mynda að hópnauðg- unin hafi ekki átt sér stað. „Ég veit ekki hvort hún er búin að lesa bók- ina eða ekki, en hún var á Núpi í eitt ár. Ég var í tvö ár. Það er því þarna heilt ár sem hún getur ekki sagt til um. Það er alltaf sérstakt þegar fólk er að tjá sig um atburði sem gerðust að því fjarstöddu.“ Jón var í nokkur ár að undir- búa bókina og á þeim tíma var hann meðal annars í sambandi við Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Jón Gnarr hefur böðlast í gegnum lífið og gert það sem hann hefur þurft að gera til að komast á þann stað sem hann er á í dag. Og hann er sáttur. Í nýju starfi hjá 365 og nýbúinn að senda frá sér bók. Hann trúir ekki á frjálsan vilja og er sann- færður um að flest það sem gerist í lífi sérhvers manns sé fyrirfram ákveðið. Það er ástæðan fyrir því að hann skrifaði nýjustu bók sína og jafnframt ástæðan fyrir því að hann getur ekki útilokað að einn daginn verði hann forseti. Sólrún Lilja Ragnardóttir settist niður með Jóni og ræddi meðal annars um nýju bókina, viðbrögðin við henni, vonleysið í æsku, öfgafullan heilann sem öllu ræður og mögulegt forsetaframboð. „Ég er ekki að fá neitt sérstakt „kikk“ út úr því að gyrða niður um mig fyrir framan fólk „Ég hef verið að búa til vesen alla mína ævi, en ég veit ekk- ert af hverju ég er að því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.