Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 46
Helgarblað 20.–23. nóvember 201538 Menning Þ restir, önnur kvikmynd Rúnars Rúnarssonar í fullri lengd, hlaut í haust aðal­ verðlaunin á kvikmyndahá­ tíðinni í San Sebastion, einni virtustu kvikmyndahátíð heims, fyrst íslenskra mynda. Á undanförnum misserum hefur íslensk kvikmyndagerð náð augum og eyrum umheimsins – vorið er orðið að íslensku kvikmyndasumri. Þrestir sver sig í ætt hinna íslensku verðlaunamynda: raunsæisleg þroskasaga og tregablandin lands­ byggðarmynd. Myndin fjallar um ungan kórdreng sem neyðist til að flytja til drykkjusjúks ónytjungsins föður síns sem býr í litlum smábæ á Vestfjörðum, þar sem fyllerí er vígslan inn í heim hinna fullorðnu. Ung­ lingurinn glatar hreinleika og sakleysi sínu þegar hann kynnist grimmum veruleika mannfélagsins. Rúnar er nú þegar orðinn einn mest verðlaunaði kvikmyndaleikstjóri þjóðarinnar. Allt frá því að fyrsta stutt­ mynd hans, Síðasti bærinn, fór sigur­ för um heiminn (og var að lokum til­ nefnd til Óskarsverðlaunanna árið 2005), hefur hann sankað að sér verð­ launum. DV ræddi við Rúnar um feril­ inn, sköpunarferlið, karlmennskuna og fegurðina sem hann vill miðla. Kennaraverkfall upphafið á ferlinum Við setjumst í garðhýsi Hressingar­ skálans við Austurstræti. Þar má reykja og „það losar um málbeinið,“ segir Rúnar. Tóbakið geymir hann í brúnni leðurpyngju sem hann opn­ ar við og við, dregur út filter, papp­ ír, tóbak og vefur sér sígarettu. Fyrsta spurningin er hefðbundin: Hvenær kviknaði áhugi þinn á kvikmyndum? „Ég hafði alltaf einhverja sköp­ unarþörf sem krakki. Ég var heppinn, með góða myndlistarkennara og var að reyna að tjá mig með því að mála. Svo var ég að fikta við að taka ljósmyndir, skrifa ljóð og sögur, spila í hljómsveitum og prófa mig áfram sem plötu­ snúður. En það var ekkert sem ég festist í. Það var svo ekki fyrr en ég fór í Hamrahlíðina sem ég byrjaði að gera myndir. Á fyrsta árinu mínu í skólanum varð langt kennaraverkfall, þriggja mánaða verk­ fall eftir áramót. Strákn­ um sem sat við hliðina á mér hafði áskotnast tvö vídeótæki og myndavél og við ákváðum að gera mynd saman í verkfall­ inu. Þetta var Grímur Hákonarson [leikstjóri kvikmyndar­ innar Hrúta, innsk. blm.]. Þá komu öll þessi form sem ég hafði verið að prófa saman: saga, hljóð og mynd,“ segir Rúnar. Kvikmyndin sem þeir gerðu nefndist Klósettmenning og var tekin upp neðan úr klósettskál. Þessi mynd fékk nokkuð góðar við- tökur, var það ekki? Langt hik. „Ojæja … Myndin skilaði okkur fimmta sæti á stuttmyndadögum í Reykjavík,“ segir hann. „En eftir það sóttum við um að sýna á norrænu stutt­ og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem var þá haldin í Noregi. Við vorum 17 og 18 ára. Okk­ ur að óvörum fengum við sent þykkt umslag um að við hefðum komist inn á hátíðina. Þarna áttum við að fylla inn hvað flug við vildum taka og á hvaða hóteli við vildum vera, hvort við myndum mæta í hátíðar­ kvöldverð eða hina eða þessa ferðina. Við merktum auðvitað við allt og bara það besta. Svo var önglað saman fyr­ ir frímerkjum og bréfið sent af stað,“ segir Rúnar. „Tveimur vikum seinna fengum við sendan fáránlega háan reikning sem við áttum auðvitað ekki fyrir. Þannig að við fórum með skottið á milli lappanna niður í Kvikmynda­ sjóð sem Bryndís Schram hélt þá utan um og Anna María Karlsdóttir fram­ leiðandi var að vinna þar. Þær fengu líka svona brjálæðislegt hláturskast. Þær hringdu út til Noregs og mála­ miðlunin var sú að Kvikmyndasjóður ákvað að styrkja okkur til ferðarinnar með því að borga farmiða fyrir annan okkar, hátíðin borgaði miða fyrir hinn og svo fengum við að sofa í svefnsófa í stofunni hjá hátíðarstýrunni. Til að við myndum borða eitthvað fengum svo þykkan bunka af McDonald's­ miðum. Þetta var alveg frábær ferð og sáum margar frábærar stutt­ og heimildamyndir,“ segir hann og fær sér smók af sígarettunni. Yfirgaf skólann fyrir bíóið „Ég átti eina önn eftir í MH þegar mér bauðst að vinna hjá Jóhanni Sig­ marssyni í myndinni hans Óska­ börn þjóðarinnar. Þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð fjölskyldumeðlima og annarra ákvað ég að hætta í skólan­ um. Þetta var þriggja mánaða ævintýri en upp frá því fór ég að vinna á fullu í bíómyndum. Ég varð fljótt skrifta eða „continuity girl“ á ensku – ætli það sé ekki eina starfsheitið í kvikmynd­ um, og jafnvel í heiminum sem er bara í kvenkyni. Það var alveg frábær skóli. Fyrir utan það að halda utan um tölulegar upplýsingar um hvern­ ig hægt væri að splæsa mynd og hljóði saman, hvaða linsur hafi verið notað­ ar og annað slíkt, þá fékk ég að fylgj­ ast með leikstjórum og tökumönnum vinna. Maður var nálægt leikurunum og heyrði öll orðaskipti. Það voru ýms­ ir leikstjórar sem ég lærði alveg heil­ mikið af, bæði gott og vont, hvort þeir voru að gera mistök eða ekki. Sam­ hliða þessu var ég svo alltaf að djöflast við að gera stuttmyndir með vinum mínum,“ segir Rúnar. „Eftir 2000 flutti ég svo til Dan­ merkur og sótti um í danska kvik­ myndaskólanum. Ég komst hins vegar ekki inn í fyrstu atrennu. Þá hélt ég bara áfram að djöflast, æfði mig mikið að skrifa og gerði fleiri stutt­ myndir. Þá var nýbúið að stofna stutt­ og heimildamyndasjóð Kvikmynda­ miðstöðvar og með styrk frá honum gerði ég Síðasta bæinn. Sú stuttmynd gerði mér kleift að komast inn í skól­ ann og þvældist svo um kvikmynda­ hátíðir,“ segir hann. „Þessi bylgja sem er að koma upp núna í íslenskri kvikmynda­ gerð er að miklum hluta afsprengi stutt­ myndadaga og stutt­ myndasjóðs. Dagur Kári var alltaf að djöfl­ ast á stuttmyndadög­ um, Árni Óli, Grím­ ur, Benni Erlings gerði fyrst tvær stuttmyndir í gegnum stuttmynda­ sjóð áður en hann gerði Hross í oss. Þetta er nauðsynlegt því það er svo erfitt að fjármagna bíómyndir þegar maður er að byrja. Sérstaklega á Íslandi þar sem við erum svo háð erlendu fjármagni. Maður verður að hafa eitthvað í höndunum, að geta sýnt að maður valdir því að koma sögu til skila. Ef maður getur ekki gert það á 15 mínútum getur maður bara sleppt því að reyna það á einum og hálfum,“ segir Rúnar. Síðasti bærinn vann til yfir hundrað verðlauna á kvikmyndahá- tíðum og var meira að segja tilnefnd til Óskarsverðlaunanna árið 2004. Hún hefur vafalaust opnað ótal dyr. Fannst þér þú nokkuð þurfa að fara í skólann? „Á þeim tíma var verið að þrýsta á mig að henda strax í mína fyrstu mynd í fullri lengd, en mér fannst ég ekki tilbúinn til þess. Það höfðu svo margir góðir hjálpað mér að gera Síðasta bæinn og mér fannst eins ég hefði, eins og maður segir á góðri ís­ lensku, „overachieve­að.“ Það var eins og ég hefði komið inn af vara­ mannabekknum í Meistaradeildinni á einhvern undarlegan hátt og meira að segja lagt upp eitt mark eða skor­ að. Mér fannst eins og ég hefði spil­ að yfir getu, þannig að ég ákvað að halda áfram í náminu,“ segir Rúnar og segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. Þar kynntist hann nokkrum af þeim samstarfsmönnum sem hann hefur Fegurðin í myrkrinu Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri ræðir Þresti, karlmennsku og fegurðina Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Það er ekkert séríslenskt við að karlmenn, og sérstak- lega eldri karlmenn, eigi erfitt með að tjá sig Eldfjall Í fyrstu löngu kvikmynd Rúnars fjallaði hann um þá erfiðleika sem blasa við eldri manni þegar hann hættir að vinna og konan hans veikist alvarlega. Síðasti bærinn Fyrsta stuttmynd Rúnars hlau t verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um he im.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.