Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 20.–23. nóvember 201510 Fréttir Láttu þér líða vel Opnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 meccaspa.is Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma) Gildir f yrir alla r tegund ir af nu ddi við afhend ingu þe ssa miða. 20% afsláttu r Hjúkrunar- fræðingur fær 26 milljónir Landspítalanum hefur verið gert að greiða hjúkrunarfræðingi sem starfaði á spítalanum 26,5 milljónir króna vegna ágreinings um starfslokasamning. Konan hóf störf á Borgar spítalanum árið 1989 . Hún varð síðar yfirmaður starfsmannamála Landspítalans, framkvæmdastjóri mannauðssviðs og starfsmanna- stjóri. Lýsti hún því fyrir dómi að hún hefði verið kölluð á fund hjá Birni Zoëga, þáverandi forstjóra Landspítalans, í maí 2014 þar sem hann óskaði eftir því að hún léti af störfum og gerður yrði samningur við hana í því sambandi. Hinn 31. maí 2014 var undirritaður samningur sem kvað meðal annars á um að hún myndi verða forstjóra spítalans til ráðgjafar um starfsmannamál til ársins 2017 og sinna öðrum tilfallandi verk- efnum. Þá kvað samningurinn á um að hún fengi sambærilegt starf á Landspítalanum fyrir 31. maí 2017 eða annars staðar hjá ríkinu. Hún myndi ekki snúa aftur til starfa sem starfsmannastjóri spítalans en áfram njóta launa starfsmannastjóra til loka maí 2017. Það var svo í byrjun janúar að settur forstjóri spítalans, Páll Matthíasson, óskaði eftir fundi við konuna. Tjáði hann henni að Birni hefði verið óheimilt að gera við hana starfslokasamning og að fjármálaráðuneytið hefði sent Landspítalanum bréf með þeim tilmælum að leysa málið með öðrum hætti. Fór svo að endir var bundinn á starfslokasamninginn. Við þetta var konan ósátt og fór í mál við spítalann. Dómari mat það svo að spítalanum hefði verið óheimilt að binda endi á ráðningarsamninginn og þarf spítalinn að greiða konunni bætur, samtals rúmar 26,5 milljónir króna. S ífellt hefur komið betur í ljós hversu miklum búsifjum fjár- hundaflokkurinn, sem lék lausum hala á beitilöndum ofan Mosfellsbæjar, olli í sumar. Nú er ljóst að hundarnir drápu og særðu illa hátt í 150 lömb. Bændur sem beittu fé á svæðið í sumar hafa verið að heimta það af fjalli alveg fram til þessa dags og er myndin nú að verða skýrari. DV fjallaði um hundana 9. október og kom þá fram að hátt í hundrað lömb hefðu að öllum líkindum verið drepin af hundunum. Nú liggur hins vegar fyrir að lömbin eru mun fleiri en haldið var þá. Samkvæmt upp- lýsingum sem DV hefur aflað meðal fjáreigenda á svæðinu er ljóst að hátt í 200 lömb skiluðu sér ekki af fjalli í haust. Árlega verða afföll en þetta er langt umfram það sem þekkist. Talan 150, er því sá fjöldi lamba sem áætla má að hundarnir hafi drepið. Lang- mest vantar af fé frá tveimur bæjum. Það eru Hraðastaðir í Mosfellsdal, en þar vantar um 60 lömb og svipað virðist uppi á tengingum á Heiðarbæ I í Þingvallasveit. Jóhannes Svein- björnsson bóndi segir að 85 lömb hafi ekki skilað sér og það sé mjög óvanalegt. „Það er ekkert óalgengt að þrjátíu til fjörtíu lömb vanti á haustin, en þetta er miklu meira en ég hef séð áður,“ segir Jóhannes í samtali við DV. Tólf lömb þurfti að aflífa eftir að þau skiluðu sér af fjalli og sláturhúsið gerði athugasemdir við sex lömb þar sem greinilega voru ummerki eftir dýrbítana. Lömbin illa leikin Jóhannes segir tjónið mjög tilfinnan- legt og hann hefur hugsað sér að leitað réttar síns í málinu. Bjarni Bjarnason, bóndi á Hraðastöðum og fjallkóngur á svæðinu, missti um sextíu lömb í hundaflokkinn í sumar. Þá liggur fyrir að fleiri bændur sakna fjár. Bæði úr Ölfusi og Grafningi hafa borist staðfestingar á bitnum lömb- um og einnig eru afföll langt umfram það sem hefðbundið getur talist. DV hefur upplýsingar um sjö bæi sem misst hafa lömb vegna dýrbít- anna. Mesta staðfesta tjónið er á Hraðastöðum og Heiðarbæ eins og fyrr segir. Lömbin hafa verið illa leik- in og sum hver hálfétin. Engu lík- ara er en hundarnir hafi sérhæft sig í árásunum. Þannig var mjög mikið um að vinstra eyrað hafi verið rifið af lömbunum. Ljót og djúp bitsár var að finna á afturlöppum rétt við hækil- inn. Drep hefur komist í fætur eftir árásir hundanna og ekkert var til ráða annað en að aflífa lömbin. „Hundar breytast í villidýr“ Bjarni, fjallkóngur á Hraðastöðum, hefur gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins og ráðfært sig við lögfræðing. Málið uppgötvaðist í smalamennsku í haust. „Við komum að þremur hund- um sem voru búnir að fella kind. Við höfðum samband við hundaeftirlits- mann í Mosfellsbæ. Tveir hund- ar voru klófestir en sá þriðji slapp,“ segir Bjarni. Allt virðist benda til þess að hundaflokkurinn hafi stundað þessar árásir allt síðan fé var rekið á fjall um miðjan júní. Lömb hafa fund- ist dauð á víðavangi og nokkuð ver- ið um tilkynningar þess efnis í sumar og haust. Erfitt hefur verið að greina hvaðan sum lömbin eru, þar sem eyr- un hefur vantað á mörg þeirra. „Við viljum hvetja hundaeigendur til þess að fylgjast vel með dýrum sín- um. Það er staðreynd að hundar geta á mjög stuttum tíma breyst í villidýr. Við sáum það gerast í sumar. Eðlið er svo sterkt í þessum dýrum,“ sagði Jóhannes á Heiðarbæ í samtali við DV. Í svipaðan streng tók fjallkóngur- inn. „Fólk verður að taka ábyrgð á hundum sínum og það gengur ekki að þeim sé sleppt lausum á svona svæðum.“ n Hundarnir drápu um 150 lömb n Mun meira en bændurnir hafa séð áður n Komu að þremur hundum Illa leikin Mörg lömb þurfti að aflífa að sögn fjallkóngsins, Bjarna Bjarnasonar, bónda á Hraðastöðum. Gríðarleg afföll Heiðarbæj- arrétt var gerð upp í sumar. Hér tekur Jóhannes bóndi á Heiðar- bæ I við skilti úr hendi oddvitans af því tilefni. Stórtækir dýrbítar settu svartan blett á smala- mennsku þetta sumarið. Eggert Skúlason eggert@dv.is 9. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.