Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 21
Umræða 21 M arkmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstak- lingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúk- dóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Höfuðstöðvar samtakanna eru að Hlíðasmára 14, 3. hæð 201 Kópa- vogi. Þar eru skrifstofur, göngudeild og úthringiver til húsa. Í Hlíðasmára fer hluti forvarna- og eftirmeðferðarstarfs- ins fram. Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstarfi í rúm fjörutíu ár með góðum árangri og allan þann tíma staðið vaktina fyrir þá aðila sem minna mega sín og hafa átt við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Á vegum samtakanna eru rekin nokkur úrræði og ber fyrst að nefna meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal en þar eru að staðaldri um 30 einstaklingar í meðferð og að jafnaði eru 60 til 70 á biðlista. Hlaðgerðarkot er meðferðarheimili en ekki sjúkrastofn- un. Margir sem þangað leita hafa orð á því að þar gangi starfsmenn ekki um í hvítum sloppum heldur er þar heim- ilislegt og kærleikurinn er hafður að leiðarljósi. Á síðustu árum hefur yngra fólk leitað í auknum mæli eftir með- ferð í Hlaðgerðarkoti. Nú er svo komið að yfir 50 prósent skjólstæðinga Hlað- gerðarkots eru á aldursbilinu 18 til 39 ára. Því miður annar meðferðarheim- ilið ekki þeim mikla fjölda sem þang- að leitar og því er nauðsynlegt að leysa þann vanda og byggja við og stækka meðferðarheimilið. Árið 1974 keypti Samhjálp Hlað- gerðarkot af Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og byrjaði rekstur með- ferðarheimilis þar. En meðferðarstarf Samhjálpar byrjaði í bílskúr á Sogaveg- inum haustið 1972. Elsti hluti af húsa- kynnum Hlaðgerðarkots er kominn til ára sinna (er frá árinu 1955) og þarfn- ast aukins viðhalds. Að fara í það stóra verkefni að byggja við Hlaðgerðarkot er viðamikil og kostnaðarsöm aðgerð. Því er fyrirhuguð landssöfnun á Stöð 2 í opinni dagskrá laugardagskvöldið 21. nóvember nk. ætluð til stuðnings því verkefni. Brýn nauðsyn er að fjölga innlagnarýmum vegna mikillar þarfar og eftirspurnar. Fyrsti áfangi nýrrar byggingar verður þó aðeins til að bæta úr brýnni nauðsyn Hlaðgerðarkots. Landssöfnun á Stöð 2 21. nóvember Samhjálp mun standa fyrir landssöfn- un í samstarfi við 365 miðla ehf. og verður hún í beinni útsendingu laugar- dagskvöldið 21. nóvember á Stöð 2 í opinni dagskrá. Ýmsir tónlistarmenn og skemmtikraftar munu koma fram í þættinum og gefa þeir allir vinnu sína til styrktar málefninu. Þá munu einnig ýmsir skjólstæðingar, vinir og velunnarar Samhjálpar segja reynslu- sögur sínar á söfnunarkvöldinu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikning „Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum“, banki: 0322-26-58000, kt. 551173-0389. Einnig er hægt að nálgast nánari upp- lýsingar varðandi söfnunina á www. samhjalp.is Eftirmeðferðar- og áfangahús Samhjálp rekur einnig eftirmeðferðar- og áfangahúsin Brú, en þar eru 19 einstaklingsíbúðir og Spor þar sem 18 herbergi eru. Stuðningsheimilið að Miklubraut 18 er rekið samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg. Til þess að komast að í áfangahúsinu þurfa umsækjendur að hafa lokið meðferð í Hlaðgerðarkoti eða á öðrum með- ferðarstofnunum. Þeir þurfa að ráða sig í starf að lágmarki fjórum vikum eft- ir að þeir flytja inn eða skrá sig í nám eða endurhæfingarúrræði. Markmið þeirrar félagslegu aðhlynningar sem veitt er á áfangaheimilunum er að gera skjólstæðingum kleift að temja sér nýja lífshætti og varanlegt bindindi á eigin ábyrgð. Íbúum er skylt að sækja AA fundi og viðtöl hjá ráðgjafa á göngu- deild Samhjálpar. Þeir sem koma inn á Spor eru gjarnan að koma úr meðferð en það er þó ekki skilyrði fyrir búsetu þar, menn verða þó að hafa verið edrú í að minnsta kosti tvær vikur fyrir kom- una þangað. Íbúar Spors eru skyldugir til að sækja dagskrá sem felur m.a. í sér morgunfundi fjórum sinnum í viku og einn AA fund. Að auki er íbúum boð- ið upp á einkaviðtöl eftir þörfum á göngudeild Samhjálpar. Kaffistofa Samhjálpar Ekki má gleyma Kaffistofu Samhjálp- ar í Borgartúni 1. Þar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð um kl. 13.30, alla daga ársins, helgar jafnt sem helgidaga. Matargestir eru að jafnaði 180 á dag allt árið um kring. Á síðasta ári gaf Samhjálp yfir 65 þúsund máltíðir á Kaffistofunni. Þakklæti Rekstur Samhjálpar væri ekki mögu- legur ef ekki kæmu til styrkir og gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Færi ég undirritaður öllum sem lagt hafa þessu góða mál- efni lið bestu þakkir. n Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Það vantar fleiri kvenpersónur í glæpabókmenntirnar Við fórum í algjöra afneitun Haltu kjafti Lilja Sigurðardóttir sendi nýlega frá sér bókina Gildran. – DV Svanhildur Jakobsdóttir um veikindi eiginmanns síns heitins. – DVAndri Freyr Viðarsson við samstarfskonu sína í beinni útsendingu. – DV Myndin Útreiðar Margir iðka hestamennsku fyrst og fremst að vetri. Það getur verið napurt í norðangarra og þá gildir að vera rétt búinn. mynd Sigtryggur Ari Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A Samhjálp tryggir um 80 manns næturgistingu Vörður Leví traustason Framkvæmdastjóri Samhjálpar Aðsent mynd EyÞór ÁrnASon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.