Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 18
18 Fréttir Erlent Helgarblað 20.–23. nóvember 2015
Reyna allt til að
bjarga stúlkunum
n 20–40 þúsund börn í kynlífsiðnaði í Taílandi n Rafvirki vildi breyta lífi barnanna
U
ngar stúlkur, allt niður í
þrettán ára gamlar, eru
neyddar og misnotaðar á
Taílandi í kynlífsiðnaði.
Áströlskum rafvirkja, sem
þar var á ferðalagi, misbauð það
svo þegar félaga hans var boðið
samneyti við barnunga stúlku að
hann sagði upp vinnunni sinni og
flutti fjölskylduna alla til Taílands
til að berjast fyrir réttindum barn-
anna. Rafvirkinn, Tony Kirwan,
flutti til Taílands með þremur dætr-
um sínum og eiginkonu og stofnaði
Destiny Rescue, samtök sem berj-
ast fyrir réttindum ungra kvenna
og barna. Á dögunum fór frétta-
maður áströlsku sjónvarpsstöðv-
arinnar, Channel 7, með Kirwan
í rannsóknarleiðangur og fékk að
fylgjast með starfi þeirra, hvernig
þau bjarga börnum úr aðstæðun-
um og hjálpa þeim að koma undir
sig fótunum á ný.
„Börn sem eru langt undir lög-
aldri ganga kaupum og sölum hér.
Þeim er haldið föngnum og eru
neydd til að fara á bari og í vændis-
hús sem eru út um allt Taíland,“
segir Denham Hitchcock , frétta-
maðurinn sem fylgdi Kirwan og
fjölskyldu eftir.
„Þetta var algjör vendipunkt-
ur fyrir mig. Ég hafði komið til
Taílands oft áður og ég vissi af
þessum iðnaði, en bara úr fjarlægð.
Þegar maður kemst nær þessu þá
sést hvað þetta er skelfilegt. Það eru
margir Ástralir sem nýta sér þetta.
Ég er að tala um menn sem fara inn
á þessa bari og í þessi vændishús
og óska sérstaklega eftir stúlkum
sem eru undir lögaldri. Ég þurfti á
öllu mínu að halda til að ganga ekki
á eftir þeim og draga þá út,“ segir
hann.
Kynlífsiðnaðurinn í Taílandi er
vel þekktur og einn stærsti sinn-
ar tegundar. Talið er að um fjór-
ir milljarðar ástralskra dollara skili
sér í hagkerfið vegna hans og þá er
ótalið það sem er stundað á svört-
um markaði.
Þóttust vera viðskiptavinir
Hitchcock segir frá því þegar þeir
voru að vinna og fylgjast með að-
stæðum án þess að kynna sig sér-
staklega sem blaðamenn. „Við
sátum þarna og þóttumst vera við- skiptavinir. Stúlkurnar voru leidd-
ar fram fyrir okkur og svo fluttar
út. Mér leið illa yfir því að vera að
fylgjast með því sem var í gangi,“
segir hann. Talið er að um tutt-
ugu til fjörutíu þúsund börn séu
neydd í kynlífsþrælkun um allt
Taíland. Dæmi eru um að foreldr-
ar hafi jafnvel selt börnin sín til
manna sem stunda mansal eða þá
að börnin eru neydd til að starfa
og afla þannig peninga fyrir fjöl-
skylduna. Hitchcock tók þátt í
björgun fimmtán ára stúlku. Hún
hafði þá verið neydd til starfa í tvö
ár í þessum iðnaði.
„Við fengum að fylgjast með
henni, hún var flutt á milli staða
frá 13 ára aldri og neydd í kynlífs-
þrælkun. Hún brauðfæðir fjöl-
skyldu sína í þessu „starfi“,“ segir
hann og bætir við að hún sé sú eina
sem afli fjár í fjölskyldunni. Til að
bjarga henni þurftu Hitchcock og
félagar að kaupa hana af mönnum
sem stunda mansal. Þeim var svo
komið í skjól. Í kjölfarið réðust 20
lögreglumenn inn á barinn þar sem
stúlkan starfaði, handtóku dólgana
og þá sem höfðu stundað viðskipti
við þá.
Morðhótanir
Fleiri leiðir eru notaðar til þess
að ná til stúlknanna. Tony Kirw-
an og samstarfsfólk hans reyn-
ir að ávinna sér traust stúlkunnar,
aðstoða hana og sannfæra um að
koma sér út úr þessum heimi með
ráðum og dáð. „Það er þá í þeirra
höndum að ganga út úr þessum að-
stæðum. Þær þurfa að ganga út af
vændishúsinu eða barnum,“ seg-
ir Hitchcock. „Við biðum í von og
óvon, nöguðum neglurnar og von-
uðum að hún tæki rétta ákvörðun.“
Kirwan og Hitchcock sættu
morðhótunum og var ráðist á þá
með byssum. „Þeir sem reka þessa
klúbba taka þessu mjög alvarlega.
Það eru margir sem hagnast mjög
mikið á þessum aðstæðum,“ segir
hann og bendir á að börnin fá lítið
greitt, áfengið gefur mikið í aðra
hönd og því er hægt að stórgræða
á mansalinu. Þeir vilja því ekki gef-
ast svo auðveldlega upp og þykir
athygli fjölmiðla afar slæm.
Ótrúleg fórn
Hitchcock talar fallega um Kirwan
og fjölskyldu hans. „Þau hafa skil-
ið líf sitt í Ástralíu alveg eftir og flutt
allt sitt til Taílands til að bjarga öðr-
um. Þvílík fórn. Destiny Rescue er
að skila árangri, þeir loka stöðum
fyrir fullt og allt og fólk er ákært
fyrir mansalið,“ segir hann og bæt-
ir því við að Kirwan eigi þrjár dæt-
ur og hugsi um þær í hvert sinn
sem hann reynir að koma öðrum
til bjargar. „Þegar hann fer á þessa
klúbba og þykist vera kúnni hugs-
ar hann um dætur sínar og það er
ansi mikil hvatning,“ segir hann.
Kirwan og fjölskylda hans hafa
unnið með Destiny Rescue í fimmt-
án ár. Destiny Rescue hugsar jafn-
vel um þær í nokkur ár, þangað til
þær geta staðið á eigin fótum. Alls
1.300 stúlkum hefur verið bjargað.
Hitchcock segir að stúlkurnar séu
margar mjög brotnar þegar þær
komast í skjól. „En þær eru samt
ótrúlega sterkar,“ segir hann. „Þær
fá tækifæri til að öðlast nýtt líf.“ n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Tony Kirwan Tony hætti að starfa sem
rafvirki fyrir 15 árum og flutti fjölskyldu sína
til Taílands til að bjarga börnum.
„Þau hafa skilið líf
sitt í Ástralíu alveg
eftir og flutt allt sitt til
Taílands til að bjarga öðr-
um. Þvílík fórn
GÓLFMOTTUR
Við leigjum út gólfmottur í anddyri.
Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu
ræstingakostnað.
Við sækjum og sendum.
Fáðu verðtilboð!
511 1710
svanhvit@svanhvit.is
www.svanhvit.is