Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 40
Helgarblað 20.–23. nóvember 201532 Sport Mér tókst að bægja óttanum frá mér É g er nú bara venjuleg stelpa úr Reykjavík,“ segir Aníta og skelli- hlær, aðspurð um það hvort hún hafi ofurmannlega eigin- leika sem geri henni kleift að taka þátt í keppnum eins og Mongol Derby, hættulegustu og erfiðustu kappreið heims. Hún gengst fúslega við því að vera spennufíkill og segist hafa fengið hestaáhugann í vöggugjöf. „Ég virðist vera með einhvers konar meðfæddan hestaáhuga, sem var nánast eins og þráhyggja þegar ég var krakki.“ Þráhyggjan lýsti sér sem svo að þegar hún var barn vildi hún helst klæða sig eins og hestur, hún veggfóðraði herbergið sitt með hesta- myndum, klæddi sig í föt sem voru með myndum af hrossum og þrábað foreldra sína um að fá að fara á reið- námskeið, ári áður en hún hafði aldur til. „Ég var bara sex ára og aldurstak- markið var sjö ára. Ég gat ekki beðið og mamma kom mér inn á undan- þágu, en ég var samt eiginlega of ung til að fara á svona námskeið,“ segir hún. „Ég sá bara ekkert annað en hesta. Ég hljóp eins og hestur, ég hneggjaði og í leikfimi lék ég hesta. Þetta var eig- inlega ekki hestadella heldur algjör þráhyggja. En það skilur þetta enginn, það er enginn í fjölskyldunni minni í hestum og þessu var ekki haldið að mér. Þetta virtist bara vera meðfætt.“ Þegar hún fermdist fékk hún svo loksins hest. Hún tók þátt í kappreið- um hérna heima og þegar hún var átján ára hóf hún nám í Háskólanum á Hólum og útskrifaðist síðar sem tamningakona. Hún hefur unnið víða við tamningar, hérlendis og að utan, og lauk námi fyrir nokkrum árum sem reiðkennari. „Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð og hef rekið mínar eigin tamningastöðvar, en ég hef líka unnið með atvinnumönnum og lært mikið af því. Svo hef ég sýnt og kynnt íslenska hestinn erlendis, en einnig unnið við tamningarnar,“ segir hún. Aníta nýtur þess að fara með sjálfa sig út á ystu nöf. Jaðaríþróttir heilla hana. „Ég er yfirleitt til í allt. Mig langar að taka þátt í fleiri svona kapp- reiðum, en ég er náttúrlega búin með þá lengstu, erfiðustu og hættuleg- ustu,“ segir hún. „Það er frekar erfitt að toppa það. Það eru ekki mjög margar kappreiðar þessarar tegundar í boði.“ Ætlað að fara En hvernig datt henni þetta eiginlega í hug, að taka þátt í þessari keppni? „Ég er mikil ævintýramanneskja og ég elska jaðarsport. Ég var einn daginn að vafra á netinu og rakst þá á þessar kappreiðar, þetta var nú ekki flóknara,“ segir hún en segir að sér hafi liðið eins og henni væri ætlað að fara. „Í smá- stund leist mér ekkert á þetta, en svo kynnti ég mér þetta betur, skoðaði myndbönd og skráði mig.“ Aníta ætlaði fyrst að skrá sig til keppni sumarið 2015 enda voru bara nokkrir mánuðir til stefnu, en þegar henni bauðst að taka þátt sumarið 2014 sló hún til án þess að hika. „Flest- ir eru valdir með árs fyrirvara og ná góðum undirbúningi. Ég hafði fimm mánuði, fann styrktaraðila og svo tóku við strangar æfingar,“ segir hún. Slys eru algeng Þetta er hættulegasta reið í heimi og slys eru mjög algeng. Aníta segist hafa verið heppin; hún datt aldrei af baki, nærðist mátulega mikið og drakk nóg, en margir fundu fyrir vökvaskorti, matareitrunum og alls kyns kvillum á leiðinni. Maturinn var ekki upp á marga fiska, vatnið ekki nægilega hreint og þau sváfu í heimagistingu hjá hirðingjum sem búa í „geri“, kringlóttum hústjöldum. Yfirleitt var svefnplássið bara gólfið. „Þetta var enginn lúxus,“ segir hún. Blaðamaður flettir í myndabók sem Aníta gaf út eftir keppnina og rekst á myndir af konu sem er illa far- in af rasssæri. „Þetta kom sem betur fer ekki fyrir mig,“ segir Aníta þegar blaðamaður hljóðar. „Ég pantaði mér glænýjan hnakk fyrir keppnina, fékk hann hingað til Íslands og gat æft mig á honum allt sumarið. Ég var því vel undir þetta búin. En hann var mjög óþægilegur og það bjargaði miklu að ég var vön honum. Ég hafði pínt mig til að nota hann og var mjög hörð við sjálfa mig,“ segir hún. 100 kílómetra dagleiðir Keppnin fer þannig fram að settar hafa verið um 28 stöðvar á þúsund kílómetra leið. Hirðingjar taka að sér að hugsa um keppendurna, sjá um mat, gistingu og aðstoða þá með hest- ana. Keppendur reyna að komast í gegnum þrjár til fjórar stöðvar á dag. Dagleiðirnar voru því um 100 kíló- metrar á dag, riðið var í 12–13 tíma í tíu daga. Dýralæknar fylgjast með líð- an hestanna á hverri stöð og skipt er um hross á hverri stöð. Mikið er lagt upp úr því að dýrin séu í lagi, að knap- arnir gangi ekki of nærri þeim og að þau fái nóg að drekka. Mongólsku villihestarnir eru líkir þeim íslenska í atgervi og lundarfari. Þeir mongólsku eru þó villtari en þeir Aníta Margrét Aradóttir sat við tölvuna heima hjá sér einn daginn í fyrra og rakst á vefsíðu sem sagði frá áhugaverðum kappreiðum í Mongólíu. Hún velti því fyrir sér eitt stundarkorn og skráði sig svo í hættulegustu kappreið í heimi, Mongol Derby. Hún féll aldrei af baki, lauk keppni og var valin kona ársins. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um hestamennskuna, drauminn sem róaði hana fyrir kappreiðarnar, spennufíknina og hvernig það er hægt að toppa hættulegustu kappreið í heimi. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Spennufíkill Aníta gengst við því að vera spennufíkill Mynd dV Sigtryggur Ari „Ég hljóp eins og hestur, ég hneggjaði og í leik- fimi lék ég hesta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.