Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 44
36 Skrýtið Sakamál Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 „Góðu“ tvíburarnir n Good-bræðurnir voru ekki englabossar n Faðir þeirra komst að því fullkeyptu E kki er hægt að segja að Good (góðu)-tvíburarnir Craig og Timmy hafi staðið undir nafni. Þeir fæddust 23. apríl, á degi drekabanans heilags Georgs, 1973. Líkt og margir tvíburar voru þeir óaðskiljanlegir (ekki í bókstaflegri merkingu þó), deildu herbergi, leikföngum og áhugamálum, sem snemma áttu eftir að snúast um kynlíf og fíkniefni. Níu ára að aldri voru tvíburarnir farnir að selja fíkniefni fyrir föður sinn, William. Skólaganga drengj- anna varð heldur stopul enda hlupu þeir gjarna í skarðið hvor fyrir annan, það er að segja ef þeir nenntu yfir höfuð að mæta í skól- ann. Eitt árið skrópaði Craig í 46 daga og Timmy í 27 daga. Timmy útskýrði þetta síðar: „Ég og pabbi gerðum samkomulag – ég gerði það sem mig langaði og hann gerði það sem hann vildi.“ Þrumuprik í jólagjöf Í desember 1988 gengu jólin í garð, eins og gjarna gerist á þeim tíma árs, og William Good, 36 ára rafvirki, ákvað að gera vel við dáðadrengina sína. Jólapakkar tvíburanna voru ílangir og nokkuð þungir og án efa fundu þeir til eftirvæntingar þegar þeir opnuðu þá. Jólagjafirnar voru þrumuprik, rifflar – einn á mann – ekki endilega í anda jólanna en eitt- hvað sem tvíburunum leist vel á. Tveimur mánuðum síðar, 20. febrúar 1989 nánar tiltekið, dró til tíðinda. Þá voru William Good og sextug móðir hans, Cleo, skotin til bana á heimili sínu; hjólhýsi við Murray-vatn í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Á meðal þess sem var horfið voru hringar af fingrum Cleo, ávís- anahefti hennar og pallbíll. Verk brjálæðings Fimm dagar liðu frá morðunum áður en lík mæðginanna fundust. Nágranni þeirra varð áhyggjufull- ur vegna þess að hundur mæðgin- anna dvaldi meira hjá honum en góðu hófi gegndi og ákvað að kanna hvað ylli því. Lögreglan var kölluð til og í fyrstu var talið að brjálæðingur hefði verið á ferðinni og orðið William og Cleo að bana. En fljótlega kom í ljós að tvíburarnir voru með einhverjum hætti viðriðnir morðin. Þremur dögum eftir að líkin fundust voru bræðurnir handtekn- ir í pallbíl ömmu sinnar skammt frá heimili móður sinnar í Nashville í Tennessee. Báðir voru þeir hátt uppi þegar þeir voru handteknir. Tvær útgáfur Timmy og Craig höfðu selt skartgripi ömmu sinnar til að fjármagna fíkni- efnakaup. Síðan höfðu þeir fengið vin til að falsa undirskrift hennar á ávísanir til að kaupa meiri fíkniefni. „Stærstur hluti fjárins fór í að kaupa fíkniefni,“ sagði Craig við lög- regluna. Þótt tvíburarnir væru 15 ára var réttað yfir þeim sem fullorðnir væru og frásögnum þeirra af rás atburða bar ekki saman. Craig sagði að hann hefði séð ömmu sína og föð- ur „falla“ en ekki séð Timmy taka í gikkinn. Timmy fullyrti að Craig hefði skotið mæðginin til bana. Hvað sem því líður voru þeir báðir sakfelldir og í maí, 1989, fékk Timmy 55 ára dóm og sex mánuð- um betur. Tveimur mánuðum síðar fékk Craig lífstíðardóm. Æ sér gjöf til gjalda, segir máls- hátturinn en leiða má líkur að því að William Good hafi ekki haft þetta endurgjald í huga er hann valdi jólagjafir handa drengjunum sínum. n „Ég og pabbi gerð- um samkomulag – ég gerði það sem mig langaði og hann gerði það sem hann vildi. Craig Varð snemma vafasamur pappír. Timmy Varð líka snemma vafasamur pappír. Pörupiltarnir hans Williams Good „Stærstur hluti fjárins fór í að kaupa fíkniefni,“ sagði Craig við lögregluna eftir að bræðurnir voru handteknir. VW Amarok Trendline pallbíll ← 12/2012, ekinn aðeins 25 þús km. Diesel. Álfelgur. Dráttarkrókur. Driflæsing á afturdrifi. Heithúðun á palli. Málmlitur. Aukabúnaður að verðmæti 536.000,- Nýr bíll kostar 8,4 með þessum búnaði. Okkar verð: 6.490.000 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.