Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Fólk Viðtal 25
nokkra skólafélaga sína á Núpi. „Ég
tók viðtöl við mjög marga, bæði
menn og konur. Ég bar ýmislegt sem
mig rámaði í undir aðra. Ég tók af
gerandi hluti úr bókinni og bar und
ir aðra sem voru með mér þarna
og það var enginn sem gerði neina
athugasemd.“
„Ég trúi ekki á lygi“
Útlaginn er vissulega rituð
sem skáldævisaga, en Jón segir
ástæðuna fyrir því þó ekki vera að
hann hafi tekið sér beint skáldaleyfi
og skáldað upp heilu og hálfu kafl
ana í bókinni. Allavega ekki með
vitað. En auðvitað getur verið erfitt
að kalla fram nákvæmar myndir af
einhverju sem gerðist fyrir 30 til 40
árum. „Svo veist þú sem manneskja
í raun ekkert hvað er satt og hvað er
logið í þínu lífi. Einhver segist vera
vinur þinn, en er hann það í raun og
veru?“ spyr Jón og hlær. „Svo hafa
áföll áhrif á minnið. Þegar við lend
um í áföllum þá höfum við eðlis
læga tilhneigingu til að reyna að
gleyma. Við göngum út frá því að
allt sem sé áþreifanlegt, sé raun
verulegt, en það er það ekki.“
Jón tekur sem dæmi viðbrögð
stúlku sem hann sá viðtal við um
daginn. Henni hafði verið nauðgað
og mál hennar farið í gegnum
dómskerfið. Í viðtalinu lýsti stúlkan
fyrstu dögunum eftir nauðgun
ina og þá vissi hún ekki hvað hafði
gerst. En þegar vinkonur hennar
gengu á hana og spurðu hvort eitt
hvað amaði að, sagðist hún halda
að sér hefði verið nauðgað. „Hvað
er satt og hvað er logið, er því ekki
alveg svart og hvítt,“ útskýrir Jón.
En aðspurður hvort lýsingar
hans í bókinni séu í samræmi við
það sem hann telur að hafi gerst og
hafi upplifað, svarar hann játandi.
„Ég hef sagt það um bækurnar mín
ar, að það er engin bein lygi í þeim.
Ég trúi ekki á lygi, en þar með er ég
ekki að segja að ég trúi ekki á skáld
skap, því skáldskapur er ekkert
nema tóm lygi. Það fer svolítið eft
ir afstöðu manns til raunveruleik
ans hvað maður skilur sem satt og
hvað maður skilur sem skáldskap.
Og hvað er jafnvel hvort tveggja.“
Útlaginn er því sannarlega ævisaga
og fjallar um unglingsár Jóns eins
og hann man þau og upplifði.
Fær ekkert út úr bókinni
Hann gerir sér grein fyrir því að ein
hverjum finnist hugsanlega að sér
vegið í bókinni eða upplifi tillits
leysi í sinni garð, en honum finnst
hann hafa verið mjög tillitssamur
gagnvart öllum nema sjálfum sér.
„Mér finnst ég sjálfum mér verstur.
Ég hreinlega niðurlægi sjálfan mig.
Það er aldrei gott. Það er alltaf vont
að niðurlægja sig,“ segir Jón en það
var honum mikill léttir að losna við
bókina.
„Það var eins og ég varpaði af
mér 200 kílóa bakpoka. Og eftir það
er ekkert sem ég hef stórar áhyggjur
af,“ segir Jón einlægur, en bókin
er mjög persónuleg og inniheldur
átakanlegar lýsingar á hálf nötur
legu lífi hans á köflum. Það hafði
enginn trú á neitt yrði úr honum, og
sjálfur efaðist hann stórlega. Hann
fann sig hvergi, leið oft mjög illa og
linaði þjáningar sínar með ýmsum
hætti. Þrátt fyrir að erfitt væri að rifja
sum atriðin upp fannst Jóni hann
verða að skrifa bókina.
„Ég hef mjög litla trú á frjáls
um vilja. Ég held að manneskjan
hafi næstum því engan frjálsan
vilja. Hann er að minnsta kosti
stórlega ofmetinn. Það sem við ger
um stjórnast aðallega af rafboðum,
boðefnum og efnasamböndunum
í heilanum og líkamanum. En heil
inn hefur fundið leið til að telja okk
ur trú um að við séum ekki fórn
arlömb eða þrælar, heldur séum
við gerendur og að við séum að
taka þessar ákvarðanir sjálf. Þannig
þurfti að skrifa þessa bók. Það var
eitthvað sem ég taldi mér trú um að
væri minn vilji, en í rauninni, þegar
á hólminn var komið, þá var það
ekki það sem ég vildi gera. Ég er ekki
að fá neitt sérstakt „kikk“ út úr því
að gyrða niður um mig fyrir fram
an fólk. Þessi bók skapar heilmikið
ves en fyrir mig og það eru engir
peningar í bókum. Í fljótu bragði er
því ekki neitt sem ég fæ út úr því að
skrifa þessa bók. Ég einfaldlega bara
þurfti þess.“ Jón segist því í raun ekki
bera meiri ábyrgð á bókinni en hver
annar.
Veit ekki af hverju hann varð
borgarstjóri
Aðspurður hvað hann eigi við
með því að Útlaginn skapi vesen
fyrir hann segir hann það til dæm
is vesen að hitta blaðamann sem
krefur hann um svör um hvað sé satt
og hvað sé logið í bókinni. Þá kunni
fólk að mynda sér skoðanir um hann
og segja eitt og annað út frá bókinni.
Það geti verið vesen. Hann er hins
vegar ekki ókunnugur veseni. „Ég
er alltaf að búa til vesen. Ég hef ver
ið að búa til vesen alla mína ævi, en
ég veit ekkert af hverju ég er að því.
Ég stofnaði stjórnmálaflokk. Bland
aði mér í stjórnmál og var borgar
stjóri í fjögur ár en ég veit ekkert af
hverju. Fólk er alltaf að spyrja mig
af hverju ég hafi ákveðið að stofna
stjórnmálaflokk og ég get blaðrað
eitthvað, sagst hafa verið orðinn
þreyttur á stjórnmálaástandinu, en
það er samt ekki rétt,“ segir Jón en
hann stofnaði Besta flokkinn árið
2009. Að stofna stjórnmálaflokk var
ekki endilega hans vilji, ekki frekar
en annað í lífinu. En sýn Jóns á lífið
er líklega ekki hefðbundin.
Hann tekur sér smá tíma til að
hugsa. Hann ætlar að koma skynj
un sinni á lífinu í orð. Vel valin orð.
„Ég skynja lífið þannig að flestar
ákvarðanir séu teknar fyrir mann.
Og við erum mestan tíma eins og
farþegar í því farartæki sem lífið er.
Við erum ekki við stýrið eins og við
viljum halda. Okkur líður kannski
betur ef við höldum að við séum við
stýrið, en þá erum við eins og börn
sem sitja í fangi fullorðinnar mann
eskju og fá að stýra. Þau halda að
þau séu að keyra, en eru ekki að því.
Þetta hefur með grundvallarhug
myndafræði mína um lífið að gera.“
Hann segist hafa upplifað þráhyggju
við skrif bókarinnar, líkt og þegar
hann fer út úr húsi og þarf að fara
yfir hvort allt sé í lagi á heimilinu.
„Ég þarf að fara aftur inn og yfir það
hvort það sé alls staðar slökkt, hvort
slökkt sé á ofninum og ekki örugg
lega skrúfað fyrir alla krana. Það er
ekki minn vilji.“
Vildi brenna bókina
Jón vonast til að lesendur komi til
með að læra eitthvað af lestri bók
arinnar, en bókarskrifin höfðu
mikil sálræn áhrif á Jón sem þurfti
að kryfja sjálfan sig til mergjar. „Ég
fékk að takast á við heilann í mér og
skoða hann úr fjarlægð. Hvað hann
er að gera og hvernig hann virkar. Ég
fór í gegnum mörg skrýtin stig. Ég
áttaði mig til dæmis á því hvernig
afneitun getur virkað. Þegar heilinn
virðist ákveða að gleyma ákveðnum
hlutum. Svo upplifði ég stjórnleysi.
Ég fann fyrir miklu stjórnleysi þegar
ég skrifaði bókina. Mér fannst ég
ekki ráða við þetta og fannst ég vera
eins og heróínfíkill. Ég var eins og
fíkill bókarinnar og átti ekki annarra
kosta völ. Það var sama hvort mig
langaði að fara út að ganga, hvíla
mig eða gera eitthvað annað, en
það var ekki möguleiki. Inni á milli
var ég gripinn ofboðslegum ótta og
eftirsjá. Það nöguðu mig alls kon
ar spurningar; af hverju eru ég að
skrifa þetta? Til hvers? Af hverju
ég? Get ég ekki fengið að sleppa við
þetta? Og þegar bókin var tilbúin
var ég tilbúinn að gera hvað sem var
til að mega brenna hana og henda
henni. En það var ýmislegt varðandi
sjálfan mig sem ég skildi betur eftir
að hafa skrifað hana. Ég er einhverju
nær um eitthvað.“
En skrifin höfðu ekki bara áhrif
á Jón fyrir þær sakir að hann þurfti
að takast á við sjálfan sig. Örlög
annarra lágu þungt á honum. „Ég
var að segja frá fólki og var gripinn
alveg ofboðslega mikilli sorg yfir
örlögum margra sem voru þarna
með mér. Fólk sem hefur farið á
slæma staði í lífinu og er jafnvel ekki
til lengur,“ segir Jón og depurð fær
ist yfir hann.
Hélt að hann yrði aumingi
Á Núp voru sendir vandræðaung
lingar úr Reykjavík, krakkar sem
áttu erfitt með að fóta sig og allir
voru búnir að afskrifa. Jón var einn
af þeim. Framtíð hans virtist ekki
björt og fátt benti til annars en að
örlög hans yrðu jafn sorgleg og
þeirra sem hugur hans leitar til. „Ég
var með stóra drauma og mig lang
aði að verða eitthvað, en ég stór
efaðist um að ég yrði eitthvað annað
en aumingi,“ segir Jón hreinskilinn,
en hann reif sig markvisst niður
á þessum árum. „Hver heldurðu
að þú sért og hvað ertu að þykjast
vera, sagði ég við sjálfan mig. Al
veg frá því að ég var lítið barn var
sagt við mig að ef ég væri ekki dug
legur að læra, þá yrði ég aldrei neitt.
Kannski í mesta lagi öskukarl. Mér
var sagt að ég fengi aldrei vinnu,
að ég eignaðist aldrei konu og svo
framvegis. Það var mjög mikið af
valdamiklu fullorðnu fólki í kring
um mig sem sagði mér þetta aftur
og aftur. Kennararnir mínir sögðu
þetta, foreldrar mínir sögðu þetta.
Og ég var ekki duglegur að læra. Ég
bara gat ekki lært. Þetta velviljaða
góða fólk sem talaði stundum við
mig, það hvatti mig til að læra. Taka
stúdentspróf. En þegar ég var 13 ára
þá var stúdentspróf fyrir mér álíka
fjarlægt og að ég myndi einhvern
tímann ganga um á tunglinu. Það
var bara ekki að fara að gerast. Ég
var mjög misþroska. Heilinn á mér
þroskaðist mjög hægt á ákveðnum
sviðum en hraðar á öðrum. Heilinn
í mér hefur alltaf verið svolítið öfga
fullur. Það er mikið af einhverju
og lítið af öðru, en ég er gríðar
lega „kreatífur“. Ég hef stundum
líkt hugsunum mínum við alþjóð
legan flugvöll, þar sem flugvélar
koma og fara í sífellu. Það er alltaf
eitthvað nýtt að gerast, en ekkert
staldrar við,“ segir Jón en þessi lýs
ing hljómar fullkomlega rökrétt í
eyrum blaðamanns.
Hætti að borða og þrífa sig
Hann bendir á að á síðustu árum
hafi hann gert ansi margt og sinnt
fjölbreyttum verkefnum. Hann hafi
stofnað stjórnmálaflokk og orðið
borgarstjóri í höfuðborg í Evrópu
og vakið með því alþjóðlega athygli.
Hann hafi skrifað bækur, meira að
segja langar og góðar. Þá hafi hann
verið að ljúka við að skrifa tíu þátta
gamanseríu sem heitir Borgarstjór
inn. Og síðast en ekki síst hafi hann
tekið við ábyrgðarstarfi hjá 365 sem
framkvæmdastjóri dagskrársviðs.
„Svona hefur líf mitt alltaf verið.
Ég bara böðlast áfram og geri hluti.
Það hefur verið mín leið til að kom
ast áfram því ég átti aldrei séns
í hitt. Ég finn líka að eftir því
„Þegar
ég var
13 ára þá var
stúdentspróf
fyrir mér álíka
fjarlægt og að
ég myndi ein-
hvern tímann
ganga um á
tunglinu
m
y
n
d
s
ig
tr
y
g
g
u
r
a
r
i