Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 20.–23. nóvember 20152 Bækur Líf mitt sem hundadagakóngur J örundur var eitt sinn neðan- málsgrein í Íslandssögunni en er óðum að sækja í sig veðrið. Hann hefur birst okkur sem nokkurs konar Abraham í Bibl- íusögu Böðvars um Vesturfarana, söguleg skáldsagnapersóna í Eldhuga Ragnars Arnalds, söguleg persóna í hinum enska Dana Söru Blakewell og söngleikurinn var rifj- aður upp í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðinn vetur. Mögnuð frásagnargleði Bók Einars Más er mitt á milli sagn- fræði og skáldsögu. Í fyrra kom bók- in HHhH um Reinhardt Heydrich eftir Frakkann Laurent Binet út á ís- lensku þar sem sömu brögðum var beitt, og er það rétt mat hjá Einari að Jörundur sé ein fárra persóna Ís- landssögunnar sem er bæði nógu vel dokúmenteruð en um leið nógu mikil ráðgáta til að standast slíka skoðun. Aðferðin gengur í sem stystu máli út á að beita fyrir sig stífri heimildaöflun sagnfræðingsins, en um leið frá- sagnargleði skáld- söguhöfundarins. Og frásagnar- gleði Einars er mikil, svo mikil að áður en maður veit af er helgin liðin og bókin búin. Saga Jör- undar verður honum tilefni til að hlaupa ekki aðeins yfir heimssögu tímabils- ins, frá landafundum í Kyrrahafi til Napóleonsstríða Evrópu, heldur líka að lífga Íslandssöguna við. Lengi vel var það mál manna að hér hefði ekk- ert gerst frá Sturlungaöld og fram að Jóni Sigurðssyni (nema ef vera skyldi siðaskiptin), en seinni hluti 18. ald- ar og fram yfir aldamót eru óðum að komast í tísku. Þá riðu hetjur um héruð, Skúli fógeti stofnaði Reykjavík, Stephen- sen-bræður reyndu og mistókst að koma með Upplýsinguna til Íslands, Jón eldklerkur, sem fékk sína eigin skáldsögu ekki fyr- ir löngu, stöðvaði hraunflóð, og loks kom Jörundur. Gott ef Fjalla-Ey- vindur var ekki líka að þvælast um hálendið en hann er sá eini sem ekki er getið hér. Ótrúleg ævisaga Skaftáreldar koma mikið við sögu, enda ágætis tenging á milli Íslands og frönsku byltingar- innar sem svo aftur birtist við Ís- landsstrendur með Jörundi. Hunda- dagarnir sjálfir eru þó ekki nema lítill hluti sögunnar, enda vel þekktir og gerð ágætis skil í sögu Ragnars. Hvalveiðum Jörund- ar á Kyrrahafi er og ítarlegar lýst hjá Söru. Það sem vekur hvað mesta athygli hér er hins vegar saga Jör- undar eftir Íslandsdvölina, sem er svo ótrúleg að hún hefði best sæmt sín í Birtingi Voltaire. Jörundur þvælist um heiminn í kjölfar Napóleonsstríða og fær gullið tækifæri til að höndla hamingjuna en glutrar öllu frá sér aftur (kannski var hann sannur Íslendingur eft- ir allt saman). Sögupersónur rekast ítrekað á hver aðra eins og í skáld- sögum tímabilsins, sem minnir okk- ur á að þó heimurinn þá hafi verið stærri hvað vegalengdir varðar voru mun færri í honum og því auknar lík- ur á tilviljunum. Ekki síður áhugaverð en saga hundadagakóngsins er saga hunda- dagadrottningar, og lokakaflanum tekst að tengja hina ótal þræði saman. Ragnar gerir hann að hetju en Einar stenst þá freistingu, meiri hetjuljóma fær Jón eldklerkur. Vís- að er út og suður og er að mestu vel heppnað, þó að Einar hefði mátt skilja Bítlana eftir heima í þetta sinn. Hér er stórskemmtileg Íslands- saga á ferðinni og minnir mann á að eitt sinn þóttu sagnfræðirit hinn besti skemmtilestur, enda er sagan of mikil væg til að vera skilin eftir í höndum sagnfræðinga eingöngu. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Bækur Hundadagar Höfundur: Einar Már Guðmundsson Útgefandi: Mál og menning 341 blaðsíður „Hér er stór- skemmtileg Ís- landssaga á ferðinni og minnir mann á að eitt sinn þóttu sagnfræðirit hinn besti skemmtilestur. Bókasafn Seltjarnarness er 130 ára Vegleg afmælisdagskrá Mikil veisluhöld verða í Bókasafni Seltjarnarness á 130 ára afmæli þess, en stofnun safnsins er rakin til fyrsta fundar Lestrarfélags Framfarafélags Seltirninga, sem haldinn var 21. nóvember 1885. Afmælishátíðin verður föstudaginn 20. nóvem- ber en viðburðir tengdir bók- menntum verða í boði í safninu út næstu viku. Föstudaginn 20. nóvember kl. 15–17 koma gestir í heimsókn en heiðursgestur dagsins er Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörð- ur og fyrrverandi forstöðumaður Bókasafns Seltjarnarness. Auk hennar flytja ávörp Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir lands- bókavörður, Ásgerður Halldórs- dóttir bæjarstjóri og Soffía Karls- dóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarness. Í bókasafninu verður sýning á gömlum ljósmyndum úr fór- um bókasafnsins og hinir gömlu safngripir Lestrarfélagsins verða sýndir. Félagar úr Selkórnum syngja kl. 16 og Anni Rorke leikur á píanó kl. 16.30. Afmæliskaka verður í boði frá kl. 15 fyrir gesti og gangandi. Gestir sem taka bækur að láni þennan dag lenda í verðlaunapotti og geta unnið eina af nýju jólabókunum. Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20 er blásið til höfundakvölds í bókasafninu þar sem rithöf- undarnir Auður Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Sigurður Pálsson og Þórdís Gísladóttir fjalla um bækur sínar. Stjórnandi höfundakvöldsins er Hildigunnur Þráinsdóttir. Verðlaunahöfundurinn Berg- rún Íris Sævarsdóttir, sem til- nefnd var til verðlauna Norður- landaráðs fyrir skemmstu, leiðir börnin um ævintýraheim bók- anna og les upp úr bók sinni Viltu vera vinur minn? miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17.30. Að morgni fimmtudagsins 26. nóvember lýkur afmælishátíðinni þegar Jón Gnarr rithöfundur og dagskrárstjóri býður 10. bekking- um í Valhúsaskóla í spjall með áherslu á bækur sem haft hafa áhrif á líf hans. Framúrstefna í bókhlöðunni Þriðjudaginn 24. nóvember klukkan 12.05 verða haldnir tveir fyrirlestrar um framúrstefnuljóð- list í Þjóðarbókhlöðunni við Arn- grímsgötu. Úlfhildur Dagsdótt- ir flytur erindi um konkretljóð Óskars Árna Óskarssonar og Sjón og Ólafur Engilbertsson fjalla um dadaisma og útgáfur Medúsu og Smekkleysu. Það eru Landsbóka- safn Íslands og Rannsóknastofa um framúrstefnu við Háskóla Ís- lands sem standa fyrir fyrirlestr- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.