Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 29
Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Bækur 5 Tilvistarleg skjálftavirkni H ver erum við ef ekki samsett eintak úr manneskjunum í lífi okkar? Hvaða aðferð- um beitum við til að sætta væntingarnar sem við gerum til þeirra – og þannig til okkar sjálfra? Þessir þræðir eru miðlægir í nýjustu bók Auðar Jónsdóttur Stóri skjálfti. Bókin tekst á við grundvallarspurn- ingar sjálfsverunnar og þeirra hlut- verka sem hún uppfyllir í samfélagi við aðra. Nafn aðalpersónu bókar- innar, Saga, er þannig táknrænt fyrir hvernig höfundur vinnur með og teygir á þeirri sögulegu og sammann- legu togstreitu sem stendur okkur nærri. Flog og minnisleysi Saga Sögu er þó ögn örlagaríkari en meðaljónsins en bókin hefst á því að Saga vaknar eftir röð flogakasta og getur með engu móti munað hver hún er. Lesendur fylgja henni eftir þar sem hún reynir að púsla heimsmynd sinni saman og átta sig á því hvernig sambandi hennar við sína nánustu er háttað. En heimur minninganna lýtur ekki reglum yfirsjálfsins. Við að kafa ofan í minnið uppgötvar Saga að sam- bönd hennar við ástvini voru ekki að- eins háð minningum heldur einnig bælingu þeirra. Líkt og jarðskjálftar minna okkur á að undir skipulögðu yfirborðinu krauma eldar og efni sem bíða færis að streyma upp úr berginu notar höf- undur flogaveikan einstakling til að setja fram það stjórnleysi sem ein- kennir tilveruna. Varnarleysi Sögu gagnvart eigin líkama verður um- ræðuvettvangur fyrir hve litla stjórn maðurinn hefur á lífi sínu og hvaða aðferðum hann beitir til að viðhalda þeirri tálsýn að hann sé við stjórnvölinn. Bókin gerist í reykvískum sam- tíma og er í sterkri tengingu við þá sam- félagsumræðu sem hefur átt sér stað á Íslandi um geðsjúk- dóma, kynferðisaf- brot og almennt þau áföll þar sem rödd fórnar lambs er kæfð niður. Hreyf- ingin #égerekkita- bú, fyrir aukna um- ræðu um andlega erfiðleika, kom til að mynda oft upp í hugann við lestur- inn. Stóri skjálfti skipar sér því við hlið fyrri verka Auðar þar sem kaldur samtím- inn er krufinn og jafnan leitast við að draga fram hræsni og tvískinnung nú- tímasamfélags á Vestur löndum. Sterk persónusköpun Stíllinn er skýr og látlaus en fram- setning flogaveikinnar og afleiðingar hennar er snjöll leið fyrir höfund til að vinna með lýrískari og brota- kenndari texta. Á einstaka stöðum í bókinni þar sem markmiðið er að lýsa á mjög beinan hátt hugsunum hinnar minnislausu aðal persónu er bygging textans helst til óreiðu- kennd. Stundum hoppar frásögnin á sannfærandi hátt milli ólíkrar skynj- unar á veruleik- anum en á öðrum stöðum verður útkoman ósann- færandi þegar of margar hugmynd- ir eru settar fram í einu þannig að þær vinna ekki saman heldur gegn hver annarri. Styrkur Auðar í þessu verki liggur, líkt og í hennar fyrri verkum, í sterkri persónusköpun. Í sjálfsskoðun Sögu og uppgjöri henn- ar við fjölskyldu sína er lesandinn sleginn utan undir með hreinskilnum lýsingum á mannlegri náttúru sem er í senn grimm og kærleiksrík, köld og brennandi af þrá og ástríðu. Í Stóra skjálfta sýnir Auður enn að hún er af- burðafær í sköpun margslunginna persóna – að slípa þær niður þar til eftir stendur hrá og varnarlaus en svo brjóstumkennanleg, mannveran. n Mynd JohanneS JanSSon, norden.org, CreaTive CoMMonS Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Bækur Stóri skjálfti höfundur: Auður Jónsdóttir Útgefandi: Mál og menning 298 blaðsíður „Stíllinn er skýr og látlaus en fram- setning flogaveikinnar og afleiðingar hennar er snjöll leið fyrir höfund til að vinna með lýrískari og brotakenndari texta. L oftklukkan eftir Pál Benedikts- son, fyrrverandi sjónvarpsfrétta- mann er skemmtileg og fróð- leg bók. Í sjálfu sér þarf ekkert að segja mikið meira um bók þegar skrifaður er bókardómur. Þetta ætti að duga flestum. En hvað um það. Þetta er fyrsta bók höfundar, að því er ég veit best. Hún er vel heppnuð. Segja má að Páll skíni sjálfur út úr henni. Hann var góður fréttamaður og fór vel með mál. Í Loftklukkunni fléttar Páll saman uppvaxtarminningum sín- um í Norðurmýrinni í Reykjavík, vestan Klambratúns eða Miklatúns, við ættar sögu sína. Hann fjallar um hvernig var að vaxa úr grasi á þeim tíma sem mörgum er orðinn fjarlægur. Hann greinir frá samferðamönn- um og umhverfi. Samferðamennirn- ir hafa margir hverjir getið sér orð í íslensku samfélagi, á ólíkum sviðum. Lýsingar Páls eru skemmtilegar og hann leggur ekki illt til neins. Inn í lýs- ingar úr uppvextinum fléttar Páll for- tíðina og afar merkilega og dulúðuga sögu af afa sínum, sem yfirgaf ömmu hans frá mörgum börnum og leitaði á vit hins ókunna. Saga hans er merki- leg og verður sjálfsagt aldrei öll sögð úr þessu. Saga ömmu hans er ekki síður merkileg og ber merki um að þar hafi verið á ferðinni óvenjuleg kona. Faðir Páls var sendur í vist mjög ungur vestur í Selárdal og leið langur tími þar til hann náði aftur sambýli með móður sinni. Þessu lýsir Páll vel í bók sinni. Sagan af afa hans er stór- merkileg. Tuttugu árum eftir að jörðin gleypti hann leiða tilviljanir til þess að í ljós kemur að hann er á lífi og ekki nóg með það, hann hefur starfað sem bryti hjá einum af ríkustu mönnum Bandaríkjanna á þeim tíma. Fínt að verja jólunum með þessari bók. n Skemmtileg og fróðleg Bækur eggert Skúlason eggert@dv.is Loftklukkan höfundur: Páll Benediktsson Útgefandi: Sæmundur 236 blaðsíður Páll Benediktsson „Lýsingar Páls eru skemmtilegar og hann leggur ekki illt til neins.“ Snjallar sögur Svövu Í bókinni Sög- ur handa öll- um eru saman komin þrjú smásagnasöfn Svövu Jakobs- dóttur, en hún var gríðarlega snjall smá- sagnahöfund- ur. Sögurnar eru alls 25. Nýjar bækur Gyðingastúlka í gettói Uns yfir lýk- ur er mögn- uð frásögn Alinu Margol- is-Edelman. Hún segir frá lífi sínu sem unglings- stúlka í gettó- inu í Varsjá á tímum seinni heimsstyrjaldar. Ævintýri Sögu Ragnheiður Eyjólfsdóttir fékk Íslensku barnabóka- verðlaun- in fyrir bók sína Skugga- saga – Arftak- inn. Saga er öðruvísi en aðrir og einn daginn fær hún skyndilega skýringu á því. Það er upphafið að ótrúlegu æv- intýri. Óvæntur gestur Hinn vin- sæli höfund- ur Þorgrím- ur Þráinsson er höfundur bókarinn- ar Ég elska máva. Anton verður furðu lostinn þegar bréfdúfa flýgur inn um glugga hans. Eftir það fer ýmislegt furðu- legt að gerast í lífi hans. Greinar Einsteins Í bókinni Ein- stein – Endir og afstæði eru greinar eftir Einstein í þýð- ingu Þorsteins Vilhjálms- sonar. Hann er einnig rit- stjóri verks- ins og skrifar stutta ævisögu Einsteins. Ásamt honum skrifa Jakob Yngvason og Þorsteinn J. Halldórsson inngangskafla um greinarnar. Dagbók í skóinn Dóttir veð- urguðsins er barnabók eft- ir Helgu Sv. Helgadóttur. Blær fær dag- bók í skóinn frá Bjúgnakræki og ýmislegt ratar í hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.