Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 2
2 Fréttir Helgarblað 5.–8. júní 2015 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Tveir ofurölvi Tveir ofurölvi menn voru hand- teknir í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt fimmtudags og voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu lögreglunnar. Rétt fyrir klukk- an hálf tvö umrædda nótt var tilkynnt um ofurölvi mann á Hlemmi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang reyndu að koma viðkomandi til síns heima en hann neitaði að gefa upp nafn og dvalarstað. Maðurinn var því vistaður í fangageymslu þangað til af honum rann. Það var svo á fimmta tímanum um nóttina sem annar ofurölvi maður var handtekinn í miðbæn- um. Lögreglu barst tilkynning um mann sem var að hóta starfsfólki í verslun í miðbænum. Þegar lögreglumenn mættu á vett- vang kom í ljós að maðurinn var ofurölvi og vissi hvorki í þenn- an heim né annan. Það var mat lögreglunnar að maðurinn væri í engu ástandi til að ferðast og var hann því vistaður í fangageymslu þar til af honum rann. B ílstjóri forseta Íslands hefur verið ávíttur fyrir að leggja ólög- lega í Mávahlíð í gærkvöldi. Að- eins er rúmlega ár liðið frá því að sömu bifreið var lagt ólöglega og af því náðist mynd en í lok maí 2014 var bíl forseta Íslands lagt ólöglega við Há- skóla Íslands. Það var RÚV sem birti fréttina laust fyrir hádegi á fimmtu- dag en þar kemur fram að bifreiðin stóð auk þess út á götu og lokaði á eða þrengdi að annarri umferð. Fram kemur að Ólafur Ragnar Grímsson hafi ekki verið í bifreiðinni heldur hafi starfsmaður verið í sendi- ferð á vegum embættisins. „Hann hefur hins vegar gert alvarleg mistök og hefur þegar verið ávíttur fyrir þau,“ hefur RÚV eftir Örnólfi Thorssyni for- setaritara. Í september 2013 greindi DV frá því þegar bílnum var lagt ólöglega við Melaskóla en þá lagði bílstjóri forset- ans fyrir aftan tvo bíla sem voru inn- ikróaðir á meðan forsetinn afhenti nemanda verðlaun í alþjóðlegri for- ritunarkeppni Microsoft fyrir börn. Í mars 2009 var forsetabílnum lagt í stæði merkt fötluðum í Banka- stræti, í um það bil sex mínútur sam- kvæmt sjónarvottum. Á meðan sinntu forseta hjónin einkaerindum í nærliggjandi verslunum. n Bílstjórinn ávíttur Forsetabíllinn í ólöglegu stæði Mynd frá 2009 Forsetabíllinn í stæði fyrir fatlaða. Davíð, ekki Geir Í viðtali við Ellen Calmon, formann Öryrkjabandalags Íslands, í síðasta tölublaði DV urðu henni á þau mistök að segja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, virtist ekki túlka 69. grein almanna- tryggingalaga með sama hætti og forveri hans, Geir H. Haarde. Ellen vildi sagt hafa að Bjarni væri að túlka grein- ina með öðrum hætti en Dav- íð Oddsson, ekki Geir. Leið- réttist það hér með. Safnar fyrir vin sinn með heilaæxli n Halda grillveislu til styrktar Garðari n Samstaðan dýrmæt J óhann Hallgrímsson sem búsettur er í Grindavík ásamt Hjördísi Guðmundsdóttur, konu sinni, hefur verið með hugmynd í kollinum sem hann lætur nú verða að veruleika og hyggst gera að árvissum við- burði. Grill og gaman fyrir gesti og gangandi á heimili Jóhanns og Hjördísar Jóhann hefur í nokkur ár haldið grill fyrir vini og vandamenn að heimili sínu um sjómannahelgina en í ár mun hann ásamt eiginkonu sinni, Hjördísi, halda sjóaragrill og söfnun fyrir valinn sjómann og fjöl- skyldu hans og í ár er safnað fyrir vin Jóhanns, Garðar Sigurðsson, 43 ára gamlan sjómann frá Grindavík, og fjölskyldu hans. Garðar og kona hans, Ásta Halldóra Böðvarsdóttir, eiga þrjú börn. Í samtali við DV segir Jóhann, sem alltaf er kallaður Issi, nánar frá grillveislunni, sem haldin verður að Vesturhópi 26 laugardaginn 6. júní næstkomandi. Heimili Issa og Hjördísar er opið frá hádegi og all- ir velkomnir að koma og skrifa nafn sitt og kveðju í gestabók og skilja eftir pening í söfnunarbauknum. Kaffi verður í boði fyrir gesti allan daginn, en veislan sjálf hefst hins vegar klukkan 18. Greindist með illkynja heilaæxli 2011 „Ég fékk hugmyndina á sjómanna- deginum fyrir ári síðan og valdi þá strax að styðja Garðar,“ segir Issi. „Mér fannst Garðar bara eiga þetta skilið, hann veiktist 2011 og hefur meira og minna barist við þetta síð- an og aldrei stoppað.“ Garðar hefur glímt við illkynja heilaæxli frá 2011. Hann hefur síðan þá verið frá sjómennsku vegna veikindanna en eins og Issi segir hefur Garðar ekki setið auð- um höndum heldur barist gegn þessum illvíga sjúkdómi sem hrjá- ir hann, meðal annars farið aftur út á vinnumarkaðinn til að taka þátt í lífinu. Grillveislan er opin öllum, það kostar ekkert að koma, fá gott að borða, drekka og skemmta sér og öðrum. Það verður tjald bak við hús þar sem verða hin ýmsu skemmti- atriði, svo sem fjöldasöngur, leik- ir og töfrabrögð þar sem Issi mun meðal annars stíga á svið. Fjöldi fyrirtækja hefur styrkt söfnunina Fjöldi fyrirtækja styrkir veisluna og má þar á meðal nefna TG Raf ehf., sem er í eigu Tómasar, bróður Hjör- dísar, og Ó. Johnson & Kaaber sem Issi starfar hjá. Hann hefur einnig leitað til allra fiskvinnslufyrirtækj- anna í Grindavík með ósk um styrk og hafa þau öll tekið vel í beiðni hans og lagt inn á söfnunarreikn- inginn. Allir styrkir sem berast renna óskertir til Garðars og fjölskyldu hans. Markmið Issa og Hjördísar er að gera grillveisluna að árleg- um viðburði á Sjóaranum síkáta sem virkilega snertir sjómenn og vilja þau því heiðra sjómenn og fjölskyldu þeirra. „Við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Samstaða í svona góðu sam- félagi er okkur öllum dýrmæt og því finnst mér okkur bera skylda til þess að sýna virðingu gagnvart sjómönnum og þessari hátíð sjó- manna. Það eina sem við Hjördís förum fram á er að allir sem mæti sýni heimili okkar tillitssemi og virðingu. Söfnunarbaukur verður í grill- veislunni en þeir sem ekki komast á staðinn og vilja styrkja málefnið geta lagt inn á styrktarreikning 542-14- 407676, kennitala: 201176-5739. n „Samstaða í svona góðu samfélagi er okkur öllum dýrmæt. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Veikindi Vinirnir Jóhann og Garðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.