Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 4
Helgarblað 5.–8. júní 20154 Fréttir
M
ér finnst þetta bara vera
fjárkúgun, við upplifum
þetta þannig,“ segir Linda
Dröfn Jónsdóttir, annar
eigenda flutningafyrir-
tækisins Sendó ehf., sem er allt ann-
að en sátt með viðskiptahætti Já.
Linda er ósátt með að Sendó þurfi
að reiða fram tugi þúsunda króna
til að kaupa út flennistóra auglýs-
ingu frá samkeppnisaðila fyrir ofan
skráningu fyrirtækisins á já.is. Þá
hefur DV tölvupóst frá sölumanni Já
undir höndum þar sem upplýst er að
ef fyrirtæki kaupa auglýsingapakka
sem kostar á þriðja hundrað þúsund
krónur fá þau að velja sér tíu fyrir-
tæki, sem ekki kaupa þjónustu af Já,
til að festa sínar auglýsingar við.
Sölustjóri Já segir að markmið
fyrir tækisins sé að þjónusta aug-
lýsendur sem allra best og bjóða við-
skiptavinum auglýsingapláss sem
eru laus.
Eigendur Sendó hyggjast kvarta
undan viðskiptaháttum Já til Neyt-
endastofu, en það yrði ekki í fyrsta
skipti sem fyrirtæki gera það vegna
sambærilegra mála.
Fá samkeppnisaðila í andlitið
Forsaga málsins er að sögn Lindu að
sölumaður Já.is fór að hafa samband
við Sendó með það fyrir augum að
selja fyrirtækinu auglýsingapakka.
Fyrir þá sem ekki vita þá kostar það
fyrirtæki að fá lógó sín upp í leitar-
niðurstöðum Já.is, fá svokallaða
vörumerkjasíðu, vera ofarlega þegar
leitað er að ákveðnum leitarorðum
og fá auglýsingar á síðunni. Þegar
leitað er eftir Sendó á Já.is kemur upp
nafn fyrirtækisins og heimilisfang. En
til að sjá símanúmerið þarf að smella
á nafnið til að fá það upp og fara inn
á það sem yrði vörumerkjasíða fyr-
irtækisins, með auglýsingu, sögu,
myndum og fleiru. Linda segir að
henni hafi verið boðinn auglýsinga-
pakki sem kostar 296 þúsund krón-
ur á ári fyrir utan virðisaukaskatt. Á
hana runnu þó tvær grímur þegar
hún fór að skoða málið nánar.
„Ég tók eftir því sjálf að fyrir ofan
okkar skráningu er alltaf tiltekin aug-
lýsing frá sama samkeppnisaðilan-
um, Flutningur.is. Svo ég spyr sölu-
manninn út í það. Þá segir hann að
af því að við erum ekki að kaupa
auglýsingapláss hjá Já, þá sé auglýs-
ingaplássið fyrir ofan okkar skrán-
ingu í raun og veru laust. Og þá getur
samkeppnisaðili keypt það og fengið
að festa sig þar fyrir ofan.“
Linda kveðst hafa orðið reið þegar
hún uppgötvaði þetta.
Þurfa að kaupa út keppinautinn
„Það væri allt í lagi ef þetta væri aug-
lýsingaborði sem rúllar með mis-
munandi auglýsingum. Þá væri
manni sama. En þeir setja auglýs-
ingu fyrir ofan okkur sem er villandi
að því leytinu til að þeir eru í sama
bransa og við. Hvað veit fólk þegar
það fer þarna inn að þessi síða sé ekki
bara heimasíðan okkar? Og til þess
að ég geti losnað við að þessi aðili sé
fastur fyrir ofan mig verð ég að kaupa
af þeim þjónustu. Það ódýrasta sem
ég get keypt er á 80 þúsund krónur á
ári. Þá sagði sölumaðurinn, orðrétt í
tölvupósti: „Já, og þá fer ég bara í það
að taka auglýsinguna frá þeim út og
við gerum ykkar ásýnd fallegri“.“
Linda segir að hún hefði vel getað
hugsað sér að kaupa auglýsinga-
pakka af Já.is en ekki fyrst svona væri
í pottinn búið. „Þetta læt ég ekki
bjóða mér. Ég læt ekki hafa mig að
fífli. Ég velti fyrir mér hvort þeir séu
að setja þessa tilteknu auglýsingu
samkeppnisaðila þarna fyrir ofan
mig til að ýta við mér og kaupa hann
út – en þetta hefur þveröfug áhrif á
mig. Ég er ekki tilbúin að þurfa að
borga tugi þúsunda til að losna við
þennan samkeppnisaðila fyrir ofan
okkur.“
Geta valið sér fyrirtæki til að
festa sig við
Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur
DV undir höndum tölvupóst sem
veitir innsýn inn í viðskiptahætti Já.
Þar svarar sölumaður Já fyrirspurn
Lindu um áðurnefndan auglýsinga-
pakka. Þar spyr hún hreint út hvort
hún geti valið sér fyrirtæki til að festa
auglýsingu Sendó fyrir ofan ef hún
keypti auglýsingapakkann – líkt og
keppinautur Sendó hefur gert. Og þá
hjá hversu mörgum.
Því svarar sölumaðurinn játandi.
„Ef þú kæmir í pakka 2 þá getur þú
stillt þinni auglýsingu upp við 10
fyrir tæki.“
Með öðrum orðum fyrirtæki sem
ekki kaupa þjónustu eða auglýsinga-
pakka af Já. Linda segir að hún hafi
verið orðlaus þegar hún fékk svarið.
„Ef ég kaupi þennan pakka þá
fæ ég að velja mér tíu fyrirtæki, eða
fórnar lömb eins og ég lít á málið, sem
ég get hengt mig á og auglýst fyrir
ofan. Þetta er með ólíkindum,“ segir
Linda og bætir við að þessar upplýs-
ingar hafi ekki legið uppi á borðum.
Ekki fyrr en hún spurði sérstaklega út
í hvort þetta stæði til boða.
Linda kveðst hafa fengið þau
svör frá Já.is að þar á bæ hefðu þess-
ir viðskiptahættir verið bornir undir
Neytendastofu sem ekki hafi gert
athugasemd við þá. „Ég er sjálf búin
að hafa samband við Neytendastofu
og þeir skoða hvert og eitt mál. Ég á
bara eftir að fara með þetta formlega
þangað en ég á tíma hjá lögfræðingi í
vikunni sem ætlar að semja með mér
formlega kvörtun.“
Markmiðið að þjónusta
auglýsendur sem best
DV leitaði viðbragða Já við umkvört-
unum forsvarsmanna Sendó. Dagný
Laxdal, sölustjóri Já, segir að mark-
mið fyrirtækisins sé að þjónusta aug-
lýsendur sem allra best og býður
sínum viðskiptavinum auglýsinga-
pláss sem eru laus. „Fyrirtækin velja
sér leitarorð sem þeim hentar og þau
geta jafnframt birt auglýsingu þar
sem tækifæri er til og passar við þær
leitir sem henta þeirra atvinnustarf-
semi.“
Aðspurð hvort að Já finnist eðli-
legt að fyrirtæki geti með því að
kaupa ákveðna pakka valið sér önn-
ur fyrirtæki í samkeppnisrekstri til
að festa auglýsingar sínar við segir
Dagný að þegar auglýsingar og aug-
lýsingapakkar eru seldir sé það hlut-
verk starfsmanna að kynna það sem
þeim fylgir, alla þá möguleika og þau
tækifæri sem bjóðast og eru innifalin.
Aðspurð hvort fyrirtækið telji að í
þessu felist ekki ákveðin þvingun til
viðskipta bendir Dagný á að öllum
sé valfrjálst hvort þeir kaupi auglýs-
ingar á Já.is eða ekki. Reynslan sýni
að viðskiptavinir séu ánægðir með
að fá kynningu á þeim fjölmörgu
leiðum sem Já.is býður auglýsend-
um.
„Auglýsendur sjá tækifæri til að
koma vörum og þjónustu á framfæri
á skilvirkan hátt þar sem er verið að
leita að þeirra þjónustu – og notend-
ur njóta ókeypis þjónustu sem færir
þeim viðeigandi leitarniðurstöður á
sekúndubroti.“
Fleiri leitað til Neytendastofu
Í desember síðastliðnum greindi
Morgunblaðið frá því að fyrirtækið
VB Landbúnaður hefði lagt fram
kvörtun til Neytendastofu vegna Já.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins
taldi að fyrirtæki væru þvinguð til að
auglýsa á síðunni. Þar var haft eftir
Sigríði Margrét Oddsdóttur, forstjóra
Já, að vefurinn væri ókeypis fyrir not-
endur vegna auglýsingatekna. Benti
hún á að fyrirtæki hafa forkaupsrétt
á auglýsingaplássinu fyrir ofan eigin
skráningu, en ef þau nýti sér það ekki
séu plássin einfaldlega seld. Hafn-
aði hún því alfarið að í því fælist ein-
hvers konar þvingun.
DV fékk þær upplýsingar hjá
Neytendastofu að nokkur fyrirtæki
hefðu leitað til stofnunarinnar vegna
Já á skömmum tíma, án þess að úr
því hefði orðið formleg kvörtun í
öllum tilfellum. Niðurstaðan í máli
VB Landbúnaðar varð sú að Neyt-
endastofa taldi ekki ástæðu til að að-
hafast frekar. En öll mál eru skoðuð
sérstaklega. Ljóst er að mál Sendó er
sambærilegt en þó ekki nákvæmlega
eins og mál VB Landbúnaðar, sér-
staklega með tilliti til þessa tilboðs
um að viðskiptavinir geti handvalið
sér fyrirtæki til að auglýsa yfir. n
511 1710
svanhvit@svanhvit.is
www.svanhvit.is
FYRIRTÆKJA
ÞJÓNUSTA
Við sækjum og sendum
endurgjaldslaust.
Sparaðu starfsfólki tíma og fjármuni.
Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki.
Finnst þau kúguð til að
kaupa út keppinauta
n Boðið að velja sér fyrirtæki til að auglýsa við í pakka frá Já n Ætla að kvarta til Neytendastofu
Keppinautur birtist Á efri myndinni má sjá hvernig leitarniður-
stöður birtast þegar leitað er að Sendó á Já.is. Neðri myndin sýnir
hvernig skráning þeirra birtist eftir að smellt hefur verið til að fá
nánari upplýsingar. Þá blasir við stór auglýsing frá samkeppnisaðila
fyrir ofan.Ósáttir eigendur Linda Dröfn og eiginmaður hennar, Örn Steinar Arnarson, eiga flutningafyrirtækið Sendó. Þau
ætla að senda kvörtun til Neytendastofu vegna Já.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is