Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Side 6
6 Fréttir Helgarblað 5.–8. júní 2015 PARTÝ L Æ K JA R G A T A HA RP A HLJÓMSKÁLA GARÐUR TJÖRNIN START LITAHLAUPIÐ HEFST Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM LITAHLAUPIÐ ENDAR Í EPÍSKU EFTIRPARTÝI 1 KM LITASTÖÐ 2 KM LITASTÖÐ 3 KM LITASTÖÐ 4 KM LITASTÖÐ START PARTÝ TÓNLIST, LITIR, HLAUP OG GLEÐI Miðborg Reykjavíkur mun iða af lífi á laugardag þegar litahlaup Alvogen fer fram í fyrsta sinn á Íslandi. Við bjóðum alla borgarbúa velkomna í Hljómskálagarðinn til að verða vitni að einstökum viðburði. ALVOGEN Á LEIÐ Í MIÐBÆINN Lyfjafyrirtækið Alvogen er bakhjarl hlaupsins sem tileinkað er réttindum og velferð barna. Fyrirtækið vinnur nú að byggingu Hátækniseturs í Vatnsmýrinni sem verður fullbúið í ársbyrjun 2016. Innan setursins verður unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja og yfir 200 ný störf munu skapast fyrir háskólamenntaða Íslendinga. LITRÍKASTA HLAUP SUMARSINS! The Color run er 5 kílómetrar að lengd og hefst í Hljómskála- garðinum kl. 11:00 og stendur fram eftir degi í mikilli litagleði og undir dúndrandi tónlist. UNICEF, Rauði krossinn og Íþróttasamband fatlaðra njóta góðs af hlaupinu þar sem fimm milljónir króna renna til samtakanna. C hristel Einvarðsson, 87 ára kona frá Akranesi, er á meðal tuga augnsjúklinga sem hafa ekki fengið lyfið Eylea, þrátt fyrir að þurfa nauðsynlega á því að halda. Af þeim sökum hefur sjón hennar hrakað. Sá skaði verður ekki bættur. Ástæðan er sú að heimildir Landspítalans til að gefa sjúklingum lyfið hafa verið fullnýttar fyrir þetta ár. Eins og DV greindi frá á þriðjudaginn herma heimildir blaðsins að þrjátíu sjúklingar fái lyfið og þegar sá kvóti er fylltur þurfa hinir sem þurfa á því að halda að fá annað, lakara lyf. Því má segja að Christel sé í hópi þeirra óheppnu sjúklinga sem eru númer 31 röðinni. Blind á öðru auga Hún er með sjúkdóm sem kallast vot hrörnun í augnbotnum. Hann lýsir sér þannig að bjúgur myndast í aug- unum sem verður til þess að bleyta myndast í þeim. Christel er búin að vera í með- ferð vegna sjúkdómsins undanfarin sjö til átta ár. Hún er blind á öðru auga en er enn með sæmilega sjón á hinu. Vegna þess að hún fær ekki dýrasta lyfið, Eylea, þarf hún að fá eina sprautu á mánuði í þrjá mánuði í senn af ódýrara lyfi til að halda sjúk- dómnum í skefjum. Ef hún fengi Eylea þyrfti hún ekki að fara eins oft til að fá sprautu því lyfið myndi virka betur á hana. „Ég væri ósjálfbjarga ef ég fengi ekki þessa meðferð en ég gæti séð fyrir horn ef ég fengi dýra lyfið,“ segir Christel sem býr einsömul. Hefði viljað lyfið fyrir löngu Hún er að vonum ósátt við að eiga ekki kost á að fá Eylea. „Auðvitað vill maður fá það lyf og að hafa fengið það fyrir löngu, en svona er Ísland í dag.“ Christel segir að læknirinn hennar í Reykjavík hafi hvatt hana til að skrifa lyfjanefnd Lyfjastofnunar og kvarta yfir ástandinu en hún hefur ekki gert það enn. „Hún segir við mig að hún ráði því ekki hvort ég fái þetta dýra lyf.“ Læknirinn aldrei talað um það Margrét Bára, 63 ára dóttir henn- ar, er með sama sjúkdóm. Margrét er sprautuð með lyfinu Avastin en veit ekki hvort hún þarf líka á Ey- lea að halda. „Læknirinn minn hef- ur aldrei talað um þetta augnlyf. Það þýðir ekkert að gefa manni einhverj- ar vonir þegar bara 30 manns fá þetta. En augnlæknirinn hennar mömmu segir að þetta sé besta lyfið.“ Ár er liðið síðan Margrét Bára greindist með sjúkdóminn. „Ég vakn- aði og sá ekkert með hægra auganu. Ég var með svartan blett, en núna sé ég í gegnum blettinn.“ Mamma er engri lík Hún segir móður sína vera einstaka konu, sem getur bjargað sér sjálf þrátt fyrir sjúkdóminn. „Hún er óskaplega dugleg kona, hún mamma. Hún er engri lík.“ Eins og DV greindi frá nemur kostnaður ríkisins við einn sjúkling sem þarf á þessum dýru augnlyfjum að halda á bilinu ein til einnar og hálf- rar milljónar króna á ári. „Ef þeir vilja hafa mann inni á stofnun frekar en að maður maður tóri heima hjá sér, þá væri það ábyggilega ekkert ódýrara,“ segir Christel. Tíu prósent þurfa Eylea Einar Stefánsson, prófessor í Hún er númer 31 í röðinni Christel Einvarðsson, 87 ára kona frá Akranesi, er á meðal tuga sjúklinga sem fá ekki lyfið Eylea vegna sparnaðar í Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Ég væri ósjálf-bjarga ef ég fengi ekki þessa meðferð en ég gæti séð fyrir horn ef ég fengi dýra lyfið. Mæðgur Christel og Margrét eru með sama augnsjúkdóminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.