Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 7
Fréttir 7Helgarblað 5.–8. júní 2015
PARTÝ
L
Æ
K
JA
R
G
A
T
A
HA
RP
A
HLJÓMSKÁLA
GARÐUR
TJÖRNIN
START
LITAHLAUPIÐ HEFST Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM
LITAHLAUPIÐ ENDAR Í EPÍSKU EFTIRPARTÝI
1 KM LITASTÖÐ
2 KM LITASTÖÐ
3 KM LITASTÖÐ
4 KM LITASTÖÐ
START
PARTÝ
TÓNLIST, LITIR, HLAUP OG GLEÐI
Miðborg Reykjavíkur mun iða af lífi
á laugardag þegar litahlaup Alvogen
fer fram í fyrsta sinn á Íslandi.
Við bjóðum alla borgarbúa velkomna
í Hljómskálagarðinn til að verða vitni
að einstökum viðburði.
ALVOGEN Á LEIÐ Í MIÐBÆINN
Lyfjafyrirtækið Alvogen er bakhjarl hlaupsins sem
tileinkað er réttindum og velferð barna. Fyrirtækið
vinnur nú að byggingu Hátækniseturs í Vatnsmýrinni
sem verður fullbúið í ársbyrjun 2016. Innan setursins
verður unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja og
yfir 200 ný störf munu skapast fyrir háskólamenntaða
Íslendinga.
LITRÍKASTA HLAUP SUMARSINS!
The Color run er 5 kílómetrar að lengd og hefst í Hljómskála-
garðinum kl. 11:00 og stendur fram eftir degi í mikilli litagleði
og undir dúndrandi tónlist.
UNICEF, Rauði krossinn og Íþróttasamband fatlaðra njóta góðs
af hlaupinu þar sem fimm milljónir króna renna til samtakanna.
Hún er númer 31 í röðinni
heilbrigðiskerfinu
augnlækningum, segir að lyf
ið Avastin sem Margrét Bára tek
ur, sé prýðisgott við votri hrörnun
í augnbotnum. „Við erum fyllilega
sátt við að nota það sem okkar að
allyf og það virkar vel fyrir flesta. En
við áætlum að það virki ekki nógu
vel fyrir um 10 prósent af þeim sem
eru með sjúkdóminn. Þar virkar Ey
lea betur. Okkar tillaga hefur verið
að halda áfram að nota Avastin sem
grunnlyf, meðal annars vegna þess
að það er mjög ódýrt, en geta gripið
til dýrara lyfsins hjá þeim hópi sem
annars vegar svarar ekki Avastin
og svo eru vissir hópar þar sem við
vitum að Eylea virkar betur.“
700 fengu 4.000 sprautur
Sprauturnar sem mæðgurnar fá eru
mjög algengar á Landspítalanum. Á
síðasta ári voru um 700 einstakling
um gefnar um 4.000 sprautur til að
sporna við sjónhimnusjúkdómum.
Að sögn Einars er lyfjainndæling
í auga algengasta aðgerðin á
Landspítalanum en þessi meðferð
var ekki í boði fyrir tíu árum.
„Þetta hefur verið hrein guðsgjöf
fyrir þennan sjúklingahóp og mjög
mörgum þeirra hefur verið forðað
frá blindu. En um leið þýðir þetta
aukinn lyfjakostnað og aukna heil
brigðisþjónustu,“ segir Einar.
40 milljarða munur
Einar segir ástæðuna fyrir skorti á
dýrustu augnlyfjunum vera þá að
Ísland sé komið niður fyrir níu pró
sent af þjóðartekjum til heilbrigðis
mála á meðan Skandinavía sé í
kringum ellefu prósent. „Munurinn
er kannski í kringum 40 milljarðar
á ári. Þetta er afleiðing þess að við
erum að verja minna fé til heil
brigðismála en þjóðirnar í kringum
okkur. Þetta er ein af þessum raun
verulegu afleiðingum. Það þýðir
ekkert að horfa á fólkið sem er að
framkvæma þessa vondu stefnu.
Það er ákvörðun Alþingis að svelta
heilbrigðiskerfið sem hefur þessar
afleiðingar,“ segir hann. n
2. júní 2015
Vikublað 2.–4. júní 2015
6 Fréttir
Heill heimur af pylsum!
Hrísateig 47
Pylsur á pönnuna
en einnig úrvals skinkur og álegg á veisluborðið
að ógleymdri svínasultunni, beikoninu og ýmsu öðru góðgæti.
Gæðapylsur og skinkur án allra auka-
og fylliefna og án MSG. Framleiddar eftir
uppskriftum frá öllum heimshornum.
Íslenskt kjöt – íslensk framleiðsla!
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
UPPFYLLIR
SKILYRÐI
NÁLARAUGANS
Paleo
GABS
SCD
Margir hafa sagt upp
T
ala geislafræðinga sem hafa
sagt upp störfum fer nú hækk
andi en stjórnarmenn í Fé
lagi geislafræðinga (FG), sem
DV náði tali af, töldu að þeir væru að
minnsta kosti 20 í heildina.
Fyrir helgi greindi Fréttablaðið frá
því að átta geislafræðingar hefðu sagt
upp störfum, meðal annars vegna
aukins vinnuálags sem hefur orðið í
kjölfar verkfalls geislafræðinga.
DV náði tali af stjórnarmönnum
FG sem sögðust hafa heyrt af upp
sögnunum og töldu að um 20 geisla
fræðingar væru nú búnir að segja upp
störfum. Einhverjir hefðu sagt upp
störfum fyrir síðasta fimmtudag og
fleiri bæst í hópinn undanfarna daga.
Ekki hefur náðst á Katrínu Sig
urðardóttur, formann Félags geisla
fræðinga, né talsmann Landspítalans
við vinnslu fréttarinnar til að fá frek
ari upplýsingar um málið en ljóst er
að uppsagnirnar munu hafa gríðarleg
áhrif á starfsemi spítalans. n
johannskuli@dv.is
20 geislafræðingur flýja Landspítalann í kjaradeilum
Landspítalinn Fjöldi geislafræðinga
hefur sagt upp störfum.
Sjón tuga einstaklinga í
hættu vegna lyfjaskorts
n Fjöldi sjúklinga fær ekki Eylea vegna skorts á fjármagni n Kvóti á sjúklinga
T
ugir íslenskra augnsjúklinga
geta beðið tjóns á sjón vegna
þess að þeir fá ekki lyfin sem
þeir þurfa á að halda.
Skortur er á fjórum nýjum
augnlyfjum hjá Landspítalanum en
brýnasta þörfin er á lyfjunum Ozur
dex og Eylea. Fjöldatakmarkanir
eru við lýði hjá Lyfjaafgreiðslunefnd
hvað ákveðin lyfseðilsskyld lyf varð
ar og heimildir Landspítalans til að
gefa sjúklingum þessi augnlyf hafa
þegar verið fullnýttar fyrir þetta ár.
Athugasemdir við kvóta
Lyfjanefnd Landspítalans hefur far
ið fram á að Lyfjaafgreiðslunefnd
endurskoði þann fjölda sjúklinga
sem fær Eylea en því hefur verið hafn
að á þeirri forsendu að ekki sé nægt
fjármagn fyrir hendi. Lyfjanefnd
hefur einnig gert athugasemdir við
að verið sé að setja kvóta á fleiri lyf.
Heimildir DV herma að 30 sjúklingar
hafi átt kost á lyfjunum á þessu ári og
er sá kvóti nú fullnýttur.
Kostnaður ríkisins við einn sjúk
ling sem þarf á þessum augnlyfjum
að halda er á bilinu ein til ein og hálf
milljón króna á ári.
Óafturkræft sjóntap
Aðspurður segir Einar Stefánsson,
prófessor í augnlækningum, að fái
fólkið ekki bestu lyfin strax geti það
tapað sjón. „Það tjón verður strax
og getur verið óafturkræft. Það er
marktækur munur á því hversu vel
lyfin virka og það kemur fram í sjón
einstaklinganna,“ segir Einar.
Lyfin eru fyrst og fremst notuð
til að forða fólki frá frekari sjón
skerðingu og blindu en einnig til að
bæta úr þeirri sjónskerðingu sem
þegar er orðin. Þetta er fólk sem
glímir við hrörnun í augnbotnum en
einnig er meðal annars um að ræða
sjúklinga með sjónhimnubjúg vegna
sykursýki.
Hrörnun heilbrigðiskerfisins
„Okkur hefur verið sniðinn mjög
þröngur stakkur. Við getum ekki
boðið sumum sjúklingum okkar upp
á bestu mögulegu meðferðina,“ segir
Einar, sem er mjög ósáttur við þenn
an kvóta á sjúklinga. „Ég horfi á þetta
sem almenna hrörnun heilbrigðis
kerfisins. Því er að hrörna hratt og á
mörgum sviðum. Þetta er bara eitt
dæmi um það.“
Ástæðan sem velferðarráðu
neytið hefur gefið fyrir þessum kvóta
er sú að fjárheimildir úr fjárlögum
duga ekki til að allir sjúklingar sem
á þurfi að halda geti fengið dýrustu
meðferðina. Þess vegna þurfi að for
gangsraða og gæta aðhalds.
Áætlaður fjöldi sjúklinga
Vegna þessara breytinga hefur Lyfja
nefnd gefið út áætlanir fyrir þann
fjölda sjúklinga sem þarf lyfin og í
framhaldinu er áætlað fjármagn fyrir
lyfjunum.
Mestur ágreiningur hefur verið
uppi um augnlyfin, enda er sá hóp
ur sem þarf á þeim að halda mun
stærri en Lyfjanefnd áætlaði að þyrfti
á þeim að halda í upphafi.
Samkvæmt heimildum DV hefur
Lyfjanefnd fundað stíft vegna máls
ins og hefur hún leitað sér lögfræði
legrar aðstoðar til að kanna hvort
löglegt sé að þessi kvóti á sjúklinga
sé við lýði.
Ert þú í hópi þeirra sem ekki fá
þetta lyf eða önnur lyf vegna kostn-
aðar? Við hvetjum þá sem standa í
þeim sporum að hafa samband við
blaðið. n
„Það tjón verð-
ur strax og get-
ur verið óafturkræft. Það
er marktækur munur á
því hversu vel lyfin virka
og það kemur fram í sjón
einstaklinganna.
Eylea Tugir fólks geta tapað sjón fái það
ekki lyfið Eylea.
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Framkvæmt í
Neskaupstað
Brettaverksmiðja er tekin að rísa
í Neskaupstað. Tandraberg ehf.
stendur að baki framkvæmdun
um en framleiðsla á að geta hafist
í ágúst. Unnt verður að framleiða
um 600 bretti á dag. Fyrirtækið
hefur á undanförnum árum smíð
að um 60 þúsund bretti árlega en
Síldarvinnslan, Eskja og Loðnu
vinnslan eru á meðal stærstu
kaupenda. Þetta kemur fram í til
kynningu frá Síldarvinnslunni.
Að auki er verið að byggja nýtt
lager og viðgerðahús á svæðinu
auk þess sem undirbúningsfram
kvæmdir við stækkun fiskiðjuvers
Síldarvinnslunnar eru hafnar.
Loks áformar Fjarðanet hf. að
reisa nýja netagerð á hafnarsvæð
inu.
Blásól Jóns
Ásgeirs
gjaldþrota
Eign ar halds fé lag Jóns Ásgeirs Jó
hann es son ar, Þú Blá sól ehf., var
úr sk urðað gjaldþrota þann 20.
maí síðastliðinn. Fé lagið rataði í
fjölmiðla eftir að greint var frá því
að Pálmi Har alds son, sem kennd
ur er við Fons, hefði lánað því
einn millj arð
króna. Lánið
var greitt inn á
persónulegan
tékkareikning
Jóns Ásgeirs.
Mbl.is fjall
aði um málið
í gær og vísaði
í skiptaloka
tilkynningu í Lögbirtingablaðinu.
Þar sagði að Pálmi og Jón Ásgeir
hefðu komið sér saman um
að lánið yrði notað til greiðslu
Blásólar á hluta af Formúlu1
kappakstursliðinu Williams.
Keyrir 700 kílómetra fyrir lakara lyf
Sæmundur fékk að prófa einn skammt af Eylea og fann strax mun
Þ
etta er alveg skelfilegt,“
segir Sæmundur Einars
son, sem er mjög ósáttur
að hafa ekki fengið augn
lyfið Eylea undanfarin ár.
Tugir Íslendinga fá ekki lyfið
vegna þess að kvótinn hjá Land
spítalanum, sem hljóðaði upp á
30 sjúklinga, er búinn. Sæmund
ur er því einn þeirra óheppnu
sem eru númer 31 í röðinni.
Hann er með vota hrörnun í
augnbotni og hefur síðustu sjö
til átta ár þurft að keyra tæpa
700 kílómetra, frá Langanesi til
Reykjavíkur, í hverjum mánuði
til að komast í sprautur með
ódýrara lyfi, Avastin. Hann
er reyndar nýbyrjaður að fá
sprautur á Akureyri, sem sparar
honum ferðalagið til muna, en
hann þarf þó af og til að keyra til
Reykjavíkur.
„Ég er búinn að bíða eftir
þessu lyfi síðan farið var að fram
leiða það og flytja inn. Ég er með
tvo augnlækna og þeir hafa sagt:
„Það vantar peninga, það vant
ar peninga“.“ Á sama tíma hefur
sjón hans farið versnandi.
Þegar Sæmundur, sem er 64
ára, fór síðast í sprautu, fyrir
ellefu dögum, fékk hann loks að
prófa Eylea. „Læknarnir mínir
fóru í þetta á fullu. Ég átti ekki að
fá lyfið en þeir gátu logið út einn
skammt. En svo er framhaldið
algjörlega óráðið,“ segir hann
og bætir við að hann hafi strax
fundið mikinn mun á sér.
Sæmundur hefur óskað eftir
því að fá að borga lyfið sjálfur en
það hefur ekki verið til umræðu.
„Læknarnir mínir segja mér að
þetta sé bara þriðja flokks heil
brigðiskerfi,“ segir hann. „Þeir
vilja að ég fái þetta lyf, því ég er
með þeim yngri sem eru með
þennan sjúkdóm en því miður
þá vantar peninga.“ n
freyr@dv.is
Sæmundur Einarsson
Þarf að keyra frá Langanesi til
Reykjavíkur til að fá augnlyf.
„Læknarnir vilja að ég fái
þetta lyf, því ég er með þeim
yngri sem eru með þennan sjúkdóm
en því miður þá vantar peninga.