Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 8
8 Fréttir Helgarblað 5.–8. júní 2015
Ekinn aðeins 19 þús km. - Uppgefin eyðsla er 8,4 L
í blönduðum akstri. - Bíll sem tekur 7 fullorðna
Sæti fellanleg niður í gólf ( Stow and Go )
Hliðarhurðir á báðum hliðum - Álfelgur
Tölvustýrð miðstöð - ofl.
Lækkað verð:
5.990 þús.
Chrysler Voyager Diesel 3/ 2011 ←
ÚRVAL
FÆÐUBÓTAREFNA
Glæsibæ & Holtagörðum
Netverslun: www.sportlif.is
Sterkustu
brennslu-
töflur í
Evrópu
Kærir meinta
nauðgun í dag
n eitt dramatískasta sakamál síðari ára n tvær meintar fjárkúganir og nauðgunarkæra
a
tburðarásin sem fór af stað
í hádeginu á föstudaginn
fyrir viku og það sem síð
an hefur komið á daginn
myndar einhverja drama
tískustu atburðarás sem ratað hefur
í fjölmiðla á síðustu árum. Í dag,
föstudag, hyggst Hlín Einarsdóttir
leggja fram kæru til lögreglu vegna
meintrar nauðgunar. Samkvæmt
yfirlýsingu Malínar Brand, systur
Hlínar, er um fyrrverandi samstarfs
mann Hlínar að ræða. DV hefur
ítrekað leitað viðbragða hjá mann
inum en hann hefur ekkert viljað tjá
sig um málið.
Sérsveitin handtók þær
Föstudaginn 30. maí voru fjölmiðla
systurnar Malín Brand og Hlín
Einarsdóttir handteknar sunnan
Vallahverfis í Hafnarfirði af sérsveit
Ríkislögreglustjóra. Handtakan átti
sér stað í kjölfar þess að hótunarbréf,
merkt eiginkonu forsætisráðherra,
Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, barst á
heimili þeirra hjóna. Bréfið var sent
með pósti og fékk fjölskyldan það í
hendurnar síðdegis á fimmtudag.
Bréfið var ómerkt. Í kjölfarið hafði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
samband við lögreglu.
Ekki er búið að upplýsa um inni
hald bréfsins en samkvæmt heimild
um DV var hótunarbréfið að hluta
handskrifað og að hluta til samsett
úr stafaúrklippum.
„Blandaðist inn í vitleysu“
Systurnar voru í haldi lögreglu í sól
arhring og við yfirheyrslur játuðu
þær báðar aðild sína að málinu. Í
kjölfar frétta af málinu sendi Malín
Brand frá sér yfirlýsingu þar sem
hún sagði mannorð sitt ónýtt því
hún „blandaðist inn í vitleysu“. Þá
sagði hún enn fremur að hún hafi
ekki trúað því að nokkur tæki bréf
systur sinnar alvarlega og segir það
hafa komið flatt upp á sig: „… vegna
þess að ég bjóst ekki við að það sem
hún væri að gera, að einhver myndi
virkilega taka mark á því.“
Malín segist hafa beðið í bíln
um „… á meðan hún ætlar að athuga
hvort sitt ætlunarverk hafi tekist en
þegar ég sé í hvað stefnir þá ætla ég
bara að keyra í burtu, því þetta var
ekki það sem ég hafði hugsað mér.“
Maður kærir aðra meinta
fjárkúgun
Í kjölfar frétta af fjárkúguninni mætti
maður á lögreglustöðina við Hverfis
götu í Reykjavík í hádeginu á miðviku
dag og lagði fram kæru vegna fjárkúg
unar á hendur systrunum. Sú kæra
var ekki tengd þeirri fjárkúgun sem
systurnar höfðu játað að hafa tekið
þátt í og beindist gegn forsætisráð
herra, Sigmundi Davíð Gunnlaugs
syni, og fjölskyldu. Þessi kæra snerist
um það að systurnar hafi kúgað út úr
manni fé eftir að hafa ásakað hann
um að hafa nauðgað Hlín laugar
dagskvöldið 4. apríl síðastliðinn. Með
kærunni lagði maðurinn fram hljóð
upptöku af símtali sem hann átti við
Malín.
Var á flokksþingi þegar hún tók
við fénu
Malín Brand sá um að hafa samskipti
við manninn sem áttu sér fyrst stað
mánudaginn 6. apríl, tveimur dög
um eftir að meint nauðgun átti að
hafa átt sér stað. Samkvæmt heim
ildum DV voru manninum gefnir af
arkostir, greiða 700 þúsund krónur í
síðasta lagi í hádeginu daginn eftir og
vera þannig laus allra mála. Ef hann
legði ekki fram umrædda upphæð
myndi Hlín leggja fram kæru gegn
manninum. Samkvæmt heimildum
DV höfðu vinir mannsins eindregið
lagt það til að umrædd upphæð yrði
ekki greidd en þar sem málið lá mjög
þungt á honum ákvað hann að greiða
upphæðina. Malín Brand tók við pen
ingunum þann 11. apríl en þá var hún
við störf á flokksþingi Framsóknar
flokksins. Malín starfar sem blaða
maður Morgunblaðsins en verður í
leyfi til 1. ágúst. Samkvæmt öruggum
heimildum DV var kvittunin skrifuð á
bréfsefni Morgunblaðsins.
„Velti fyrir sér að kæra“
Í kjölfar frétta af seinni fjárkúguninni
sendi Malín aftur yfirlýsingu á fjöl
miðla þar sem hún útskýrði þátt sinn.
Yfirlýsingin barst fjölmiðlum í gær en
þar sagði Malín að Hlín hafi hringt í
hana að kvöldi laugardagsins 4. apríl
og að hún hafi verið í miklu uppnámi
og sagt að henni hafi verið nauðgað
af fyrrverandi samstarfsfélaga sínum.
„Hún velti þá fyrir sér að kæra
manninn. Hann reyndi að ná sam
bandi við hana daginn eftir en hún
vildi ekki tala við hann. Í kjölfarið
áttum við samskipti þar sem ég lýsti
reiði minni en hann lagði áherslu,
samkvæmt mínum skilningi, á að fá
hana til að kæra ekki.“
Þá sagði hún einnig að Hlín hafi
beðið hana að keyra sig á bráðamót
töku fyrir þolendur kynferðisofbeldis
þar sem hún fékk aðhlynningu og
skoðun.
Greiðslan sögð miskabætur
„Ástand hennar að mati starfsfólks
þar benti til að hún hefði orðið fyr
ir nauðgun. Maðurinn lagði áherslu
á að mannorðs síns vegna myndi
nauðg unarkæra, hvort sem hún
leiddi til ákæru og sakfellingar eða
ekki, valda sér miklum hnekki. Systir
mín féllst á þessi sjónarmið og úr varð
sátt með greiðslu miskabóta.“
Það var síðan rétt fyrir sex í gær
kvöldi sem lögfræðingur Hlínar
Einarsdóttur, Kolbrún Garðarsdóttir,
staðfesti í samtali við DV að skjól
stæðingur sinn myndi leggja fram
kæru vegna nauðgunar hjá lögreglu í
dag, föstudaginn 5. júní. n
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
„Ástand hennar að
mati starfsfólks
þar benti til að hún hefði
orðið fyrir nauðgun
Malín Brand
Kærir Hlín
Einarsdóttir hefur
verið kærð fyrir
tvær fjárkúganir.
Mynd SiGtryGGur Ari