Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 10
10 Fréttir Helgarblað 5.–8. júní 2015
Komdu
til oKKar
...Eða leigðu lyftu og
gErðu við bílinn sjálf/ur
auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562
Við gerum
Við bílinn
faglegar
Viðgerðir
Nærri uppselt
UNICEF og Rauði krossinn hafa
staðið fyrir neyðarsöfnun til
styrktar þolendum jarðskjálftans
mikla í Nepal. Liður í því eru
styrktartónleikar sem lyfjafyrir
tækið Alvogen stendur fyrir og
rennur andvirði seldra miða
óskert til samtakanna. Nú þegar
hafa 1.000 miðar selst og að
eins 100 miðar óseldir. Andvirði
miðasölu verður skipt jafnt á milli
samtakanna og er víst að rúmlega
fimm milljónir munu safnast.
Fjármunirnir renna óskertir til
hjálparstarfs á vegum UNICEF og
Rauða krossins í Nepal.
Nokkrir af vinsælustu tón
listarmönnum Íslands hafa
ákveðið að leggja verkefninu
lið og munu koma fram á tón
leikunum sem haldnir verða í
Silfurbergi í Hörpu þann 6. júní
næstkomandi. Tónleikarnir
hefjast kl. 21.00 og fram koma
Bubbi og Dimma, Retro Stef
son, Amabadama og Ylja ásamt
Sigríði Thorlacius.
Gripnir
glóðvolgir
Laust eftir klukkan þrjú aðfara
nótt fimmtudags svaraði lög
reglan á höfuðborgarsvæðinu
tilkynningu um innbrot í austur
borginni. Það var starfsmaður
Öryggismiðstöðvarinnar sem
tilkynnti um innbrot og þjófnað
í húsnæði. Hann sagði að tveir
menn væru inni í húsinu og
óskaði eftir lögreglu á staðinn.
Lögregla kom á staðinn og hand
tók mennina. Í bifreið þeirra var
nokkuð af ætluðu þýfi. Mennirnir
voru vistaðir í klefa.
Rjúpum hefur fjölgað
Aðeins var aukning á Norðaustur- og Suðurlandi
R
júpnatalningum á vegum
Náttúrufræðistofnunar Ís
lands vorið 2015 er lokið. Sam
andregið fyrir öll talninga
svæði var meðalfjölgun rjúpna 8
prósent á milli áranna 2014 og 2015.
Stofnbreytingar voru mismun
andi eftir landshlutum og aðeins
á Norðausturlandi og Suðurlandi
var aukning. Í öðrum landshlutum
fækkaði rjúpum eða stofninn stóð í
stað.
Reglubundnar sveiflur í stofn
stærð sem taka 10 til 12 ár hafa ein
kennt íslenska rjúpnastofninn.
Þessar sveiflur hafa breyst í kjöl
far friðunar 2003 og 2004 og sam
dráttar í veiði frá 2005 og er nú mun
styttra milli hámarka en áður, að því
er kemur fram í tilkynningu frá Nátt
úrufræðistofnun.
Í sögulegu samhengi er
rjúpnafjöldinn 2015 undir meðallagi
alls staðar nema á Norðausturlandi
og Austurlandi. Mat á veiðiþoli
rjúpnastofnsins og nánari greining
á ástæðum fjölgunar munu liggja
fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varp
árangri rjúpna, afföllum 2014 til 2015
og veiði 2014. n freyr@dv.is
Rjúpa Í sögulegu
samhengi er rjúpna-
fjöldinn undir meðallagi
alls staðar nema á
Norðausturlandi og
Austurlandi. Mynd dV
Stundin leitar að
nýjum hluthöfum
n Stjórnin samþykkti hlutafjáraukningu n Vilja fá inn nýja en litla hluthafa
S
tjórn Útgáfufélagsins Stund
arinnar ehf. hefur sam
þykkt að auka hlutafé félags
ins með því að bjóða til sölu
eignarhluti í fjölmiðlinum.
Greint er frá ákvörðun stjórnarinnar á
vef Fjölmiðlanefndar og að tilkynning
um hlutafjáraukninguna hafi borist
nefndinni þann 29. maí síðastliðinn.
„Þetta er vinna sem er í gangi og
það lá fyrir þegar við stofnuðum mið
ilinn að við ætluðum að bjóða fólki að
kaupa lítinn hlut í blaðinu og fá inn
marga litla hluthafa. Það er stefnan,“
segir Ingibjörg Dögg Kjartansdótt
ir, ritstjóri og einn eigenda Stundar
innar, í samtali við DV.
2,5 milljóna hámark
Samkvæmt heimildum DV hafa
eigendur fjölmiðilsins meðal annars
rætt við fjársterka einstaklinga úr ís
lensku viðskiptalífi. Einkahlutafé
lagið var stofnað í lok síðasta árs en
Stundin hóf göngu sína um miðjan
febrúar. Fjölmiðillinn er í eigu Ingi
bjargar, Jóns Trausta Reynissonar,
framkvæmdastjóra Stundarinnar og
ritstjóra, Heiðu B. Heiðarsdóttur, Jóns
Inga Stefánssonar og einkahlutafé
lagsins Góður punktur. Það er aftur í
eigu Reynis Traustasonar, fyrrverandi
ritstjóra DV, og Halldóru Jónsdóttur
sjúkraliða. Allir fimm hluthafar fé
lagsins eiga fimmtungshlut í því sam
kvæmt skráningu Fjölmiðlanefndar
um eignarhald fjölmiðilsins.
„Það er þak á því hversu mikið nýir
hluthafar geta keypt fyrir og við höf
um haldið þeirri stefnu sem við lögð
um upp með að fá með okkur sem
flesta og sem breiðast eignarhald.
Eftir sem áður mun sá hópur sem
stofnaði Stundina eiga meirihluta í
henni,“ segir Ingibjörg og svarar að
spurð að nýir hluthafar geti ekki keypt
sig inn í félagið fyrir hærri upphæð en
tvær og hálfa milljón króna.
Reynir Traustason segir í samtali
við DV að langt sé liðið síðan stjórnin
hafi heimilað hlutafjáraukninguna.
Aðspurður um hversu mikið eigi að
auka hlutafé félagsins svarar Reynir
að hann hafi þær upplýsingar ekki á
reiðum höndum.
„Þetta er eins og við lögðum upp
með í upphafi en ég man ekki þess
ar tölur,“ segir Reynir. Ekki náðist í Jón
Trausta Reynisson, ritstjóra og fram
kvæmdastjóra Stundarinnar.
Slógu met með hópfjármögnun
Stundin, sem í vikunni gaf út sitt
fimmta tölublað og rekur einnig vef
miðil, var stofnaður með tilstuðlan
hópfjármögnunar í gegnum vefsíð
una Karolina Fund. Söfnunin vakti
mikla athygli enda slógu aðstand
endur hennar nokkur met á hóp
fjármögnunarsíðunni. Þar var hægt
að gerast áskrifandi að miðlinum
og kaupa auglýsingar til styrktar
góðgerðarmála að eigin vali. Átak
ið hófst 5. janúar síðastliðinn og
einungis einum degi síðar höfðu
stofnendurnir safnað 32 prósentum
af markmiðum sínum eða rúmlega
1,2 milljónum króna. Var það besta
byrjun í sögu Karolina Fund. Ein
um degi síðar var markmiðinu um
að safna fimm milljónum króna til
rekstursins náð. Tæpum mánuði
síðar var annað met slegið, 45 þús
undir evra, eða tæpar 50 milljónir
króna, höfðu safnast, eða 152 pró
sent af upphaflegu markmiði. n
„Það er þak á því
hversu mikið nýir
hluthafar geta keypt fyrir.
Hluti eigenda-
hópsins Jón Ingi
Stefánsson, Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir,
Jón Trausti Reyn-
isson og Heiða B.
Heiðarsdóttir eiga
öll 20 prósenta hlut í
Stundinni.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is