Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Síða 16
16 Fréttir
E
inar K. Guðfinnsson, þing-
maður Norðvesturkjör-
dæmis og forseti Alþingis,
hringdi í Guðmund Árna-
son, ráðuneytisstjóra fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins,
síðasta sumar til að gera grein fyrir
óánægju viðskiptavina Sparisjóðs
Bolungarvíkur vegna samruna fyr-
irtækisins við Sparisjóð Norður-
lands. Einar fullyrðir að hann hafi
einungis komið áhyggjum af viss-
um þáttum sameiningarinnar áleið-
is og að samskiptin hafi ekki falið í
sér nein tilmæli af hans hálfu. For-
stjóri Bankasýslu ríkisins hefur full-
yrt að Guðmundur hafi í tvígang, í
júní og júlí 2014, haft samband við
hann til að hafa áhrif á val á stjórn-
arformanni sameinaðs sparisjóðs
og að fá stjórnarfundi fyrirtækis-
ins frestað. Ráðuneytið hafnaði
ásökununum í síðustu viku en hef-
ur staðfest að Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra, hafi
óskað eftir því við ráðuneytisstjór-
ann að upplýsingum um óánægju
heimamanna yrði komið á framfæri
við Bankasýsluna.
„Sjálfur hringdi ég eitt sím-
tal í fjármálaráðuneytið og átti
sömuleiðis annað samtal við for-
stjóra Bankasýslunnar og greindi frá
þessum áhyggjum en það var ekki
um nein óeðlileg afskipti að ræða.
Ég taldi hins vegar, vegna þess að ég
hafði áhyggjur af þessu máli, mikil-
vægt að þessar upplýsingar kæmust
skilmerkilega á framfæri,“ segir Ein-
ar.
Átti stofnfé í sjóðinum
Einar er Bolvíkingur og staðfest-
ir í samtali við DV að hann hafi
verið stofnfjárhafi í Sparisjóði
Bolungarvíkur og eigi stofnfé í
Sparisjóði Norðurlands eftir sam-
eininguna sem gekk í gegn í júlí í
fyrra.
„Ég er stofnfjáreigandi eins og
svo margir í bænum en hef ekki sótt
aðalfundi núna um langt árabil.
Mér var kunnugt um þessa óánægju
og ég benti þeim sem voru að ræða
þessi mál við mig á að koma óá-
nægju sinni á framfæri. Ég geri mér
grein fyrir mikilvægi þessarar stofn-
unar fyrir samfélagið og hafði mikl-
ar áhyggjur af því að mál væru að
skipast í óefni en sem betur fer varð
það ekki,“ segir Einar.
Aðspurður hvað hann og aðrir
viðskiptavinir sparisjóðsins óttuð-
ust svarar Einar að áhyggjur þeirra
hafi snúist um það hvort samein-
ingin ætti eftir að leiða til þess að
sjóðurinn yrði ekki áfram „spari-
sjóður byggðarlagsins“. Margir hafi
rætt það við hann að ef svo færi
ættu ýmsir viðskiptavinir fyrirtækis-
ins eftir að taka fjármuni sína út úr
sparisjóðinum.
„Það var fólk í bænum sem talaði
við mig og hafði miklar áhyggjur af
framtíð sparisjóðsins. Eins og áður
segir kom ég þessum ábendingum
með kurteisislegum hætti á fram-
færi og taldi það skyldu mína að
gera það.“
Stjórnarfundinum var frestað
Líkt og áður segir hefur Jón Gunnar
Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkis-
ins, fullyrt að að Guðmundur Árna-
son hafi haft samband við hann síð-
asta sumar til að hafa áhrif á val á
stjórnarformanni hins sameinaða
sparisjóðs og að stjórnarfundi hans
yrði frestað. Ásakanirnar komu fyrst
fram í umsögn Bankasýslu ríkisins
við frumvarp Bjarna Benediktsson-
ar, fjármála- og efnahagsráðherra,
um meðferð og sölu eignarhluta rík-
isins í fjármálafyrirtækjum. Ráðu-
neytið hefur hafnað þeim en for-
stjórinn ítrekað að hann standi við
þær að öllu leyti og að hann telji
meint tilmæli ráðuneytisstjórans
ekki vera í samræmi við lög þar sem
það sé hlutverk kjörinna stjórna að
skipta með sér verkum og kjósa sér
formann, en ekki eigenda nema
samþykki kveði svo á um. Íslenska
ríkið á í dag 79,2 prósent í Sparisjóði
Norðurlands en átti 90,9 prósent af
stofnfé Sparisjóðs Bolungarvíkur.
Hólmgeir Karlsson, stjórnar-
formaður Sparisjóðs Norðurlands,
segir í samtali við DV að Jón Gunnar
hafi gert honum grein fyrir meintum
tilmælum ráðuneytisstjórans stuttu
eftir að samruninn gekk í gegn. Ekki
náðist í Guðmund við vinnslu frétt-
arinnar.
„Ég get staðfest að þetta varð til
þess að við þurftum að fresta fyrsta
stjórnarfundi sameinaðs sparisjóðs
um nokkra daga,“ segir Hólmgeir en
hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig
um málið.
Urðu undir
Áður en sameiningin gekk í gegn í
lok júní í fyrra höfðu stjórnir spari-
sjóðanna tveggja rætt hvernig skipta
ætti ábyrgðarstöðum á milli sjóð-
anna. Samkvæmt heimildum DV
var þá meðal annars samið um stað-
setningu höfuðstöðvanna, kenni-
tölu og nafn sparisjóðsins, en einnig
Helgarblað 5.–8. júní 2015
GleðileGt sumar
12” til 24” barnareiðhjól, verð frá kr. 25.900,-
Frábært úrval reiðhjóla og aukahluta • Mikið úrval af reiðhjólahjálmum
Focus Whistler 4.0
29“ ál stell-Tektro Auriga
Vökvabremsur- Shimano Deore
Afturskiptir- 27 gíra. Kr.119.000
Focus raVeN rooKie DoNNa 1.0
26“ ál stell-Promax V-Bremsur-Shimano 21 gíra Focus raVeN rooKie 1.026“ ál stell-Promax V-Bremsur-
Shimano 21 gíra
Kr.69.900Kr.69.900
Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími:565 2292
Forseti Alþingis lýsti
áhyggjum Bolvíkinga
Hafði samband við ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins vegna skipanar stjórnarformanns
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Útibúið í Bolungarvík Kosið var um
Ráðuneytisstjórinn Guðmundur
Árnason.
Forstjóri Bankasýslunnar Jón Gunnar
Jónsson.
Boða til þög-
ulla mótmæla
BHM og Félag íslenskra hjúkr-
unarfræðinga hafa boðað til þög-
ulla mótmæla við Stjórnarráð-
ið í dag, föstudag, kl. 9.15 og þar
til ríkisstjórnarfundi lýkur. Fé-
lagsmenn eru hvattir til að fjöl-
menna en yfir 2.000 manns hafa
boðað komu sína á Facebook.
Engin lausn virðist í sjónmáli í
deilu BHM og Félags hjúkrunar-
fræðinga við ríkið en ríkið hef-
ur þar lagt áherslu á að fylgt sé
þeirri línu sem lögð var í nýlegum
samningum Samtaka atvinnulífs-
ins við VR og Flóabandalagið en
á það fallast BHM og hjúkrunar-
fræðingar ekki.
Einungis konur
í bæjarstjórn
Einungis konur munu sitja fyrsta
fund bæjarstjórnar Fjarðabyggð-
ar eftir sumarleyfi, að því er Aust-
urfrétt greinir frá. Fjarðalistinn
lagði fram tillögu um kvennafund-
inn í tilefni þess að 100 ár verða
liðin frá því að íslenskar konur
fengu kosningarétt þann 19. júní.
Kvennafundurinn átti upphaflega
að verða síðasti bæjarstjórnar-
fundur fyrir sumarfrí sem er í dag,
föstudag. Af því gat þó ekki orðið
og var honum því frestað. Konur
voru í fyrsta skipti í meirihluta á
síðasta bæjarstjórnarfundi, eða sjö
konur gegn tveimur körlum. Að
loknu sumarleyfi verða fimm kon-
ur fastafulltrúar í bæjarstjórninni
en fjórir karlar.