Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Síða 17
Fréttir 17
S
parifélagið hf. ætlar að leggja
fram tilboð í alla stofnfjár-
hluti Arion banka í AFLi
sparisjóði, stærsta sparisjóði
landsins. Félagið hefur sent bank-
anum gögn um að það hafi að bera
nægan fjárhagslegan styrk til að fá
efnt kauptilboð sitt og uppfylli lág-
marks eiginfjárkröfur Fjármála-
eftirlitsins (FME) til sparisjóðsins.
Þetta staðfestir Ingólfur H. Ing-
ólfsson, fjármálaráðgjafi og einn
eigenda Sparifélagsins, en hann
segir Arion banka nú skoða gögn-
in og að búist sé við svari á næstu
dögum. Aðspurður hverjir verði á
bak við væntanlegt tilboð svarar
Ingólfur að fyrir utan hann og aðra
22 innlenda hluthafa Sparifélagsins
komi einnig þrír erlendir fjárfestar
að því.
„Það eru erlendir fjárfestar og
við getum því miður ekki upplýst
strax hverjir eru í þessum hópi en
ég get staðfest að ég leiði hann.
Við ætlum okkur að stórefla spari-
sjóðinn og setja inn meira eigið fé
og reka það módel sem við höfum
kynnt síðan 2010 og gengur und-
ir nafninu Sparibankinn, sem yrði
fjármálastofnun á landsvísu,“ segir
Ingólfur.
Vilja efla AFL
Ingólfur segir Sparifélagið ætla
að bæta eiginfjárstöðu AFLs sem
varð til við sameiningu Spari-
sjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs
Skagafjarðar árið 2008. Eins og
DV hefur greint frá uppfyllir sjóð-
urinn ekki að fullu eiginfjárkröfu
FME. Rannsókn á lánasafni AFLs,
sem farið var í á síðasta ári, leiddi
í ljós 454 milljóna króna virðisrýrn-
un lánasafns sjóðsins. Arion banki
eignaðist 95 prósent í AFLi við yf-
irtöku á Sparisjóði Mýrasýslu árið
2009 og á í dag 99,3 prósent í hon-
um. Bankinn ákvað um miðjan
apríl síðastliðinn að setja sjóðinn
í söluferli en Samkeppniseftirlitið
hefur gert honum að selja hann fyr-
ir 1. ágúst næstkomandi.
„Við ætlum að stórefla sjóðinn
og setja inn meira eigið fé. Okkur
er alvara enda taka þessir erlendu
fjárfestar ekki þátt í neinum leik-
araskap,“ segir Ingólfur.
Horft til samruna
Ljóst er að hópur Ingólfs er ekki
eini fjárfestahópurinn sem ætlar að
gera tilboð í stofnfjárhlutina í AFLi.
DV greindi í apríl frá því að Tryggvi
Þór Herbertsson, fyrrverandi þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, hefði
tekið að sér að aðstoða hóp fjárfesta
sem vill kaupa sjóðinn með það
fyrir augum að sameina hann við
fleiri sparisjóði. Í byrjun maí sagði
DV síðan frá því að Tryggvi hefði
meðal annars rætt við Kaupfélag
Skagfirðinga (KS) um mögulega
aðkomu fyrirtækisins að tilboð-
inu og að hann hafi einnig leitað til
nokkurra fjársterkra einstaklinga
og fyrirtækja á Norðurlandi vestra.
Róbert Guðfinnsson, fjárfestir og
athafnamaður frá Siglufirði, stað-
festi þá í samtali við DV að hann
hefði afþakkað boð Tryggva um að
ganga til liðs við hópinn.
Samkvæmt heimildum DV horf-
ir hópur Tryggva einnig til þess að
leggja Sparisjóði Norðurlands til
nýtt stofnfé og komast þannig inn
í eigendahóp fyrirtækisins. Ingólf-
ur segir Sparifélagið einnig horfa
til Sparisjóðs Norðurlands. Félagið
vilji auka eigið fé sjóðsins og sam-
eina hann og AFL sparisjóð. Spari-
félagið hefur lengi viljað kaupa hlut
Bankasýslu ríkisins í sparisjóðum.
Í október 2013 greindi Viðskipta-
blaðið frá því að félagið væri full-
fjármagnað og að það hefði safn-
að fjárfestingarloforðum upp á 7,4
milljónir evra, jafnvirði 1,1 millj-
arðs króna. n
Helgarblað 5.–8. júní 2015
FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ
ekki gera upp a mil li,
al lir eiga skilid Baby Foot!
,
FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT
Forseti Alþingis lýsti
áhyggjum Bolvíkinga
hverjir fengju stöðu stjórnarfor-
manns og sparisjóðsstjóra. Á end-
anum varð það hins vegar svo að
stjórnarformaðurinn og sparisjóðs-
stjórinn komu frá Sparisjóði Norð-
urlands, höfuðstöðvarnar eru stað-
settar á Dalvík og kennitala og nafn
Sparisjóðs Norðurlands voru notuð.
Heimildir herma að ýmsir stofnfjár-
eigendur Sparisjóðs Bolungarvíkur
hafi gert ráð fyrir að fulltrúi þeirra
fengi stjórnarformannssætið. Var þá
meðal annars horft til Önnu Sigríð-
ar Jörundsdóttur, fyrrverandi stjórn-
armanns Sparisjóðs Bolungarvíkur
og núverandi stjórnarmanns Spari-
sjóðs Norðurlands.
Eins og DV greindi nýverið frá
hefur Fjármálaeftirlitið (FME) gef-
ið stjórnendum Sparisjóðs Norð-
urlands frest til seinni hluta júní-
mánaðar til að tryggja að sjóðurinn
uppfylli eiginfjárkröfu stofnunar-
innar. Eiginfjárhlutfallið hefur ver-
ið talsvert undir viðmiði FME síðan
farið var í 207 milljóna króna niður-
færslu á lánasafni sem tilheyrði áður
Sparisjóði Bolungarvíkur. n
Sparisjóðs Norðurlands
sameiningu Sparisjóðs Bolungarvíkur og Sparisjóðs Norðurlands þann 27. júní í fyrra.
Leggja fram tilboð í
stærsta sparisjóðinn
Sparifélagið ætlar að bjóða í AFL sparisjóð líkt og hópur Tryggva Þórs Herbertssonar
„Okkur er alvara
enda taka þess-
ir erlendu fjárfestar ekki
þátt í neinum leikaraskap
Baráttan um AFL Ingólfur H. Ingólfsson
hefur fengið erlenda fjárfesta til að koma
að tilboði í AFL sparisjóð en fjárfestahópur
sem Tryggvi Þór Herbertsson hefur leitt
saman ætlar einnig að leggja fram tilboð í
stofnfjárhluti Arion banka í sjóðnum.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson átti
stofnfé í Sparisjóði Bolungarvíkur