Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 18
18 Fréttir Helgarblað 5.–8. júní 2015 „Ótrúlegt að vinna öll þrjú málin“ B laðakonan Erla Hlyns- dóttir hafði aðeins starfað á DV í tvo mánuði þegar hún skrifaði grein í júlí 2007 sem leiddi til þess að hún var ákærð fyrir meiðyrði. Tvær ákærur bættust svo við og í öllum tilvikum nema einu dæmdu ís- lenskir dómstólar Erlu í óhag. Í eitt skipti vann hún mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur en Hæstiréttur Íslands sneri ákvörðuninni. En Erla neitaði að gefast upp og nú eftir átta ár stendur hún uppi með pálmann í höndunum. Þrisvar sinnum hefur hún borið sigur úr býtum gegn ís- lenska ríkinu fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu. Í öllum þremur málunum var íslenska ríkið dæmt brotlegt gegn 10. grein Mann- réttindasáttmála Evrópu en sú grein fjallar um tjáningarfrelsi. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning og mikill léttir. Eins undarlega og það hljómar þá er nánast skrítin til- finning að vera ekki með dómsmál í gangi einhvers staðar,“ segir Erla og hlær. „Þetta síðasta mál fannst mér borðleggjandi en samt leyfði ég mér ekki að vera of bjartsýn. Mér fannst eitthvað ótrúlegt við það að vinna öll þrjú málin en svo varð það niðurstaðan“, segir Erla og greini- legt er að fargi er af henni létt. Aðspurð hvaða skilaboð þessar niðurstöður séu að senda íslensk- um dómstólum segir Erla: „Þetta er að senda íslenskum dómstólum þau skilaboð að dómaframkvæmd- in í meiðyrðamálum hefur verið „út úr kú“. Það féll mikill fjöldi dóma gegn blaðamönnum yfir ákveðið tímabil og eftir því sem dómunum fjölgaði þá sá fólk, sem var ósátt við umfjöllun um sig, sér leik á borði með því að fara með mál fyrir dóm- stóla. Á tímabili gat fólk nánast gert ráð fyrir því að blaðamaðurinn yrði dæmdur ef það færi í mál.“ Erla bendir á að í nokkrum íslensk- um málum hafi dómar fallið vegna „ósmekklegheita“. „Það var reyndar ekki svo í mínum málum en þess voru dæmi að dómar féllu af því að dómn- um fannst eitthvað ósmekk- legt í um- fjöllun- inni. Þetta var svo tengt persónulegu mati dómara í stað þess að vera háð lagabókstafn- um.“ En hvert er álit hennar á ís- lensku réttarkerfi og hverju hefur baráttan skilað? „Ég neita því ekki að á tímabili hrundi trú mín á ís- lenskum dómstólum. Hins vegar er mikilvægast að dómstólar dragi lærdóm af þeim áfellisdómi sem felst í niðurstöðum Mannréttinda- dómstólsins og sem betur fer er ég farin að sjá breytingar til hins betra. Mín barátta virðist því ætla að leiða af sér jákvæðar breytingar.“ Verjandi hennar í öll- um málunum fyrir Mann- réttindadómstólnum var Gunnar Ingi Jó- hannsson, hæsta- réttarlögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka. Að hans sögn er það afar sjaldgæft að einhver vinni þrjú mál fyrir dómstólnum, í raun séu þau tilvik teljandi á fingrum annarr- ar handar sem er merkilegt í ljósi þess að um 50.000 mál berast til dóms- ins á hverju ári. Ferl- ið hefur tekið langan tíma en Gunnar Ingi sendi kærurnar í öll- um þremur málunum út til Strassborgar á sama tíma en niðurstöðurn- ar berast 2012, 2014 og nú 2015. Gunnar Ingi flutti einnig mál Bjarkar Eiðsdóttur fjöl- miðlakonu sem vann sambærilegt mál gegn íslenska ríkinu árið 2012. Málflutn- ingurinn fer allur fram skriflega þannig að Gunnar Ingi hefur ekki fengið að stíga á svið í þessu höfuð- vígi mannréttinda í Evrópu. Átti upptökur í Strawberries- málinu Tvö mál, Byrgismálið og Strawberries-málið, eiga það sam- eiginlegt að Erla tók viðtal við aðila sem tengdust því og hafði beinar tilvitnanir eft- ir viðmælendum í blaðagrein- um um málið. Í Byrgismálinu sat hún í dómsal þar sem viðmæl- andi fullyrti að hún kannaðist ekki við ummælin og Erla hafði ekki gögn í höndunum til þess að sanna mál sitt. „Þetta var bara tveim- ur mánuðum eftir að ég byrjaði í blaðamennsku og þá eyddi ég alltaf upptökunum þegar ég var búin fullvinna málið og greinin birt, gjörsamlega bláeygð fyrir mögulegri kæru. Síðan þetta gerðist hef ég hins vegar pass- að mig gríðarlega varðandi upp- tökur viðtala og því var það mik- ið áfall þegar ég var dæmd fyrir Strawberries-málið. Í því máli var ég dæmd fyrir ummæli sem ég hafði orðrétt eftir viðmæl- anda og með fylgdi upptaka sem staðfesti það. Samt dugði það ekki til og svo langt gekk vitleysan að mér var synjað um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Íslands,“ sagði Erla. Þriðja málið, Kókaínsmyglararn- ir, var hins vegar annars eðlis, en þar var Erla dæmd ásamt ritstjóra DV fyrir forsíðu blaðsins og að hafa ekki sett nægan fyrirvara í fréttinni. Erla stillti sjálf ekki upp forsíðunni en fréttin var unnin upp úr ákæru vegna máls sem var rekið fyrir dómstólum gegn stefnanda. Mál sem stefnandi var síðar dæmdur saklaus í. n n Alslemma í Strassborg n Áfellisdómur fyrir dómstóla n Dómaframkvæmd að breytast Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is 15 sinnum dæmt Ísland Frá árinu 1959–2015 hafa 15 dómar fallið gegn Íslandi á vettvangi Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Þar af tengjast fimm mál brotum ríkisins gegn tjáningarfrelsi þegnanna. Af þessum málum snúa þrjú að Erlu Hlynsdóttur eins og áður segir en hin málin snúast að fjölmiðlakonunni Björk Eiðsdóttur og rithöfundinum Þor- geiri Þorgeirsyni. Mál Bjarkar snerist um ummæli sem hún hafði eftir dansmey á nektardansstaðnum Goldfinger og birt- ist í Vikunni og dómur í því máli féll Björk í hag árið 2012. Mál Þorgeirs er hins vegar öllu eldra, en dómur Mannréttinda- dómstólsins Þorgeiri í hag, féll 25. júní 1992. Þorgeir var dæmdur fyrir meiðyrði í garð lögreglunnar í Reykjavík en Mannréttindadómstóllinn taldi að þær hömlur sem settar voru á tjáningarfrelsi hans hafi verið í andstöðu við 10. grein Mannréttindadómstólsins. Það leiddi til þess að þáverandi dómsmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, skipaði nefnd til þess að fara yfir dóminn og athuga hvort að tilefni væri til þess að lögfesta Mannréttindasáttmála Evrópu hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.