Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 19
Fréttir 19 Átta ára barátta Erlu Hlynsdóttur - frá 5. júlí 2007 til 2. júní 2015 n 5. júlí 2007 Kókaínsmyglararnir, grein birtist í DV. n 31. ágúst 2007 Byrgið, grein um ástandið á meðferðarheimilinu birtist í DV. n 4. desember 2008 Byrgið, dómur fellur í Héraðsdómi Reykja- víkur. Erla dæmd sek og gert að greiða skaðabætur. Dómari: Anna M. Karlsdóttir. n 26. febrúar 2009 Strawberries, grein birtist í DV. n 26. júní 2009 Kóka- ínsmyglararnir, dómur fellur í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Erla er dæmd sak- laus en stefnandi áfrýjaði dómnum. Dómari: Hervör Þorvaldsdóttir. n 21. desember 2009 Strawberries, dómur fellur, Erlu í óhag, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Henni er gert að greiða bætur. Dómari: Sigríður Ólafsdóttir. Erlu var synjað um áfrýj- unarleyfi og því var málið ekki tekið fyrir í Hæstarétti. n 18. febrúar 2010 Byrgið, dómur fellur, Erlu í óhag, í Hæstarétti og er henni gert að greiða skaðabætur. Dómarar: Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Markús Sigur- björnsson. n 11. mars 2010 Kókaínsmyglararn- ir, dómur fellur í Hæstarétti. Dómi úr héraði er snúið við og Erlu er gert að greiða skaðabætur. Dómarar: Ingi- björg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. n 10. júlí 2012 Mannréttindadóm- stóll Evrópu úrskurðar að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsi Erlu Hlynsdóttur í tengslum við hið svokallaða Strawberries-mál. n 21. október 2014 Mannréttinda- dómstóll Evrópu úrskurðar að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsi Erlu Hlynsdóttur í tengslum við Byrgismálið. n 2. júní 2015 Mannréttindadóm- stóll Evrópu úrskurðar að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsi Erlu Hlynsdóttur í tengslum við málið sem varðaði kókaínsmyglarana. Helgarblað 5.–8. júní 2015 Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Byrgismálið Eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, Helga Haraldsdóttir, kærði Erlu og tvo viðmælendur hennar fyrir umfjöll- un um málið í DV, þann 31. ágúst 2007, og meinta þátttöku Helgu í refsiverðu athæfi. Sett var út á beinar tilvitnanir sem Erla hafði eftir tveimur viðmælend- um sínum. Aðeins var sakfellt fyrir hluta af ummælunum sem Erla var ákærð fyrir. Erla tapaði málinu bæði í héraðsdómi og Hæstarétti en athygli vakti að misræmi var á milli dómstóla í hvaða ummæli þeir töldu refsiverð. Niðurstaða: 400.000 króna sekt. Dómarar: Markús Sigurbjörnsson, Ingi- björg Benediktsdóttir og Árni Kolbeinsson „Hræddir kóka- ínsmyglarar“ Titillinn er tilvísun í forsíðu DV og grein sem birtist í blaðinu þann 5. júlí. tveimur mánuðum eftir að Erla hóf störf á blaðinu. Rúnar Þór Róbertsson kærði Erlu og rit- stjóra DV á þeim tíma, Sigurjón M. Egilsson, fyrir þessa fyrirsögn og ummæli í blaðinu. Fyrirsögnin „Hræddir fíkniefnasalar“ vísaði í mál sem verið var að reka fyrir dómstólum gegn Rúnari Þór á þeim tíma sem greinin kom út. Málið sneri að fíkniefnainnflutningi og vann Erla blaðagreinina að mestu upp úr ákærunni. Rúnar Þór var síðan sýknaður á báðum dómstigum. Síðar fékk hann þungan dóm í svokölluðu Papeyjarsmygl- máli. Erla og Sigurjón unnu málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur sneri ákvörðuninni og var Erlu aðallega gert að sök að hafa ekki sett fyrirvara við fullyrðingarnar sem birtust í greininni. Niðurstaða: 125.000 króna sekt. Dómarar: Markús Sigurbjörnsson, Ingi- björg Benediktsdóttir og Garðar Gíslason Strawberries-málið Viðar Már Friðfinnsson, einn eigenda Strawberries, kærði Erlu fyrir ummæli sem hún hafði beint eftir viðmælanda sem hafði lent í átökum við Viðar inni á áður- nefndum skemmtistað. Ummælin voru þessi: „Hann (stefnandi) er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þara inni. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hann verður eiginlega að gera upp hug sinn um hvort hann telur mig hafa verið laminn eða sig.“ Einnig var ákært fyrir millifyrir- sögn í texta sem tengdist ummælunum, „Orðrómur um mafíuna“. Niðurstaða dómsins var sú að ærumeiðandi aðdrótt- un hafi átt sér stað með því að bendla stefnanda við mafíuna og skilaboð dómsins voru í raun á þá leið að hún hefði þurft að færa sönnur á að fullyrðingar viðmælanda væru sannar. Erla var dæmd sek. Niðurstaða: 200.000 króna sekt. Athygli vakti að Erlu var synjað um áfrýjunarleyfi fyrir Hæstarétt Íslands. Þetta var fyrsta málið sem Erla vann fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og var dómstóllinn sérstaklega harðorður í garð Sigríðar Ólafsdóttur, dómara við Hér- aðsdóm Reykjavíkur. Dómstóllinn sagði einfaldlega að engar haldbærar forsendur lægju fyrir ákvörðun hennar og dómurinn væri afar ósannfærandi. Þau dæmdu Erlu í Hæstarétti Ingibjörg Benediktsdóttir hæsta- réttardómari Ingibjörg dæmdi Erlu í óhag í málunum hennar tveimur sem fóru fyrir Hæstarétt, svokölluðum Byrgis- og Kóka- ínsmyglaramálum. Ingibjörg lét af störfum sem hæstaréttardómari 1. mars 2014. Markús Sigurbjörnsson hæstarétt- ardómari Markús er núverandi forseti Hæstaréttar. Hann dæmdi Erlu í óhag í tveimur málum hennar sem fóru fyrir Hæstarétt; Byrgis- og Kókaínsmyglara- málum. Árni Kolbeinsson hæstaréttar- dómari Dæmdi Erlu í óhag í Byrgismálinu svokallaða. Árni lét af störfum sem hæsta- réttardómari 1. mars 2014. „Það er ótvírætt að dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins er farin að hafa veruleg áhrif á íslenska dómstóla þegar kemur að málum sem varða tjáningar- frelsið,“ segir Katrín Smári Ólafsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Lausnum Lögmannsstofu. „Áhrifin felast m.a. í því að Mannréttindadómstóllinn hefur við mat sitt á réttmæti ummæla gengið afar langt í því að meta viðkomandi ummæli heildstætt og í samhengi við annað sem sagt er. Þá hefur dómstóllinn lagt ríka áherslu á raunverulegt inntak þeirra orða eða hugtaka sem um ræðir. Þá á ég við að ef þau orð eða hugtök sem um er deilt hafa ekki einhlíta merkingu í tungumálinu þá megi ekki „stökkva“ á þá meiningu eða túlkun þeirra sem er neikvæðust. Þá er samhengi birtingarinnar sem slíkrar skoðað og metið, til dæmis ef umfjöllunin varðar málefni sem hefur verið mikið í deiglunni – í tengslum við refsimál eða önnur dómsmál sem eru til meðferðar eða rannsóknar, háttsemi þess sem um- mælin beinast að og ekki síst staða hans í þjóðfélaginu auk þess sem framsetning viðkomandi ummæla eða blaðagreina skiptir miklu máli. Sem dæmi um áhrif þessarar dómaframkvæmdar MDE mætti nefna nýlegan dóm í máli sem sneri að Agli „Gillzenegger“ Einarssyni, en þar gekk Hæstiréttur mjög langt í því að meta einstök ummæli í samhengi við annað sem áður hafði fram komið í umræðunni,“ segir Katrín. Að sögn Katrínar hefur sú gagnrýni Mannréttindadómstólsins sem lýtur að framkvæmd íslenskra dómstóla einkum beinst að því að hérlendir dómstólar virðist hafa verið að skipta sér af bæði verklagi og efnistökum blaðamanna sem og því að þeir beiti ekki aðferðarfræði dómstólsins (MDE) eða alltént að þess sjáist ekki glögg merki í viðkomandi dómsforsendum. Garðar Gíslason hæstaréttardómari Dæmdi Erlu í óhag í svokölluðu Kóka- ínsmyglaramáli. Þetta eru málin þrjú Dómaframkvæmdin „farin að hafa veruleg áhrif á íslenska dómstóla“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.