Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 5.–8. júní 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 24 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þögnin rofin Það er ekki hægt að lifa á þessu Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, segir lífeyrisþega hafa setið eftir. – DV Tengdasonur Gunnlaugs Sævars í stjórn Árvakurs Breytingar urðu á eignarhaldi og stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á aðalfundi fé­ lagsins sem fór fram undir lok maímánaðar. Óskar Magnússon, fyrrverandi útgefandi blaðsins, seldi huti sína í félaginu og Katrín Pétursdóttir, eigendi og forstjóri Lýsis, og Friðbjörn Orri Ketilsson komu ný inn í stjórn Árvakurs. Friðbjörn Orri, sem er líklega helst þekktur fyrir að hafa ver­ ið um tíma ritstjóri vefmiðilsins AMX, tekur sæti í stjórn félags­ ins ásamt ýmsu þekktu fólki úr viðskiptalífinu. Auk Katrínar og Friðbjörns Orra er stjórn Árvak­ urs skipuð þeim Sigurbirni Magn- ússyni, sem er meðal annars lög­ maður Ísfélags Vestmannaeyja, Ásdísi Höllu Bragadóttur, eiganda heimahjúkrunarfyrirtækisins Sinnum og fyrrverandi bæjar­ stjóra Garðarbæjar, og Bjarna Þórði Bjarnasyni, aðstoðarfram­ kvæmdastjóra verðbréfafyrirtæk­ isins Arctica Finance. Friðbjörn Orri er tengdasonur Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnar­ formanns Ísfélagsins, sem er stærsti einstaki hluthafi útgáfufé­ lags Morgunblaðsins. Lömuð nefnd Athygli vekur að endurupptöku­ nefnd er hálflömuð vegna beiðni Ólafs Ólafssonar um að Al Thani­ málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju. Formaður nefndarinnar Björn Bergsson, Þórdís Ingadóttir nefndarmaður og varamaður hennar, Sigurður Tómas Magn­ ússon hafa öll ákveðið að víkja vegna náinna tengsla við emb­ ætti sérstaks saksóknara. Er áleitin spurning hvort fulltrú­ ar í slíkri nefnd eigi ekki að vera óháðari ákæruvaldinu en svo. Þá hefur Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs, krafist þess að Kristbjörg Stephensen borgarlög­ maður víki sæti, en hún er vara­ maður í endurupptökunefnd. Viðskiptablaðið greindi frá því í apríl að Kristbjörg væri mikil vin­ kona Bjargar Thorarensen laga­ prófessors, eiginkonu forseta Hæstaréttar. Eitruð pilla Gunnar Bragi Sveinsson sendi for­ manni Bjartrar framtíðar eitraða pillu á Facebook í fyrradag. Sagði hann framlag Guðmundar Stein- grímssonar til íslenskra stjórn­ mála ekkert og að hans helsta afrek væri að leggja til breytingu á klukkunni. „Auðvitað er for­ maður BF leiður á því að mæta í vinnuna þar sem hann gæti nýtt tímann í að flatmaga og horfa á Skarðsheiðina, líkt og hann gerði þegar aðrir björguðu þjóðinni frá Icesave,“ sagði þungorður Gunn­ ar Bragi. Staða Bjartrar framtíðar er ekki góð samkvæmt skoðana­ könnunum sem hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir formann­ inn. F jölmennur hópur kvenna hefur risið upp í Facebook­ hópnum Beauty Tips og lýst reynslu sinni af því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fram­ tak þessara kvenna er lofsvert, þær eru hugrakkar og kjarkmiklar og skila skömminni þangað sem hún á heima, hjá gerendunum. Fram­ taki kvennanna hefur verið líkt við byltingu og er það síður en svo fjar­ stæðukennd samlíking. Þeir tímar voru þegar ákveðin tilhneiging var að varpa hluta af ábyrgðinni á nauðgun til fórnar­ lambanna. Konum var sagt að væru þær fáklæddar eða úti á lífinu langt fram á nótt væru þær að bjóða hættunni heim og gætu sjálfum sér um kennt ef illa færi. Viðhorf eins og þessi eru blessunarlega ekki lengur áberandi og mæta almennri fordæmingu láti þau á sér kræla. „Orð skipta máli og þegar við stöndum saman þá verður allt auð­ veldara,“ sagði ein kvennanna á Beauty Tips. Samstaða kvennanna í hópnum er aðdáunarverð. Þær hafa orðið að líða og þurft að vinna úr erfiðri og sársaukafullri reynslu sem þær deila nú með öðrum, og sumar eru að segja frá ofbeldinu í fyrsta sinn. Allar eru þessar konur að senda sterk skilaboð til samfé­ lagsins um að nauðganir, og annað ofbeldi, séu skelfilegur glæpur sem eigi ekki að umbera og ekki megi þegja um. Samfélagið verður að hlusta. Margir hafa á liðnum árum orðið til að deila á íslenska réttar­ kerfið fyrir að taka illa á þessum málum. Sönnunarbyrði er oft mjög erfið, málum er vísað frá og ekki er sakfellt nema í litlum hluta þeirra, sem þýðir að fjölmargir ofbeldis­ menn eru ekki dregnir til ábyrgðar. Þessi vitneskja, sem er almenn, ger­ ir að verkum að margar konur sem hefur verið nauðgað hika við að leggja fram kæru. Í fréttatíma RÚV var nýlega afar athyglisvert viðtal við Eyrúnu Eyþórsdóttur, mannfræðing og lögreglufulltrúa í kynferðis­ afbrotadeild lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu. Hún sagðist hafa verið með mál þar sem menn brutu gegn konum án þess að gera sér grein fyrir því. Menn hefðu síðan brotnað niður í skýrslutöku þegar þeir heyrðu lýsingar kvennanna á atburðinum. „Oft virðast þeir ganga út frá því að ef það kemur ekki skýrt nei – ekki var sparkað eða lamið – hafi samþykki legið í loft­ inu,“ segir Eyrún. Hún segir að til­ finning hennar sé að þetta tengist þeirri hugmyndafræði að karlmenn hafi einhvers konar umráðarétt yfir konulíkamanum. Í DV í dag segja nokkrar konur átakanlegar sögur af kynferðis­ ofbeldi sem þær voru beittar og hafði afgerandi áhrif á líf þeirra. Þetta eru sláandi frásagnir. „Það er ekki bara misnotkunin sem eyði­ leggur líf heldur þöggunin sem fylgir í kjölfarið,“ segir ein þeirra sem neitar að þegja lengur um upp­ lifun sína. Umræðan á Beauty Tips er merkileg, þörf og gagnleg og getur ekki annað en verið til góðs. Skila­ boðin eru skýr: Hver einasta kona ræður yfir eigin líkama. n Allt í einu er mann- orðið bara farið Malín Brand segist hafa flækst inn í fjárkúgunarmál systur sinnar. – Vísir.is Algengasta afsökunin sem ég heyri Kristrún Sveinbjörnsdóttir einkaþjálfari segir að börn séu ekki fyrirstaða á æfingum. – DV Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Umræðan á Beauty Tips er merkileg, þörf og gagnleg og getur ekki annað en verið til góðs. Sprek á verðbólgubálið N ýtt fasteignamat er eldi­ viður á verðbólgubálið. Matið á verslunar­ og skrif­ stofuhúsnæði í miðbænum hækkar í sumum tilfellum um 25% annað árið í röð. Hvern­ ig eiga fyrirtækin að mæta svona tveggja stafa hækkunum ofan á nýja kjarasamninga? Einhvers staðar að verða peningarnir að koma. Það er alveg ljóst að verðbólgan á eftir að taka snöggan kipp og ekki er ólík­ legt að stýrivextir Seðlabankans eigi eftir að fara upp í tveggja stafa tölu áður en yfir lýkur. Þar með hækka öll lán og þannig er fólk á lands­ byggðinni látið borga hækkan­ ir í miðbæ Reykjavíkur – tær snilld hefði einhver sagt! Þeir sem græða mest á verð­ bólgunni og hækkandi fasteigna­ mati eru bankarnir. Þetta mun rétta rekstur þeirra við, sérstaklega reglulegan rekstur sem hefur verið ansi slakur undanfarið. Það er því ekki undarlegt að bankamenn vilji fá hækkaðar bónusheimildir, verð­ bólgan fyllir jú allar bónuskistur þeirra sama hvort þeir eru vakandi eða sofandi, og því er mikilvægt að fá heimildir til að tæma þær. Íslenska vitleysan heldur áfram. n „Þeir sem græða mest á verðbólg- unni og hækkandi fast- eignamati eru bankarnir. Andri Geir Arinbjarnarson verkfræðingur Af Eyjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.