Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 25
Helgarblað 5.–8. júní 2015 Umræða 25 Myndin Sveitalíf Rollurnar í Hvassahrauni þekkja sjálfsagt ekkert annað en sveitalífið, sem getur verið notalegt að sumri. mynd Sigtryggur ari H æstvirtur forsætisráðherra heldur því fram. Hann neit­ ar að horfast í augu við landsmenn og lokar augun­ um fyrir þeim staðreyndum sem blasa við. Hann er í forsvari fyrir veruleikafirringu. Byrjum á frum­ varpi um makrílkvótann. Þar er verið að sjá til þess að sömu aðilar og eiga allan annan veiðikvóta sölsi makríl­ kvótann undir sig. Þar er verið að sjá til þess að eiginkonur flokksfélaga fái sinn stóra bita af kökunni. Færeyingar leigðu makrílkvótann út og þjóðar­ búið fékk milljarða í tekjur ár hvert af þeim sökum. Hvað er að þeirri leið? Það yrði bara val þeirra sem vilja stunda veiðar hvort þeir bjóði í kvót­ ann. Stjórnvöld ætla að sjá til þess að örfáir einstaklingar leiki sér með þessi verðmæti sín á milli og borgi sér tugmilljarða í arð á sama tíma og deilt er út íspinnum til þeirra sem skapa auðinn fyrir þá. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir að ég sé veruleikafirrtur! að hugsa sér! Nú fyrir stuttu þurfti ég að njóta þjón­ ustu starfsfólksins á LSH. Mér fannst sárt að horfa upp á að það yndislega fólk, sem leggur sig fram í sínu starfi, fái ekki kjör í takt við það gríðarlega álag sem starfinu fylgir. Læknirinn sem skar mig var búinn að standa í þrjá sólarhringa. Að hugsa sér! Þegar fólk í heilbrigðisþjónustunni rís upp og krefst mannsæmandi kjara í formi launa og aðstöðu er spyrnt við fótum og talað um frekju og veruleikafirr­ ingu. Þetta er fólkið sem sér til þess að við höldum lífi þegar slys og veik­ indi steðja að okkur. Ekki gleyma því. Ég held að það sé hægt að setja meiri fjármuni í heilbrigðiskerf­ ið með tilfærslu fjármuna. Við sjá­ um gríðarlegar hagnaðartölur í fjármálakerfinu. Svo eru uppi hug­ myndir hjá hæstvirtum fjármála­ ráðherra að slaka á reglum varðandi arðgreiðslur í fjármálakerfinu? Bank­ arnir eru jú meira og minna í eigu ís­ lenska ríkisins. Eyrnamerkjum því hagnaðinn til uppbyggingar í heil­ brigðiskerfinu. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir að ég sé veruleikafirrtur! Sterkasti lifir af Húsnæðismál ungs fólks hafa verið í ólestri nánast síðan ég steig mín fyrstu skref í þá átt að eignast hús­ næði fyrir hartnær þrjátíu árum. Leigumarkaður hér á landi hefur ver­ ið í anda Darwins þar sem hinn sterk­ asti lifir af – með herkjum þó. Fólk á leigumarkaði borgar allt að 70% af ráðstöfunartekjum fyrir litlar kytrur. Með börn á framfæri! Hvernig á fólk að geta lifað mannsæmandi lífi og boðið börnunum sínum upp á öruggt umhverfi þegar unnið er myrkranna á milli til að hafa í sig og á? Ég er ekki hissa á þeim félagslegu vandamál­ um sem grassera í íslensku þjóðfé­ lagi þegar foreldrum er ekki gert kleift að sinna börnunum sínum svo vel sé. Nú hugsa sumir: „Þarna er um lítið hlutfall að ræða og eitthvert lið sem nennir ekki að mennta sig.“ Við skul­ um ekki gleyma að þetta er fólkið sem fer að vinna í fiskvinnslunni, við þrif á hótelum og önnur störf sem fæstir nenna að vinna og margir líta niður á. En það á að sýna þessum störfum virðingu. Hvað skyldi verða um fisk­ inn ef hann er ekki unninn? Hvernig ætli ferðamönnum líði á grútskítug­ um gististað? Og hvernig skyldi okkur líka að borða af pappadiskum af því að enginn nennir að vinna við upp­ vask á veitingastöðum? Því miður er frumvarp hæstvirts félagsmálaráð­ herra um úrbætur í húsnæðismálum ekki til úrbóta í þessum málum. Þeim efnameiri er hyglað enn eina ferðina. Af hverju getur ekki heilbrigt hús­ næðiskerfi þrifist hér á landi, hvort sem er í formi þess að eiga eða leigja? Spyr sá sem ekki veit. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir að ég sé veruleikafirrtur! Fólki misbýður Undanfarin átök á vinnumarkaði eiga sér dýpri rætur en tal um kaup og kjör. Fólki er farið að ofbjóða tugmillj­ arða arðgreiðslur til fárra útvalinna og að fá svo í andlitið að ef þeirra kjör skáni fari allt til helvítis vegna verð­ bólgu. Er þetta kannski tilbúið hag­ fræðilegt vopn til að hafa stjórn á al­ múganum? Það virðist vera hægt að dæla út í hagkerfið arðgreiðslum upp á 24 milljarða án þess að nokkuð verðbólguskot komi. Ekki fengu þeir sem sköpuðu arðinn sinn skerf. Erum við kannski komin að kjarna máls­ ins? Misskiptingunni. Samkvæmt töl­ um frá Hagstofunni eiga 10% þjóðar­ innar um það bil 70% af auðæfum landsins. Ef þjóðarkökunni væri skipt á sanngjarnari hátt er ég sannfærður um að hér mundi byggjast upp heil­ brigðara og réttlátara þjóðfélag. Við­ miðunarþjóðir virðast geta búið sínu fólki meira öryggi í menntamálum og heilbrigðismálum. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir að ég sé veruleikafirrtur! n Er ég veruleikafirrtur? „Ef þjóðarkökunni væri skipt á sann- gjarnari hátt er ég sann- færður um að hér mundi byggjast upp heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag. Öryrkjar eru ruslið hérna á Íslandi andri Hrannar Einarsson lýsti kjörum sínum í myndbandi á Facebook – DV Það sló ekkert á neysluna Þórarinn tyrfingsson læknir segir fréttir af dauðsföllum ekki draga úr neyslu efna. – DV Ég er baráttukona Hlín Einarsdóttir var í viðtali við Stundina skömmu áður en fjárkúgunarmálið kom upp. – Stundin Mest lesið á DV.is 1 Fjölskyldu Sigmundar verulega brugðið Hótan- irnar voru grófar Samkvæmt öruggum heimildum DV var forsætisráðherra og fjölskyldu hans verulega brugðið þegar handskrifað bréf, sem innihélt fjárkúg- un, barst á heimili hennar. Lesið: 45.095 2 Systurnar ásökuðu mann um nauðgun og kröfðust greiðslu Maður sem lagði fram kæru til lögreglu gegn fjölmiðlasystrunum Malín Brand og Hlín Einarsdóttur var, samkvæmt heimildum DV, ásakaður um nauðgun. Lesið: 39.199 3 Sakar Hildi Lilliendahl um að safna sögum um sig Þórarinn Þórarinsson, blaða- maður Séð og heyrt, birti á dögunum opna færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hafin sé „smear campaign“ gegn honum og að Hildur Lilliendahl, sem hann kallar „Führer“, sé að safna sögum um hann. „Nei, það er nákvæmlega ekkert til í því. Ég veit ekki hvað hann er að hugsa,“ segir Hildur. Lesið: 27.414 4 Segja konuna sem var skorin hafa átt upptök að slagsmálum Ásgeir Kolbeins- son, einn af eigendum skemmtistaðar- ins Austur, sendi frá sér tilkynningu vegna árásar sem átti sér stað inni á staðnum, en ung kona taldi sig hafa orðið fyrir líkamsárás. Myndbandsupp- tökur og framburður dyravarða á staðn- um stangast þó á við þetta samkvæmt tilkynningunni. Lesið: 25.951 5 17 ára stúlka lést eftir að hafa innbyrt e-töflu á Akranesi um helgina Ung stúlka á framhaldsskólaaldri frá Akranesi lést 2. júní eftir að hafa innbyrt fíkniefni um helgina. Talið er að hún hafi tekið e-töflu. Lesið: 24.904 ingi Hafliði guðjónsson matreiðslumaður og viðskiptafræðingur Aðsent Sprek á verðbólgubálið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.