Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 27
Umræða Stjórnmál 27Helgarblað 5.–8. júní 2015 Graníthöllin Legsteinar Hér hvílir Rósa Margrét Jónsdóttir f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013 Minning þín er ljós í lífi okkar Hér hvílir Rósa Margrét Jónsdóttir f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013 Minning þín er ljós í lífi okkar Mikið úrval fallaegra Legsteina Opnunartími: mánudaga - föstudaga 900 til 1800 laugardaga 1100 til 1600 555 3888Bæjarhrauni 26 220 Hafnarfirði Þarf að rétta af legsteininn? Graníthöllin tekur að sér að rétta af legsteina sem eru farnir að skekkjast. Hafðu samband við sölumenn okkar fyrir nánari upplýsingar. Þarf að endurnýja letrið? Er letrið farið að mást úr? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð í endurmálun legsteinsins. Almennilegt íslenskt grobb erlendis Þar lenti Pétur á tali við mann og konu sem buðu honum að borði sínu, og var maðurinn svara­ góður „og hlýðinn á mál mitt.“ En það, að menn vildu hlusta á hann, taldi Pétur að sjálfsögðu til mann­ kosta. En á meðan þeir ræddust við stal kona mannsins pening­ um úr vasa Péturs, og er hann varð þess var og heimtaðu eigur sínar aftur sló í brýnu, og spruttu upp tveir dólgslegir menn og veittust að Pétri „sem ég svaraði með því að slá þeim saman svo báðir lágu í öngviti.“ Til að gera langa sögu stutta þá brutust upp úr þessu út allsherjar­ átök þar á næturklúbbnum, og var fyrst beitt skotvopnum, þ.e.a.s. menn skutu bjórglösum og öðru lauslegu, Pétur einn á móti öllum hinum; hann bar af sér uns danska þraut skotvopnin. „Þá lagði ég til atlögu og hafði ég hendur á sum­ um en aðrir komust undan út um dyr og glugga.“ Er Pétur stóð einn eftir kom lögreglan, hlekkjaði Pétur á höndum og fótum og færði í tukthús – Kjöbenhavns Fæst. „Dette snak om Herr Skallagrímsson“ Morguninn eftir var Pétur Hoff­ mann svo leiddur fyrir dómara, en brást við hinn versti er dóm­ arinn „gráhærður öldungur, und­ ur penn“ vildi sekta Íslendinginn, sem að sjálfsögðu sagðist bara hafa verið að verja hendur sín­ ar. Var honum því á ný hent í dýflissu, og svo aftur dreginn fyr­ ir dómarann. Er hann var kom­ inn þar í þriðja sinn og tilkynnt enn senn sem fyrr að hann ætti að borga 50 króna sekt, og sagt að það væri ekki mikið fyrir að hafa „slegið niður flest fólkið á næt­ urklúbbnum og brotið þar allt og bramlað og síðan veitt dönsku lög­ reglunni mótspyrnu á ókúltíver­ aðan hátt“ þá svaraði Pétur Hoff­ mann og sagðist taka dæmi „af Agli forföður mínum Skallagríms­ syni. Hann hefði jú klórað auga úr Ármóði skegg. Og það hefði jú ver­ ið akkúrat það, sem hann átti að gera, því það var tekið illa á móti honum til að byrja með. /…/ Og þó hann seldi líka upp framan í Ár­ móð skegg, þegar hann var orðinn ofurölva, þá hefur kannski farið af honum mesta fágunin við drykk­ inn eins og af flestum öðrum.“ Á endanum greip dómarinn fram í fyrir Íslendingnum: „Nu er det nok med dette Snak om Herr Skallagrimson. Det har sandsyn­ ligvis sket i gaar og saa har det været Dommer Jensen som dömte ham.“ Við þessa fákunnáttu dómarans í Egils sögu gafst Pétur upp, greiddi sektina og kvaddi staðinn. „Þó ekki án nokkurra heitinga í garð Dana, sem dómarinn tók mjög nærri sér að hlýða á.“ Ég held að þessi bók sé klassík, Þér að segja. Eða kannski ættum við að segja að hér sé á ferðinni gömul saga og ný. n Stefán Jónsson Fréttamaður, alþingismaður og rithöfundur. Hann lagði gjörva hönd á margt. Veraldarsaga Péturs Hoffmanns „Skrifuð af miklu listfengi og húmor.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.