Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Síða 30
2 Hlaup - Kynningarblað Helgarblað 5.–8. júní 2015 Alhliða lausnir á stoðkerfisvandamálum Sérsniðnar æfingaáætlanir, hlaupadagbók og námskeið Göngu- og hlaupagreining og skóbúnaður við hæfi Hlaup.is – Vefsíðan með allar upplýsingar fyrir hlaupara F lexor er stoðkerfis- og skó- verslun á jarðhæð Orku- hússins við Suðurlands- braut 34 og sérhæfir sig meðal annars í göngugrein- ingu, stuðningshlífum og ráð- leggingum við val á skóbún- aði. Hjá fyrirtækinu vinna sjúkraþjálfarar og íþrótta- fræðingar með áralanga reynslu af göngugreiningu og meðhöndlun stoðkerfis- vandamála. Einnig hafa þau víðtæka þekkingu á öllu sem viðkemur fótum, innleggj- um, skóm, stuðninghlífum og spelkum. „Oft er hægt að finna ein- faldar lausnir við álagsein- kennum og öðrum stoð- kerfisvandamálum. Það er mikilvægt að leita lausna sem fyrst ef einkenni gera vart við sig. Við ættum að geta haldið áfram að hreyfa okk- ur ef við hlustum á líkamann og leitum lausna við hæfi,“ segir Ásmundur Arnarsson, sjúkraþjálfari hjá Flexor. „Hjá okkur er frábært starfsfólk sem getur aðstoðað við að finna lausnir sem henta hverjum og ein- um. Einkenni stoðkerfisvandamála eru jú einstaklingsbundin og þurfa einstaklingsbundnar lausnir.“ Með göngugreiningu er hægt að finna lausnir við ýmsum kvillum í stoðkerfinu. Lausnirnar getað verið ýmiss konar, algengast er að fólk fái sérhönnuð innlegg og aðstoð við val á skóm. Innleggin eru meðal annars valin eftir því í hvaða skó þau eiga að passa. Þau eru sérhönnuð fyrir Flexor af viðurkennd- um aðilum sem framleitt hafa innlegg fyrir alþjóð- legan markað í fjölda ára. „Það getur, marg- falt, borgað sig að koma til okkar í göngugreiningu ef fólk er með stoð- kerfisvandamál, eða jafnvel til að koma í veg fyrir þau,“ segir Ásmundur. Ný tækni við göngu- og hlaupagreiningu Flexor er eina fyrirtækið á landinu sem notast við nýja tækni í göngu- og hlaupa- greiningu. Göngu- og hlaupabrettið okkar býr yfir innbyggðum þrýstinemum sem tengjast fullkomnu tölvu- kerfi en það skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag. Hlaupaskórnir valdir eftir þörfum „Þegar kemur að vali á hlaupa- skóm er margt sem þarf að taka til- lit til: hvernig hleypur eða gengur einstaklingurinn, hvernig er stað- an á hnjám og ökklum og hvernig er niðurstig og fótlag,“ segir Ásmund- ur. „Sérfræðingar okkar veita aðstoð við val á skóm. Þá er göngulag og hlaup skoðað á hlaupabretti og skór valdir eftir þörfum hvers og eins.“ Ef skór eru keyptir hjá Flexor er þjónustan frí, en kostar annars ekki nema 990 kr. „Við erum með Nike- og Asics-skó í mörgum gerðum svo það er ekki erfitt að finna hlaupaskó sem henta viðskiptavininum.“ Flexor er í Orkuhúsinu, Suður- landsbraut 34, 108 Reykjavík, sím- inn er 517-3900, heimasíða flexor. is og einnig er Flexor á Facebook. n Ýmsir kvillar sem hægt er að fá aðstoð vegna: n Þreytuverkir og pirringur í fótum n Verkir í hnjám n Sársauki eða eymsli í hælum (hæl- spori, plantar fascitis o.fl.) n Beinhimnubólga n Óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum n Verkir í tábergi og/eða iljum n Hásinavandamál n Óþægindi í ökklum n Þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum Hægt að skoða í þrívídd Þrýstiplata er innbyggð í göngubrettið sem sýnir hvernig álagið kemur á fæturna. Niðurstöður skoðaðar Niðurstöður göngugreiningar skoðaðar á stórum skjá. Eigandi hlaup.is Torfi H. Leifsson. Þ ann 13. ágúst 1996 stofnaði Torfi H. Leifsson heimasíð- una hlaup.is. „Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að birta úrslit í hlaupum, þeim var að fjölga á þessum tíma og erfitt að nálgast úrslit eftir að þeim lauk,“ seg- ir Torfi sem er sjálfur hlaupari. Á þeim tæpu 19 árum sem liðin eru síðan hefur efni bæst við á heimasíðuna: fróðleikur, hlaupa- dagskrá allra almenningshlaupa á Íslandi, upplýsingar um hlaup og skráningar í fjölmörg þeirra. Not- endum síðunnar fjölgar stöðugt og eru um 5–8 þúsund notendur sem heimsækja hana í hverri viku að sögn Torfa. Á hlaup.is má einnig finna fróðleik fyrir byrjendur, fróðleik um þjálfun og æfingaáætlanir. „Við fylgjumst einnig með Íslendingum sem eru að hlaupa er- lendis og söfnum þeim úrslitum saman,“ seg- ir Torfi. Þegar um almenningshlaup er að ræða kemur hlaupahaldari upp- lýsingum áfram til hlaup.is og einnig úrslitum eftir að hlaupinu er lokið. „Við förum í fjöl- mörg hlaup og tök- um myndir sem við birtum á vefnum, myndbönd og viðtöl við hlaupara,“ segir Torfi. Töluvert er af viðtölum við hinn almenna hlaupara á heimasíðunni. Besti árangur birtur reglulega Á hverju ári er fylgst með 5 kílómetra og 10 kílómetra hlaupi, hálfmara- þoni og maraþoni og birtur reglulega listi yfir besta ár- angur í þessum fjórum vegalengdum, kallast það Ársbesta á heimasíðunni. Notendur síðunnar velja einnig í lok hvers árs langhlaupara ársins og hlaup ársins og eru viðurkenningar veittar í janúar. Hlaupanámskeið hlaup.is Hjá hlaup.is er einnig boðið reglulega upp á námskeið og það næsta er á dagskrá 18., 22., og 25. júní nk. Nám- skeiðin hafa verið haldin í sex ár og eru fræðslupakki þar sem farið er yfir allflest sem snýr að hlaupaþjálfun á tveimur kvöldum og þriðja skiptið er síðan verklegur tími. „Svo vísum við fólki í skokkhópana,“ segir Torfi. Námskeiðin eru einnig í boði fyrir fyrirtæki í styttri og lengri fræðslu. Æfingaáætlanir Á hlaup.is er boðið upp á æfinga- áætlanir sem Sigurður Pétur Sig- mundsson, einn af fremstu lang- hlaupurum landsins, sér um að sérsníða fyrir hvern og einn. „Síðan fylgir vikulegur hittingur með hóp á hans vegum,“ segir Torfi. Hlaupadagbók Á heimasíðunni er einnig hlaupadagbók í boði þar sem að allir geta skráð inn æfingar sínar og er hún öllum notendum að kostn- aðarlausu. n Hlaupanámskeið Hópur í verklegum tíma á námskeiði hlaup.is. Hlaupanámskeið Hópur í verklegum tíma á námskeiði hlaup.is. Göngu- og hlaupagreining Flexor felur í sér: n Tölvuþrýstimælingaplötu í göngu og hlaupabretti sem nemur álagsdreifingu á fætur. n Fullkomið tölvukerfi sem sýnir tölulegar upplýsingar um gönguferlið og stöðu fóta. n Mælingu á álagi á fætur og stöðu á ilja- boga og tábergi. n Upptöku sem sýnir stöðu á fótum og hnjám og vistar upplýsingar í gagnagrunni. n Lengdarmælingu ganglima. n Skoðun á stöðu mjaðmagrindar. n Útprentun á nákvæmum upplýsingum um göngulag og niðurstöður greiningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.