Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 33
Helgarblað 5.–8. júní 2015 Kynningarblað - Hlaup 5 F lipBelt er nýjasta æðið í hlaupabeltum og er nú þegar orðið vinsælasta hlaupabeltið hjá Hreysti. „Öryggi, einfald- leiki og stílhrein hönnun er það sem beltið hefur fram yfir önn- ur hlaupabelti,“ segir Gunnar, starfs- maður Hreysti, sem flytur þessa skemmtilegu nýjung inn. Beltið er hægt að fá í mörgum litum svo allir ættu að finna belti fyr- ir sinn smekk. Beltið er afar ein- falt og sniðugt í notkun. Það er búið til úr teygjuefni sem held- ur beltinu á sínum stað. Á beltinu er einn stór vasi allan hringinn með 4 aðgangsopum. Í þessum vasa er nóg pláss fyrir síma, lykla, kort og orkugel. Beltið er eitt af fáum hlaupabelt- um sem hef- ur nóg pláss fyrir iPhone 6+. Beltið hreyfist ekki úr stað þegar hlaup- ið er og hægt er að setja hluti inn í beltið og snúa því svo við („flippa“) Þannig snúa aðgangsop- in að hlauparanum og innihald beltisins því á öruggum stað. Hreysti er í Skeifu 19, Reykja- vík, síminn er 568-1717, netfang hreysti@hreysti.is, heimasíða hreysti.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 10–18, og laugardaga kl. 11–15. Næring mikilvæg fyrir sumarsportið – SiS ný lína af fæðubótarefnum Hreysti – FlipBelt nýjasta æðið í hlaupabeltum SiS-fæðubótarefni Science in Sport (SiS) er spennandi ný lína af fæðubótarefnum sem var að koma til landsins núna fyrir sumarið. Línan er hönnuð með það í huga að svala þörfum íþróttafólks fyrir, á með- an og eftir átök og er línan gríðarlega vinsæl meðal íþróttafólks sem tekur langar æfingar þar sem næring fyrir, á meðan, og eftir átök er mikilvæg. SiS-vörurnar hafa það sameiginlegt að vera léttar í maga auk þess að vera orkuríkar. Vörurnar eru allar vel rann- sakaðar og standast alla Evrópustaðla hvað gæði varðar. Þær eru prófaðar hjá óháðum aðila svo hægt er að vera viss um að í vörunni sé aðeins það sem stendur á pakkningunni. Hreysti og SiS styðja við bakið á íþróttafólki Hreysti, innflytjandi SiS-vörulínunn- ar, hefur verið ötult við að styðja við bakið á íþróttafólki sem skarar fram úr á Íslandi með SiS-vörunum. „Í Hreysti-hópnum eru meðal annars landsliðsmenn í handbolta, Íslands- meistarar í hjólreiðum og afreks- íþróttafólk í frjálsum íþróttum,“ segir Gunnar Emil Eggertsson, starfsmaður Hreysti stoltur. „SiS hefur verið starfandi síð- an 1992 og hefur alltaf stutt við bak- ið á framúrskarandi íþróttafólki. Á ólympíuleikunum í London voru til dæmis 24 verðlaunahafar að nota SiS- vörur,“ segir Gunnar. n Hvernig á að nota vörurnar? Hér er smá dæmi um maraþonhlaupara: Nokkrum dögum fyrir: Kolvetnahleðsla (GO Energy) – Nokkrum dögum fyrir keppni er mælt með því að hlaða upp kolvetnum svo að orkubirgðir séu fullar á keppnisdegi. Nítröt (Nitrate Gel) – Nítröt má meðal annars finna í rauðrófum en gott er að fá inn mikið af nítrati vikuna fyrir keppni. Nítrat hjálpar líkamanum að nýta súrefni. Rétt fyrir / á meðan: Orkudrykkur (GO Electrolyte) – Mikilvægt er að halda líkamanum gangandi meðan á hlaupinu stendur og gott að súpa á orkudrykk sem inniheldur kolvetnablöndu, steinefni og sölt. Drykkurinn inniheldur lítinn sykur og er því góður í maga. Orkugelin (GO Gel) virka mjög svipað og orkudrykkurinn en eru í mun handhægara formi. SiS-orkugelin eru einu „Isotonic“-orkugelin í heiminum en það þýðir að þau innihalda meira vatn og kolvetnablöndu sem er einstaklega góð í maga og það þarf ekki að drekka með gelinu. Orkustangir (GO Energy Bars) – Orkustangir geta verið góðar fyrir þá sem vilja eitthvað að maula meðan á hlaupinu stendur en þær eru léttar í maga og frábært nesti í hlaupinu. Eftir: Endurhleðsla (REGO Rapid Recovery) – Eftir hlaupið er mikilvægt að fylla á orku, steinefna og saltbirgðir líkamans auk þess að veita líkamanum þau prótein sem hann þarf til þess að byggja upp vöðvana. Hér kemur SiS með blöndu sem inniheldur fimmtíu prósent kolvetnablöndu og fimmtíu prósent prótein auk viðbættra steinefna, salta, vítamína og amínósýra. Steinefni og sölt (Hydro tablets) – Steinefni og sölt eru gríðarlega mikilvæg en þau koma í veg fyrir ofþornun. Ef æft er mikið er gott að taka þessa blöndu inn annað slagið. Þannig er hægt að koma í veg fyrir ofþornun og þá kvilla sem fylgja því ástandi. Steinefnin og söltin fást stök í gospilluformi án viðbættra kolvetna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.