Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 37
Helgarblað 5.–8. júní 2015 Fólk Viðtal 29 Afríka breytti mér fór í loftið og var orðinn kunnur. En honum hefur alltaf þótt gaman að hitta fólk og heyra sögu þess, sem varð til þess að hann hélt áfram, enda þátturinn vinsæll og einn mest verðlaunaði þáttur íslenskrar sjónvarpssögu. „Upphaflega hugmyndin var sú að ég ætlaði að bregða fæti fyr- ir fólk og þegar það dytti, kæmi hið rétta andlit í ljós. En svo uppgötv- aði maður að það þurfti ekkert að hrekkja fólk, það var nóg að hlusta,“ útskýrir hann. „Ég er búinn að vera aldarfjórðung á Stöð 2. Það er búið að reka alla sem ég byrjaði að vinna með. Ég held að þeir hafi gleymt að reka mig,“ bætir hann við og skell- ir upp úr. 12 ára á togara Jón Ársæll er fæddur á Seyðisfirði, næstyngstur fjögurra systkina. Hann ólst upp á Austfjörðum fram að níu ára aldri – á Seyðisfirði og Eskifirði. En fjölskyldan fluttist svo í Skerjafjörðinn, þar sem hún átti hús, enda átti dvölin fyrir austan alltaf að vera tímabundin. „Ég neitaði að fara frá Seyðisfirði. Það var minn staður en við náðum því samkomulagi, ég og foreldrar mín- ir, að ég færi bara með þeim suð- ur tímabundið, ég væri alls ekki að að flytja. En svo endaði ég auðvit- að sem mjög mikill Vesturbæingur.“ Faðir hans var skipstjóri og varð síðar grásleppukarl í Skerja- firðinum. Sonurinn sem ekki vildi fara suður var með honum í grá- sleppunni ásamt systkinum sín- um, en hann byrjaði snemma að vinna. „Ég var bara tólf ára þegar ég byrjaði til sjós, á togara,“ seg- ir Jón Ársæll sem var þó byrjaður að vinna sér inn pening löngu fyr- ir þann tíma, meðal annars sem sendill og blaðberi. „Ég varð þeirr- ar ánægju aðnjótandi að ég fékk vinnu hjá Dóra fisksala sem send- ill en hann er ein aðalpersónan í Djöflaeyjunni, sögu Einars Kára- sonar. Ég sentist með fisk um Vest- urbæinn. Konurnar sem áttu ekki heimangengt hringdu og pöntuðu og ég fékk tvær krónur fyrir hverja sendingu. Þar kynntist ég svolítið lífi og högum fólks.“ Góðar minningar úr grásleppunni En það var einstakt að vera í grá- sleppunni og hann á góðar minn- ingar af föður sínum þaðan. Hug- urinn reikar til baka og Jón Ársæll stendur upp og sækir Brekku- kotsannál eftir Halldór Laxness. Hann opnar bókina þar sem hann hefur komið fyrir blýanti og merkt við nokkrar línur. „Ég var einmitt að fletta upp ljúfum minningum,“ segir hann um leið og hann sest niður með bók- ina. Í kjölfarið les hann upp stutt- an kafla: „„Þegar kom fram á út- mánuði kallaði Björn afi minn á mig að jöfnu, bæði óttu og mið- morguns, til að vitja með sér um hrognkelsanetin úti í Skerjafirði. Þessir morgnar hafa ekki liðið mér úr minni síðan.“ Þetta er eins og talað út úr mínum munni. Björn í Brekkukoti er pabbi og ég er Álf- grímur.“ Jón Ársæll brosir þegar hann leggur frá sér bókina. Þetta er gamalt innbundið eintak sem orðið er ansi snjáð „Þetta er ein fallegasta bók sem ég hef lesið,“ bætir hann við. „Við fjölskyldan fórum að salta hrogn og urðum á skömmum tíma stærstu grásleppuhrognasaltend- ur í landinu. En svo fékk pabbi krabbamein og dó. Við misstum hann allt of snemma,“ segir hann varfærnislega en faðir Jóns Ársæls lést úr krabbameini. Bjó með innfæddum í Afríku Þó að fjölmiðlamaðurinn Jón Ár- sæll hafi verið inni í stofu hjá Ís- lendingum í yfir tuttugu ár, eru ekki allir sem vita að hann er menntaður klínískur sálfræðingur og starfaði sem slíkur um tíma. Að grunnskóla loknum fór hann í Kennaraskólann og þaðan lá leiðin í sálarfræðina í Háskóla Íslands. Það komst fátt annað að en sálfræði í hans huga og hann ætlaði að leggja þau fræði fyrir sig. Eftir grunnnámið heima á Íslandi fór hann í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð þar sem hann skrifaði lokaritgerð um andatrú og yfirskilvitleg fyrirbæri í Vestur-Afr- íku. En hann stundaði rannsókn- ir á Mandinka-fólkinu í Gambíu og Senegal. „Ég kynntist fjölda flóttafólks frá Afríku þegar ég bjó í Lundi og það talaði oft um yfirskilvitleg fyr- irbæri – anda og draugagang – og það fangaði áhuga minn. Ég fékk því prófessorinn minn í skólanum til að samþykkja að ég færi þang- að að skoða þessi fyrirbæri. Það var mjög áhugavert, en það var al- veg jafn áhugavert að búa á staðn- um og kynnast lífi fólksins og hög- um þess,“ segir Jón Ársæll sem var eðlilega mjög upptekinn af Afríku eftir dvölina þar. „Ég gat eiginlega ekki talað um neitt annað en Afríku í mörg ár. Heimsmynd mín breytt- ist. Afríka gerði að verkum að egg mitt brotnaði og það opnaðist fyr- ir mér ný veröld. Hvað það var, veit ég ekki. En þangað var ég kominn, þar sem allt var öðruvísi en ég átti að venjast. Til dæmis það sem þeim fannst fallegt fannst mér ljótt og öf- ugt.“ Jón Ársæll bjó eins og innfædd- ur, með innfæddum, og fékk því að upplifa lífið eins og það var í raun og veru á þessum slóðum. „Ég fékk leigðan skúr, hálfgerðan hænsna- kofa, og borðaði með fjölskyldun- um sem ég bjó hjá. Þetta voru stórfjölskyldur, fjörutíu til fimm- tíu manns sem bjuggu saman. Og það var gjarnan sandur í hrísgrjón- unum sem við borðuðum. Allur matur var mjög mikið kryddaður og það átti mjög vel við mig. Ég hef sjálfur gaman af því að elda mat og heillaðist af mataræðinu í Vestur- Afríku,“ segir Jón Ársæll hálfdreym- inn. Líkt og hann geti fundið bragð- ið af sterkum réttunum sem hann kynntist. Móðir hans var mikill og góður kokkur og hann erfði frá henni þennan mikla áhuga sinn á matargerð. Fjölmiðlarnir heilluðu Þrátt fyrir að Jóni Ársæli þætti sál- arfræðin heillandi og hafi notið sín vel í því starfi, blundaði alltaf í honum áhugi á fjölmiðlum – eitt- hvað togaði í hann. „Ég hafði alltaf annað augað á fjölmiðlum, og hafði tekið nokkra kúrsa í fjölmiðlafræði. Og þegar ég sá auglýst eftir fólki þegar var verið að breyta Tímanum í NT, þá greip ég tækifærið og fékk þar vinnu. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Jón Ársæll sem fann strax að þarna átti hann heima. Í heimi fjöl- miðlanna. Hann átti frábærar stundir á NT, var metnaðarfullur og spenntur að sjá hvert tölublað. „Ég hentist út í prentsmiðju til að sjá afrakstur- inn. Stóð og las blaðið í prentsmiðj- unni, glóðvolgt,“ segir hann þegar hann rifjar upp eldmóðinn. Þrátt fyrir mikla ástríðu fyrir prentmiðl- um hefur hann líka kunnað vel við sig útvarpi, en sjónvarpið er auðvit- að hans helsti vettvangur. Sat í fangelsi á Spáni Jón Ársæll hefur því tekist á við ýmis störf í gegnum tíðina og voru þau kannski einna fjölbreyttust á hans yngri árum. Á tímabili, á náms- árunum, starfaði hann til dæm- is sem fararstjóri á Spáni. Það var starf sem hann datt inn í í gegnum vinkonu sína. „Það var gaman að fara úr því að vera blankur stúdent í sumar og sól. Að fá að vera með fólk í rútum.“ Hann þekkti reyndar ekki mikið til Spánar, en hafði haft örlítil kynni af landi og þjóð á ung- lingsaldri. Sautján ára lenti hann nefnilega í þó nokkru ævintýri á ferðalagi um Spán, ásamt félög- um sínum. „Ég hef setið í fangelsi á Spáni,“ segir hann án þess að hika og blaðamanni svelgist á vatninu sem hann er að drekka. „Við fór- um saman félagarnir, sautján ára, í Evróputúr á Land Rover-jeppa og enduðum á Spáni, þar sem við vor- um fangelsaðir í nokkra daga. Klef- inn var í gömlu virki og það voru bara rimlar á honum. Það var kom- ið haust á þessum tíma þannig að við urðum að halda utan um hver annan, til að halda á okkur hita. Við vorum þarna fimm saman.“ Þegar blaðamaður reynir að fá upp úr Jóni Ársæli hvað þeir fé- lagarnir hefðu gert til að verðskulda að vera kastað í tukthúsið, vill hann lítið um það ræða. „Þetta voru óknytti,“ segir hann þegar gengið er á hann. „Þetta var á dögum Francos og menn urðu að stíga mjög varlega til jarðar á Spáni á þeim tíma. Ég man eftir því að þarna var lögreglu- foringi sem náði mér í mittisstað, og þegar ég heimtaði að fá að tala við lögfræðing, þá gaf hann mér þannig á kjaftinn að ég slengdist út í vegg. Ég hugsaði því með mér að nú væri komið að því að þegja.“ Það kostaði þá félaga um fimmtíu spænska peseta að fá sig lausa og þeir náðu að skrapa saman þeirri upphæð – frelsinu fegnir. „Kannski var þetta ekki nema ein nótt,“ seg- ir Jón Ársæll eftir smá umhugsun til að gera aðeins minna úr glæpnum. Lék sér með brennisteinssýru Þegar viðtalið er um það bil hálfn- að stingur Jón Ársæll upp á því að við förum í smá bíltúr á æskuslóðir hans í Skerjafirðinum. Sjálfur hef- ur hann beitt þeirri aðferð að sækja heim staði með viðmælendum sín- um sem skipta þá máli. Því er ekki úr vegi að nýta þá aðferð á hann sjálfan. Við keyrum í gegnum Vestur- „Afríka gerði að verkum að egg mitt brotnaði og það opnaðist fyrir mér ný veröld.“ Kynntust á bar Jón Ársæll var þrítugur þegar hann kynntist konunni sinni og segist hafa verið hreinn sveinn Framhald á næstu síðu 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.