Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 42
Helgarblað 5.–8. júní 201534 Sport
É
g áttaði mig eiginlega ekki á
þessu fyrr en ég stóð á flug-
vellinum í Keflavík og sá mót-
tökunefndina. Þau stóðu
þarna, örugglega hundrað
manns, og ég bara brotnaði saman
og sá ömmu mína gera það líka
– gráta gleðitárum. Þetta var svo
ótrúlega góð tilfinning,“ segir Ragn-
heiður Sara Sigmundsdóttir, 22 ára
Evrópumeistari í crossfit og crossfit-
þjálfari á Suðurnesjum. Þegar hún
kom út úr tollinum mætti henni
stór hópur sem fagnaði henni
sem þjóðhetju. „Ég man svo vel
þegar ég var að horfa á Annie Mist
koma til landsins eftir að hún vann
heimsmeistaratitilinn í fyrsta skipt-
ið. Ég hugsaði með mér að ég vildi
óska þess að ég væri komin á þann
stað að það væri einhver sem kæmi
og tæki svona á móti mér þegar
ég væri búin að keppa. Svo rættist
draumurinn minn!”
Ragnheiður Sara tók þátt í
Evrópumeistaramótinu í cross-
fit um liðna helgi og uppskar ríku-
lega. Evrópumeistaratitill var í höfn
og vís leið á heimsleikana í crossfit í
Los Angeles í júlí. Sjálf stefndi hún á
fimmta sætið sem þýddi öruggt sæti
á heimsleikana, það er heimsmeist-
aramótið í crossfit. „Ég vildi kom-
ast þangað hvað sem það kostaði,“
segir hún.
Síðustu dagar hafa farið í það
að lenda og ná áttum. Það aftraði
henni þó ekki frá því að vera kom-
in aftur á æfingar um miðja vikuna.
Ævintýralegur árangur
Árangur Ragnheiðar Söru er í raun
ævintýralegur í ljósi þess að hún
hafði aldrei fundið sig í íþrótt fyrr
en hún stóð í crossfit-sal árið 2013.
Hún hafði mátað nokkrar íþróttir en
aldrei fundið sig. „Ég var eiginlega
þybbin stelpa sem hataði íþrótt-
ir. Stundum hugsa ég með mér að
þetta sé eiginlega of gott til að vera
satt,“ segir hún og hlær. En að baki
árangrinum liggur gríðarleg vinna.
„Ég var eiginlega bara svo hissa á
þessu öllu saman. Ég veit samt að
ég er að uppskera eftir mikla vinnu,
skipulag og erfiði og það er ótrúlega
gaman. Ég hef þurft að hafa mjög
mikið fyrir þessu allan tímann. Mig
vantaði allan grunn, bæði í íþrótt-
um og í því að kunna að keppa,“
segir hún en margir sem ná árangri
í crossfit hafa áður stundað íþróttir
sem krefjast mikils liðleika eins og
fimleika eða frjálsar íþróttir. „Það er
eitthvað sem ég þurfti að læra bara
sjálf. Það hjálpaði mér samt líka, ég
þurfti að byggja upp hugarfarið. Ég
hafði aldrei verið neitt sérstaklega
góð í neinu, bara svona venjuleg.
Svo allt í einu fann ég það sem ég
elskaði og þá varð ekki aftur snúið,“
segir hún.
Frá því í janúar 2013 hefur hún
stundað æfingar af krafti, en hafði
raunar haft hug á að byrja fyrr en
meiðsl öftruðu henni frá því. Þegar
hún var loksins byrjuð stefndi hún
strax á að verða afrekskona. „Ég sá
til dæmis námskeið sem var auglýst
í ólympískum lyftingum og hugs-
aði með mér: Það er best að ég skrái
mig á það, það er mikið af slíku í
crossfit og ég ætla mér að verða góð
í því,“ segir hún.
Árið 2013 komst hún svo á sitt
fyrsta Evrópumót. „Ég var algjör-
lega reynslulaus og hafði aldrei far-
ið á svona stórt mót. Ég datt fljótlega
úr keppninni enda var þetta mjög
yfirþyrmandi,“ segir hún en ákvað
þá að kýla á þetta og mæta tvíefld
til leiks næst. Hún byrjaði á því að
finna sér þjálfara og leitaði til sama
aðila og hafði aðstoðað Annie Mist
Þórisdóttur, tvöfaldan heimsmeist-
ara í crossfit og eina stærstu stjörnu
crossfit heimsins. „Ég byrjaði hjá
honum í maí 2013 og í vor byrjaði
ég hjá lyftingaþjálfara,“ segir hún.
Æfingarnar eru yfirleitt tvær til þrjár
á dag og geta verið alls fjórir til sex
klukkutímar.
Lífið snýst um crossfit
„Lífið er crossfit,“ segir hún,
en Ragnheiður Sara er yfir-
þjálfari líkamsræktarstöðvar á
Suðurnesjum, Crossfit Suðurnes,
og á milli sinna æfinga þjálfar hún
aðra „crossfitara“, en íþróttin nýtur
gríðarlegra vinsælda hér á landi.
„Þetta er mjög fjölbreytt og fólk
sem stundar þetta á möguleika á
því að bæta sig og koma sjálfu sér á
óvart. Það geta allir stundað þetta,
það er bara spurning um að mæta.
Ég man þegar ég var að byrja þá
fylgdist ég með Annie Mist og sá
hana ganga á höndum. Ég hélt að ég
gæti það aldrei en svo lagði ég mig
alla fram og vann að þessu statt og
stöðugt. Allt í einu gat ég svo geng-
ið á höndum en bjóst alls ekki við
því,“ segir hún og segir að crossfit sé
sport þar sem fólk geti sett sér raun-
hæf markmið og áskoranir og upp-
skera þá ríkulega þegar það tekst.
„Markmiðasetningin er núm-
er eitt tvö og þrjú. Ég fer á æfingar
með mín langtíma- og skammtíma-
markmið og hugsa með mér: Ég
verð að ná þessu.“
Víkingablóðið
„Ég held að það sé víkingablóðið,“
segir Ragnheiður Sara spurð um
það hvers vegna íslenskar konur
eru svona góðar í crossfit. „Við erum
líka að hvetja hver aðra og læra hver
af annarri. Við Katrín Tanja erum til
dæmis að æfa saman og við ýtum
undir árangur hjá hinni,“ segir hún.
„Þegar ég fer í keppni er ég svo bara
að hugsa um sjálfa mig og mín
markmið – ekki hvað þær eru að
gera,“ segir hún.
Nú hefur tímaritið Box Life
Magazine bent á að hún sé sú sem
fólk ætti sérstaklega að fylgjast með
á komandi heimsleikum. „Hún er
kannski nýliði en hættuleg íþrótta-
mönnunum í kringum hana,“ segir
í grein blaðsins um nýafstaðið
Evrópumeistaramót. Næstu skref
hjá Evrópumeistaranum er nú
undirbúningur fyrir heimsleikana
og á næstu vikum taka við æfinga-
búðir og aðlögunartímabil í Los
Angeles. „Núna er bara að huga að
næsta markmiði,“ segir hún. n
Fann það sem ég elskaði
Evrópumeistarinn Ragnheiður Sara hafði aldrei stundað íþróttir fyrr en hún fann köllun sína í crossfit
Þær komu, sáu og sigruðu
Íslensku stúlkurnar í crossfit á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Kaupmannahöfn um liðna helgi komu, sáu og sigruðu. Íslendingar
áttu fimm keppendur á topp tíu-listanum. Þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir,
einnig þekktar sem fyrsta, annað og fimmta sæti, ræddu við DV um blóðið, svitann og tárin sem streymdu á meðan þær tókust á við
markmiðin sín undanfarið ár. Að baki eru óteljandi klukkutímar á æfingum, sjálfstraust og einstök einbeiting og stuðningslið sem stendur
þétt við bakið á þeim. Þær eru sammála um að árangur íslenskra kvenna tengist víkingablóðinu, að minnsta kosti að einhverju leyti. Þær
stefna allar þrjár á heimsleikana í crossfit í Los Angeles í næsta mánuði þar sem allt getur gerst – en þangað til eru það æfingarnar.
Er að lenda Síðustu dagar
hafa farið í það að lenda
og ná áttum eftir mótið, en
næstu skref eru undirbúningur
fyrir heimsleikana sem hefjast
mjög fljótlega.
Ragnheiður Sara
Sigmundsdóttir
22 ára
Evrópumeistari í crossfit
Félag: Crossfit Suðurnes
„Ég veit samt að
ég er að upp-
skera eftir mikla vinnu,
skipulag og erfiði og það
er ótrúlega gaman.
„Ég hafði aldrei ver-
ið neitt sérstak-
lega góð í neinu, bara
svona venjuleg. Svo allt í
einu þá fann ég það sem
ég elskaði og þá varð ekki
aftur snúið.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is