Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Síða 43
Helgarblað 5.–8. júní 2015 Sport 35 Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 VERÐMERKIBYSSUR og verðmerkimiðar Æfir, borðar og sefur „Ég hef verið í keppni í öllu frá því að ég var krakki“Þær komu, sáu og sigruðu Þuríður Erla keppir í þriðja sinn á heimsleikunum É g var alveg ótrúlega ánægð með þetta,“ segir Þuríður Erla Helgadóttir, sem um helgina varð í 5. sæti á Evrópumeist- aramótinu í crossfit. Með því vann hún sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í Los Ang- eles í næsta mánuði. Þegar DV náði tali af Þuríði var hún að byrja að slaka á eftir átökin, en handan við hornið er undirbúningurinn fyrir heimsleikana. Keppt og æft frá 2010 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þuríður fer á heimsleikana. Hún byrjaði að stunda crossfit árið 2010 og hún keppti fyrst sem hluti af liði árið 2011 og svo síðar í einstaklingskeppn- inni á heimsleikunum. „Við vor- um þrjár íslenskar sem kepptum á heimsleikunum 2012 sem einstak- lingar, en þá var þetta ekki orðið jafn stórt og þetta er núna,“ segir hún – sérstaklega á Íslandi. „Við feng- um keppnisrétt eftir Evrópuleikana 2012, en þar hafði Annie Mist tek- ið fyrsta sætið, Katrín Tanja varð í öðru og ég í því þriðja,“ segir hún. „Núna er þetta mjög stórt og kepp- endurnir mun fleiri og samkeppnin harðari. Ég hef unnið fyrir þessum leikum í langan tíma og ég hef aldrei æft svona mikið eða lagt svona hart að mér áður eins og fyrir þetta mót og ég stefndi á það að vinna mér inn þátttökurétt á heimsleikunum í júlí. Þetta var því mikill sigur fyrir mig,“ segir hún en hún varð í fimmta sæti á Evrópumeistaramótinu. Ísland-Ísland! Það má með sanni segja að það sé hálfgert crossfit-æði á Íslandi. Aug- ljóst var að iðkendur fylgdust vel með mótinu og segir Þuríður að allir ís- lensku keppendurnir hafi fundið vel fyrir því. „Það var virkilega skemmti- legt að finna hversu margir voru að fylgjast með, bæði á sjálfu mótinu og hérna heima,“ segir hún og bend- ir á að skipuleggjendur leggi sig fram um að gera mótið áhorfendavænt. „Það á að vera jafn gaman að fylgjast með og keppa. Það verður svo ennþá skemmtilegra að keppa því stemn- ingin er svo góð. Við heyrðum vel í stúkunni að áhorfendur hrópuðu ÍS- LAND-ÍSLAND!“ Sterkar stelpur „Ég vildi að ég hefði svarið. Ástæðurnar eru örugglega margar en besta skýringin er eflaust sú að það þykir flott hérna heima að vera sterk. Hér byrjum við að stunda íþróttir snemma og keppnisskapið er gríðarlegt,“ segir hún um kraftinn í íslensku crossfit-konunum. „Ég geri nú eiginlega ekki mikið annað en æfa, borða og sofa. Ég á stór- an vinahóp og fjölskyldu sem styðja mig með ráðum og dáð. Kærastinn minn er líka í crossfit og hjálpar mér og styður við bakið á mér,“ segir hún. Þuríður æfir mikið, sérstaklega síð- ustu vikurnar. Bakgrunnur hennar er í fimleikum, frjálsum og fótbolta og segir hún það skipta miklu máli upp á liðleika og þekkingu á líkam- anum. „Ég var vel sett vegna þessa bakgrunns, liðleikinn og líkams- þekkingin skiptir miklu máli. Ég æfi um tvisvar á dag, fimm daga á viku. Hver æfing er svona tveir til þrír tím- ar. Þetta er eiginlega fullt starf,“ seg- ir hún. Þuríður stundar einnig nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og hefur því í nógu að snúast. „Þetta hef- ur verið frekar þungur vetur fyrir vik- ið,“ segir hún og bætir við: „En þetta hefst á skipulaginu.“ n Þuríður Erla Helgadóttir 24 ára 5. sæti á Evrópumeistara- mótinu í crossfit Félag: CrossFit Sport Flott að vera sterk Ástæðurnar eru örugglega margar en besta skýringin er eflaust sú að það þykir flott hérna heima að vera sterk, segir Þuríður um árangur íslenskra kvenna. „Þetta er eiginlega fullt starf Katrín Tanja missti af heimsleikunum í fyrra og lét það ekki endurtaka sig É g er mjög ánægð með þessa helgi. Ég byrjaði í crossfit 2011 og ákvað það eiginlega strax að þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir, crossfit- kona frá Crossfit Reykjavík sem varð í 2. sæti á Evrópumeistaramótinu um síðustu helgi. Katrín hefur ver- ið að æfa í nokkur ár, en fór fljótlega að keppa á stórmótum í greininni, meðal annars á heimsleikunum. Gott að missa af keppninni Í fyrra stóð hún í þeim sporum að komast ekki á heimsleikana og mætti því tvíefld á Evrópumeistara- mótið, ákveðin í að tryggja sér keppnisréttinn. „Ég trúi því að það hafi verið gott fyrir mig. Í ár lagði ég allt í sölurnar og lagði hart að mér. Ég ætlaði að komast á heimsleik- ana,“ segir hún og segist hafa áttað sig á því að hún yrði að keyra allt í botn. „Þetta var ekki sjálfsagt, þetta er sterk keppni og það er alltaf ein- hver sem er tilbúinn til þess að taka sæti þitt á leikun- um. Það dreif mig áfram að hafa ekki komist í fyrra,“ segir hún. Setti sér markmið Hún setti sér því markmið, eitt í einu, sem gengu út á það að kom- ast á heimsleik- ana. „Það kom mér kannski ekki á óvart að ég kæmist áfram, því ég hafði auðvitað unnið mikið fyrir því, en samt var það óvænt hvað þetta gekk allt vel,“ segir hún. „Það var ekkert sem ég ekki gat eða taldi mig vera í vandræð- um með. En ég vissi líka að hinar stelpurnar stóðu í sömu sporum. Þess vegna var ég stressuð, en ég var vel undirbúin. Ég reyndi að hafa fókusinn á mig og sleppa því að hugsa um það hvað þær væru að gera.“ Fyrir vik- ið er þessi árangur, annað sætið á Evrópumeistaramótinu, sá sem hún er hvað stoltust af. Nú taka ný markmið við og æf- ingar fyrir heimsleikana. Æfingarn- ar eru stífar, tvisvar á dag fimm daga í viku og stundum bætir hún þriðju æfingunni við. Að auki þjálf- ar hún aðra í crossfit hjá Cross- fit Reykja- vík. Árangur íslenskra kvenna hefur vakið athygli víða. „Ég var spurð hvort fólk ætti að bæta „dóttir“ við nafnið sitt til að verða gott í crossfit,“ segir hún og hlær. „Ég held við höf- um góðar fyrirmyndir, bæði í Annie Mist og í öðrum íþróttum. Við erum sterk þjóð, en fyrst og fremst höf- um við keppnisskap. Ég hef verið í keppni í öllu frá því að ég var krakki, hvort sem það var að næsta ljósa- staur eða í íþróttum. Allt sem við gerum er keppni og það vilja allir vera bestir. Ef viljinn er fyrir hendi þá er hægt að ná árangri og þegar maður nær honum fylgir því svo mikil gleði.“ n Lagði allt í sölurnar. Ég ætlaði að komast á heimsleikana, segir Katrín Tanja. Mynd SiGTryGGur Ari Katrín Tanja Davíðsdóttir 22 ára 2. sæti á Evrópumeistara- mótinu í crossfit Félag: Crossfit Reykjavík „Það kom mér kannski ekki á óvart að ég kæm- ist áfram, því ég hafði auðvitað unnið mikið fyrir því, en samt var það óvænt hvað þetta gekk allt vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.