Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Side 46
38 Lífsstíll Helgarblað 5.–8. júní 2015
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s k
h
ön
nu
n
Staðurinn - Ræktin
Hringdu í síma 581 3730
Nánari upplýsingar á jsb.is
Sumarkort 19.900 kr!
Æfðu með okkur í sumar, frábærir tímar í opna kerfinu
S
igrún Guðlaugardóttir var
klædd í ósamstæða sokka á
heimili sínu síðastliðið mið-
vikudagskvöld þegar frænka
hennar kíkti við í kvöldkaffi.
Hún tók eftir klæðaburði Sigrúnar og
mundi þá eftir átaki í Svíþjóð sem tíu
ára sænsk stelpa kom á laggirnar í byrj-
un árs til þess að vekja athygli á því að
við erum ekki öll eins. Átakið fólst í að
ganga í ósamstæðum sokkum. Þetta
fannst Sigrúnu í alla staði jákvætt. Hún
bjó því til viðburð á Facebook og við-
brögðin hafa verið vonum framar.
Skorar á Íslendinga
Að loknu kvöldkaffi ritar Sigrún á nýj-
an Facebook-viðburð: „Ég var að heyra
af stórkostlegri 10 ára sænskri stúlku.
Hún er stolt af eldri systur sinni með
Downs-heilkenni, biðlaði til fólks að
ganga í mislitum sokkum í einn dag.
Ekki fyrir peninga heldur til að vekja
athygli á því að við erum ekki öll eins,
en jöfn. Og fyrir tilstuðlan þessarar
stúlku klæddust þúsundir Svía mislit-
um sokkum í einn dag. Ég ætla að láta
á þetta reyna á Íslandi! Ég skora á alla,
leikskóla, skóla og vinnustaði til þess
að klæðast mislitum sokkum þann
12. júní 2015. Þannig getum við sýnt
á einfaldan hátt að við fögnum fjöl-
breytileikanum í samfélaginu. Endi-
lega deilið og takið þátt. #rokkuma-
sokkum“
Örfáum klukkustundum síðar
höfðu 1.200 manns skráð sig á við-
burðinn og Sigrún viðurkennir að hún
hafi alls ekki búist við slíkum viðbrögð-
um.
Of mikil leiðindi í samfélaginu
„Ég bjóst ekki við þessu, heldur deildi
ég þessu bara með vinum mínum á
Facebook og beið svo átekta. En við-
brögðin hafa farið langt fram úr mín-
um björtustu vonum.“ Sigrún ljómar
af gleði en henni hefur þótt samfélags-
umræðan allt of neikvæð á undan-
förnum misserum og langaði bara til
þess að leggja sitt af mörkum með já-
kvæðari hætti.
„Mér finnst fólk oft og tíðum vera
að drepast úr leiðindum og nei-
kvæðni. Það er svo leiðinlegt til lengd-
ar. Ég er stuðningsfulltrúi og styð fatl-
aða einstaklinga í skóla. Ég er líka sjálf
í skóla sem leggur mikla áherslu á að
fagna fjölbreytileikanum þannig að
mér finnst þetta átak ríma vel við það
sem ég er að fást við alla daga, en á já-
kvæðan hátt.“
Rokkum í sokkum-átakið fer fram
föstudaginn 12. júní og þeir sem vilja
leggja átakinu lið klæðast ósamstæð-
um sokkum þennan eina dag og merkja
sönnunargagn þess efnis með #rokk-
umasokkum á samfélagsmiðlum. n
Rokkum á sokkum
Sigrún skorar á Íslendinga að ganga í ósamstæðum sokkum þann 12. júní næstkomandi
Bjó til viðburð Sigrúnu
finnst oft vera of mikil nei-
kvæðni í samfélaginu og vill
bæta úr því.
„Það var alltaf draumur að
prófa hundafimi“
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
skrifar
Anna Margrét á sér
óvenjulegt áhugamál
Áhugamálin eru misjöfn og það er alveg
ótrúlega fjölbreytt hvað fólk er að brasa
utan vinnu- og fjölskyldutíma. Anna Mar-
grét Áslaugardóttir á sér áhugamál sem er
heldur óvenjulegt en sífellt stækkandi hópur
hundaeigenda er þó farinn að sýna þessari
iðkun áhuga. Anna Margrét og Boston Terri-
er-tíkin hennar, Vanda, stunda hundafimi af
miklu kappi í frítíma sínum. Út fyrir kassann
kynnti sér þetta áhugamál.
1 Hvað er hundafimi? „Hundafimi er skemmtileg íþrótt sem gengur út á
að láta hund hlaupa í gegnum þrauta-
braut, eigandinn hleypur með honum og
gefur hundinum skipanir um hvaða tæki
eða þraut hann eigi að fara í næst. Þessi
íþrótt styrkir samband hunds og eiganda
og flestum hundum finnst þetta rosalega
gaman.“
2 Hvers vegna byrjaðir þú í hunda-fimi? „Ég hef alltaf haft áhuga á
hundum og öllu sem viðkemur þeim. Það var
alltaf draumur að prófa hundafimi og þegar
ég loksins eignaðist hund og hún hafði náð
aldri fór ég á hundafimimót og kynnti mér
þetta. Eftir það varð ekki aftur snúið.“
3 Er þetta sport fyrir hunda eða fólk? „Þetta er íþrótt þar sem hundur
og eigandi eru að keppa saman í að fara í
gegnum þrautabrautina á sem stystum tíma
og með sem fæstar villur. Þetta reynir bæði á
hundinn og eigandann sem eru teymi.“
4 Geta allir hundar verið með í hundafimi eða skiptir til dæmis
aldur og tegund hundsins máli?
„Hundafimi er fyrir alla hunda óháð því hvort
þeir eru hreinræktaðir eða ekki. Það eru oft
alls konar stærðir og tegundir af hundum
saman í tímum. Hundurinn þarf að vera
orðinn eins árs og hafa lokið grunnnámskeiði
eða hvolpanámskeiði í hundaskóla. Eldri
hundar eru ekkert verri í hundafimi, hundurinn
þarf bara að geta hlaupið og hoppað án
vandkvæða.“
5 Hvert geta aðrir hundaeigendur leitað ef þá langar til þess að
byrja í hundafimi? „Ef áhugi er á að fara
á grunnnámskeið í hundafimi er hægt að
senda tölvupóst á hundafimi@hotmail.com
eða kíkja á www.hundafimi.is. Það eru reglu-
lega haldnar hundafimikeppnir og þær eru
auglýstar á Facebook-síðunni Hundafimi hrfí.
Það er enginn aðgangseyrir fyrir áhorfendur
og frábær leið til að kynna sér sportið er að
koma, horfa á og spjalla við keppendur.“