Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 47
Lífsstíll 39 F átt er skemmtilegra en að halda íslenskri hönnun og hugviti til haga. Um daginn sá ég aug- lýstan á bland.is ótrúlega flott- an sófa sem gerður hafði verið upp. Ég féll strax fyrir honum og ekki spillir fyrir að skemmtileg saga er á bak við hann, saga sem er merkileg í íslenskri hönnunarsögu. Fjölnota Þannig er að Spira-sófann hannaði Þorkell G. Guðmundsson árið 1965 fyrir Á. Guðmundsson. „Þessi sófi á fáa sína líka, enda barst hróður hans víða og hann var framleiddur í miklu magni. Armarnir eru lagðir niður með einu handtaki svo úr verður rúm í fullri stærð og undir miðjunni er stór rúm- fatageymsla. Á daginn mynda púðarn- ir bak svo rúmið breytist í sófa en þá má einnig nota sem höfuðpúða,“ að því er segir í grein á vefsíðunni Hönnun og hlutir fyrir nokkrum árum. Þar kemur einnig fram að Þorkell hannaði einnig röndótt áklæði í nokkrum litum, sem framleitt var sér- staklega fyrir sófann hjá ullarverk- smiðunni Gefjun á Akureyri. Kominn heim til mín Í fjölmiðlum frá fyrri tíð er að finna margvíslegan fróðleik um Spira- sófann. Þar er meðal annars vitnað til þess að árið 1969 var haldin í Laugar- dalshöllinni stærsta húsgagnasýning sem haldin hafði verið hérlendis. Alþýðublaðið fjallaði um sýn- inguna og sagði meðal annars: „Á sýn- ingunni getur að líta margt glæsilegra gripa, og töluvert ber þar á nýtízku- legum húsgögnum, sem í flestum til- fellum eru teiknuð af ísl. arkitektum. Mesta athygli fagmanna, sem á sýn- inguna hafa komið vakti þó sófi, sem á mjög einfaldan og fljótlegan hátt má breyta í rúm. Er lausnin svo einföld, að það vekur almennan hlátur með- al húsgagnaarkitekta yfir því, að þeim skyldi ekki hafa dottið þetta í hug sjálf- um. Þorkell G. Guðmundsson hefur teiknað þennan sófa, en smíðastofa Sverris Hallgrímssonar smíðar.“ Og nú er þessi sófi kominn heim til mín eftir kjarakaup á bland.is. Og ég svona lukkuleg með kaupin, enda sérstakur áhugamaður um að halda á lofti íslenskri hönnunarsögu og menningu. n Helgarblað 5.–8. júní 2015 Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma n Margnota húsgagn n Sófi, legubekkur, rúm og geymsla Sófinn minn Sófinn eins og hann er nú, kominn á heimili mitt með fallegu bláu áklæði. Upprunalegt Sófinn eins og hann birtist fyrst opinberlega. Spira-sófinn sem sló í gegn 1969 Notalegt Ljósmynd af hönnuðinum á Hús- gagnavikunni í Laugardalshöll 1969. (Birt með leyfi Ljósmyndasafns Reykjavíkur). Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is Úthlutun Hönnunarsjóðs Fjölbreytt verkefni fengu styrk Á dögunum var úthlutað rúmlega 20 milljónum úr Hönnunarsjóði, en hátt í 140 umsóknir höfðu borist og var óskað eftir allt að 300 milljónum króna. Þetta er fyrsta stóra úthlutun sjóðsins á árinu, þar sem einungis var hægt að sækja um ferðastyrki í fyrstu úthlutun. Hægt var að sækja um í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknar- styrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki. Alls 15 fjölbreytt hönnunarverk- efni fengu styrki og spanna þau allt frá verkefnum sem tvinna saman 3D prentun og persónuleika- próf yfir í hefðbundna púða með óvæntu tvisti. Hönnun er ung grein á Íslandi og því er sjóður eins og Hönnunarsjóður gríðarlega mikil- væg stoð fyrir bæði unga hönnuði og þá sem lengra eru komnir og eru til dæmis í útrás. Þar að auki hlutu 11 hönnunarverkefni ferða- styrk. Þar á meðal er útrás barnafata- merkisins AsWeGrow til Japan, verk efnið Skordýr í matinn og sýn- ingin Falinn skógur á Ströndum, þar sem stór hópur hönnuða sýnir verk unnin úr rekaviði. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.