Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Qupperneq 49
Skrýtið Sakamál 41Helgarblað 5.–8. júní 2015 Buxur vesti Brók og skór Einstakur markaður í hjarta borgarinnar kolaportid.isOpið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 Móðurhefnd n Slátrari myrti dóttur Marianne n Móðirin útdeildi sjálf réttlæti M arianne Bachmeier fæddist 3. júní 1950 í þýska bænum Sarstedt í Neðra-Saxlandi og ólst þar upp. Foreldrar hennar höfðu flúið þangað frá Austur-Prúss- landi í lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar, en faðir hennar hafði verið með- limur Waffen-SS; alræmdrar sveitar þýska nasistaflokksins. Foreldrar Marianne skildu og móðir hennar giftist á ný. Marianne nauðgað Marianne eignaðist dóttur að- eins sextán ára. Átján ára varð hún barnshafandi á ný, átti þá kærasta, en skömmu fyrir fæðingu annarrar dóttur sinnar var henni nauðgað. Marianne gaf báðar dætur sín- ar til ættleiðingar fljótlega eftir fæðingu þeirra. Árið 1973 eignaðist hún sitt þriðja barn, dóttur sem skírð var Anna. Hún ól Önnu upp sjálf en fór í ófrjósemisaðgerð eftir fæðingu hennar. Anna myrt Þann 5. maí 1980 fór Anna ekki í skólann, að sögn vegna ósættis mæðgnanna. Þess í stað ákvað Anna að heimsækja vin sinn og varð það afdrifarík ákvörðun. Á leið sinni þangað var Önnu rænt af 35 ára slátrara, Klaus Gra- bovski. Klaus mun hafa haldið Önnu fanginni á heimili sínu í nokkr- ar klukkustundir og að lokum kyrkt hana með sokkabuxum. Síðan pakk- aði Klaus líkinu í kassa sem hann svo kom fyrir í grunnri gröf við síkis- bakka. Enginn nýgræðingur Klaus Grabovski var þegar þar var komið sögu dæmdur kynferðisbrota- maður, hafði fengið dóm fyrir að misnota kynferðislega tvær stúlkur. Árið 1976, meðan á afplánun stóð, var Klaus vanaður og undir- gekkst hormónameðferð tveimur árum síðar. Í kjölfar handtökunn- ar vegna dauða Önnu sagði Klaus að hann hefði ekki ætlað að mis- nota hana kynferðislega. Sagði hann að Anna hefði hótað að segja móð- ur sinni að hann hefði snert hana á óviðeigandi hátt nema hann greiddi henni fé. Tók lögin í eigin hendur Þann 6. mars 1981, á þriðja degi rétt- arhaldanna yfir Klaus, dró til tíðinda. Marianne Bachmeier hafði Beretta M1934-skammbyssu í farteski sínu er hún kom í dómhúsið í Lübeck og skaut morðingja dóttur sinnar í bak- ið. Sjö af átta skotum hittu í mark og hné Klaus lífvana niður. Eðli málsins samkvæmt vakti hefndarvígið mikla athygli og voru þeir í meirihluta sem sýndu því skilning. En réttvísisgyðjan er blind og 2. nóvember 1982 var Marianne kærð fyrir morð. Dæmd fyrir manndráp Síðar féll ákæruvaldið frá morð- ákæru og eftir 28 daga samninga- viðræður fékkst niðurstaða í málið. Dómur yfir Marianne var kveðinn upp 2. mars 1983 og hún sakfelld fyrir manndráp auk þess sem hún fékk dóm fyrir ólöglega byssueign. Marianna var dæmd til sex ára fang- elsisvistar en sleppt eftir þriggja ára afplánun. Grafin við hlið dóttur sinnar Marianne giftist 1985 og flutti árið 1988 til Nígeríu með eigin- manni sínum. Þau skildu árið 1990 og Marianne flutti til Sikileyjar. Á Sikiley greindist Marianne með krabbamein og flutti til Þýskalands. Þangað komin veitti hún fjölda við- tala og reifaði þá ákvörðun sína að bana Klaus. Hún sagðist hafa ákveðið, eft- ir mikla umhugsun, að fyrirkoma banamanni dóttur sinnar, hvort tveggja til að fullnægja réttlætinu og koma í veg fyrir að Klaus bæri lygar upp á dóttur hennar. Marianne andaðist 17. septem- ber 1996, 46 ára að aldri, á sjúkra- húsi í Lübeck og var grafin við hlið dóttur sinnar þar í borg. n Dóttir Anne lenti sjö ára í klónum á dæmdum kynferðisbrotamanni. Móðir Marianne Bachmeier kvað upp dóm yfir morðingja dóttur sinnar. „Sjö af átta skotum hittu í mark og hné Klaus lífvana niður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.