Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 52
Helgarblað 5.–8. júní 201544 Menning Ellen hafi einnig hrifist af félags- lega kerfinu á Íslandi. Úr varð að Einar Falur sóttist eftir að fá leyfi fyrir hana til þess að taka mynd- ir af nemendum Öskjuhlíðarskóla og Safamýraskóla árið 2005. Að lokum fékkst leyfið og Mary Ellen tók myndir daglangt af nemend- um en henni til aðstoðar var Golli, ljósmyndari Morgunblaðsins. Í kjölfar þess að greinin með mynd- um hennar birtist í Morgunblaðinu sneri Mary Ellen aftur til Íslands í þrígang að mynda í skólunum tveimur en stofnað var til þess verks af Þjóðminjasafninu. Einnig gerði Martin þá heimildamynd um Alexander, fatlaðan son Steinunn- ar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Þær kynntust fyrir algjöra tilviljun sama dag og Mary Ellen hafði tek- ið myndir af syni hennar. Úr varð samstarf þeirra á milli. Breytti miklu fyrir fatlaða „Það var fyrir algjöra tilviljun að Mary Ellen kom í búðina mína síðdegis eftir að hafa tekið myndir af syni mínum fyrr um daginn fyrir mörgum árum,“ segir Steinunn. „Eins og gengur og ger- ist þá spjallaði ég við viðskipta- vininn og þá kom í ljós að hún hefði tekið myndir af Alexander þann sama dag,“ segir Steinunn um þessa einkennilegu tilviljun. „Mary var alveg ótrúleg kona. Hún tók myndir af fólki í þjóðfélaginu sem fáir vildu beina augum sín- um að,“ segir Steinunn en mynd- irnar af Alexander voru upphaf- ið að verkefninu Undrabörn sem var síðar gefin út í bókarformi með tilheyrandi sýningu á myndunum í Þjóðminjasafni Íslands. Eigin- maður Mary gerði einnig heim- ildamynd um Alexander. Steinunn segir að verkefnið hafi verið mikil- vægt skref til þess að opna augu al- mennings fyrir umhverfi fatlaðra. „Þessi hópur var gott sem ósýni- legur fyrir tíu árum, og viðhorfið hefur ansi mikið breyst síðan,“ seg- ir hún. Steinunn segir að mynd- ir hafi birst af börnunum á for- síðum allra blaða landsins sama dag. Það skipti miklu máli fyrir að- standendur á þessum tíma. „Það var eitthvað sem hafði aldrei gerst áður,“ segir Steinunn. „Hún opnaði nýja vídd inn í ókunnugan heim,“ segir Steinunn sem áréttar að áhrif myndanna hafi verið gríðarlega mikilvæg fyrir fatlaða á Íslandi. Steinunn segir að Mary Ellen hafi haft næmt augu fyrir manneskjum og náð að horfa framhjá líkamlegu atgervi og dregið fram sál mann- eskjunnar. En þarna var samstarf þeirra Steinunnar og Mary Ellen aðeins að byrja. Síðar átti Mary eftir að taka tískuljósmyndir af hönnun Steinunnar auk þess sem þær urðu góðir vinir. „Hún skólaði mig á mörgum sviðum,“ segir Steinunn og nefnir í því samhengi smáatriði varðandi myndatökur og ekki síst umfang slíkra verkefna. „Hún birtist í þess- um ljósmyndatökum allt allt önnur en í kringum myndatökuna á fötl- uðu börnunum,“ útskýrir Steinunn og bætir við að Mary hafi verið fag- mennskan uppmáluð. Myndirnar voru það glæsilegar að þær enduðu á yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum nokkru síðar. Steinunn segir Mary Ellen hafa verði mjög yfirvegaða konu og að hún hafi búið yfir ótrúlegu innsæi. „Mér fannst það alltaf svo áhuga- vert hvað hún hafði skarpa sýn á manneskjuna. Það var eins og hún hefði greiðan aðgang að innra rými manneskjunnar,“ segir Steinunn. „Hún gat séð fegurðina í öllu.“ Kona sem fór alla leið Einar Falur, Mary Ellen og Martin skipulögðu og kenndu saman á fjórum alþjóðlegum ljósmynda- námskeiðum sem haldin voru hér á landi. Hann segir að Mary Ellen hafi haft sterka þörf fyrir að miðla sinni þekkingu áfram. Og það er ljóst að margir listamenn eiga henni mikið að þakka. Þannig segir Einar Falur að hún hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að kynna RAX á erlendri grundu en hún áleit hann einn af fremstu ljósmyndurum veraldar. Einar Falur segir að þau hafi einnig lagt sig fram við að koma sem flest- um íslenskum ljósmyndanemum að sem aðstoðarmönnum á nám- skeiðum þeirra, svo þeir gætu lært af Mary Ellen. Einar Falur segir að Mary Ellen hafi verið hugrakkur og ástríðu- fullur listamaður og einstakling- ur. „Hún var ekki mikið fyrir mála- miðlanir og hikaði ekki við að berjast fyrir því að hennar efni, og hennar sögur, þær sem hún taldi mikilvægar, fengju að njóta sín. Þá sérstaklega varðandi kima, sem heimurinn vildi ekki vita af. Hún barðist fyrir því að sýna þessa heima,“ segir Einar Falur. „En hún var fyrst og fremst traustur og góður vinur vina sinna. Hún var kona sem fór alla leið,“ segir hann að lokum. DV birtir hér nokkrar myndir teknar af Mary Ellen með góðfús- legu leyfi stjórnanda maryellen- mark.com og Einars Fals. n SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður. Gaukshreiðrið Mary Ellen tók ljósmyndir á kvikmyndasettum. Meðal annars mynd Milos Forman, One flew over the cuckoo's nest. Þarna má sjá leikarana úr myndinni sitja fyrir hjá Mary Ellen. Mynd All riGhts MAry EllEn MArK „Mér fannst það alltaf svo áhuga- vert hvað hún hafði skarpa sýn á manneskj- una. Það var eins og hún hefði greiðan aðgang að innra rými manneskjunnar. reykjandi smástelpa Mary Ellen tók þessa mynd í Norður-Karólínu árið 1990. Á myndinni eru frænkurnar Amanda og Amy. Amanda er sú sem er að reykja, en Mary Ellen segir að hún hafi að auki verið stórskostlega kjaftfor. Hún hafi heillast verulega af þessari ungu óhefluðu snót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.