Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Side 7
Helgarblað 19.–22. júní 2015 Fréttir 7 Gleraugnaverslunin Eyesland 5. hæð Glæsibæ www.eyesland.is S: 577-1015 Létt og þægileg í veiðina Veiðigleraugu með og án styrktarglugga Kíktu við og mátaðu! „Þetta er frumskógur“ n Enginn lagarammi utan um ástandsskoðun fasteigna og kaupendur geta endað verr settir E nginn lagarammi er til utan um ástandsskoðun fast­ eigna. Í Noregi er slík skoðun skylda en á ábyrgð seljenda. Aðili sem starfar á markað­ inum segir að um „frumskóg“ sé að ræða og hann hafi fengið leiðsögn í að orða hlutina þannig að hann yrði ekki skaðabótaskyldur ef skoðun hans væri ábótavant. Fyrrverandi formaður Félags fasteignasala segir að kaupendur geti verið verr settir ef leyndir gallar eru á eigninni og skoðunarmaður varð ekki var við þá. Misítarleg ástandsskoðun Ástandsskoðun fasteigna er val­ möguleiki sem margir nýta sér, ef tilefni virðist til og ef þekkingu væntanlegra kaupenda á fasteign­ um er að einhverju leyti ábótavant. Nokkuð algengt er til dæmis að til­ boð séu með fyrirvara um slíka skoðun sem á sér svo stað ef tilboðið fæst samþykkt. Ástandsskoðun er misítarleg. Algeng er svokölluð sjónskoðun þar sem skoðunarmaður kemur og tekur húsið út og reynir að greina sýnilega galla. Í slíkri skoðun eru skoðunarmenn yfirleitt með raka­ mæla og skoða ástand votrýma með þá að vopni. Einnig er til mun ítar­ legri skoðun þar sem lagnir eignar­ innar eru skoðaðar, þak tekið út og möguleg sveppamyndun könnuð, svo dæmi séu tekin. Sjónskoðun sem fór illa Nýlegt deilumál tengt slíkri sjón­ skoðun, sem enn sér ekki fyrir end­ ann á, vakti athygli blaðamanns á því hvar ábyrgðin liggur ef skoðun­ in er illa gerð og kaupandinn situr uppi með galla sem að ættu að vera vel sýnilegir. Í þeim skýrslum sem blaðamaður hefur komist yfir eru greinilega ákvæði þar sem skoðunaraðilar fría sig allri ábyrgð og, ef svo er, þá stendur eftir spurn­ ingin: til hvers að láta ástandsskoða eign sem að verið er að fjárfesta í? Kenndu matsmanni að orða hlutina til að forðast skaða- bótaskyldu „Þetta er frumskógur,“ segir mats­ maður sem vill ekki láta nafns síns getið, þegar hann er beðinn um að lýsa markaðnum. „Það eru engin lög eða reglur um þetta og hver er í sínu horni að skara eld að sinni köku. Ég held nú samt að þekking manna og menntun sé í ágætu lagi en það sem er erfitt í þessu er að lagaramminn er enginn og engar tryggingar eru í boði. Ég talaði við eitt tryggingafélag og vildi fá ábyrgðartryggingu. Þegar ég lýsti starfseminni þá sögðust þeir ekki hafa neitt í boði en buðu mér að koma í viðtal og kenna mér hvernig ég ætti að orða hlutina svo að ég yrði ekki skaðabótaskyldur. Þetta gera menn, setja ákvæði í skýrslurnar um að þeir beri ekki ábyrgð á neinu,“ segir matsmaðurinn. „Það er einfaldlega mjög lík­ legt að á einhverjum tímapunkti muni þér sjást yfir eitthvað og sem einstaklingur þá muntu ekki geta staðið undir mögulegum skaðabót­ um,“ segir matsmaðurinn. Enginn lagarammi um ástandsskoðun „Ég hef heyrt af deilumálum sem þessum, aðilar telja sig hafa átt að fá betri upplýsingar en þeir fengu,“ segir Björn Þorri Viktorsson, hæsta­ réttarlögmaður hjá Lögmönnum Laugardal, fyrrverandi formaður Félags fasteignasala og stjórnar­ maður í Matsmannafélagi Íslands. „Þessi umræða er því ekki ný af nál­ inni en afar þörf. Í minni formanns­ tíð hjá Félagi fasteignasala kom ég að vinnu um setningu laga um fast­ eignakaup. Þá var heilmiklu púðri eytt í að reyna að lögfesta hér á landi ákvæði um skoðunarskýrslur. Í frumvarpinu árið 2002 voru mjög metnaðarfull ákvæði um skoðunar­ skýrslur inni í þeim lögum. Vandinn var hins vegar sá að þau voru eigin­ lega of metnaðarfull. Meðal annars var lagt til að matsmenn skyldu skoða grundun húsa og lagnir. Það eru verulega íþyngjandi ákvæði og varð þess valdandi að þetta var skot­ ið niður. Það var hins vegar mið­ ur að ekki voru tekin upp einhver mildari ákvæði.“ Lögbundin skylda í Noregi að seljandi ástandsskoði eign Björn Þorri nefnir Noreg sem dæmi en þar er það ekki kaup­ andinn sem lætur gera úttekt á eigninni heldur er það seljandinn og slíkt mat er lögbundin skylda frá og með 1. janúar 2015. „Svokallað­ ur „Takstmann“ gerir slíkt mat og kemur með tillögur um verðmat. Þar er framkvæmd nokkuð ítarleg skoðun, en slík skoðun getur aldrei orðið tæmandi. Fasteign er flók­ ið fyrirbæri og það er alltaf spurn­ ing um hversu langt eigi að ganga í að skoða fasteignir. Það sem skiptir máli er hvers lags úttekt matsmenn eru kvaddir til að framkvæma. Var þetta yfirborðsskoðun eða átti hún að vera svo ítarleg að mögulegir gallar á húsinu ættu undir flestum tilvikum að koma fram? Sé miðað við tímakaup sérfræðinga þá tel ég til dæmis afar ólíklegt að mats­ skýrsla sem kostar 40–50 þúsund geti verið ítarleg.“ Minni líkur á að seljandi verði skaðabótaskyldur Aðspurður hvort ástandsskoðun borgi sig þá yfir höfuð segir Björn Þorri: „Auðvitað á fólk sem ekki hefur þekkingu á fasteignum að fá til þess bæra menn til að skoða eignina í aðdraganda kaupanna. Það er hins vegar mikilvægt að þeir aðilar sem veljast til þess standi undir væntingum og upplýsi kaup­ endur um það sem máli kann að skipta. Áratuga dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands segir okkur að ef kaupandi fékk sérfróðan mann til að skoða eign og sá aðili varð ekki var við hinn meinta galla, þá eru almennt séð minni líkur á að seljandinn verði látinn svara af­ sláttar­ eða skaðabótakröfu kaup­ andans á síðari stigum.“ n Fyrirvari í ástandsskýrslu matsmanns Tilgangur þessarar skýrslu er að minnka áhættu á málaferlum og að aðilar sem koma að fasteignaviðskiptum verði ekki fyrir tjóni. Í skýrslunni er í grundvallaratriðum lýsing á ástandi eignarinnar, teknir eru fyrir helstu byggingarhlutar. Beitt er kerfisbundinni framsetning á málum sem varða alla eignina (gátlisti). Skýr- slan er ekki trygging fyrir því að það geti ekki dulist gallar, aðallega vegna þess að byggingarhlutir eru ekki teknir sundur og engar efnisrannsóknir eru gerðar. Matsmaður er eingöngu að lýsa því sem hann sér. Björn Þorri Viktorsson, hæsta- réttarlögmaður og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala Björn Þorri segir miður að ekki hafi verið tekin upp einhver mildari ákvæði um ástandsskoðun fasteigna þegar umræða var um að festa slíkt í lög í aðdraganda laga um fasteigna- kaup árið 2002. Ástandsskoðun fasteigna Ástandsskoðun fasteigna er valmöguleiki sem margir nýta sér, ef tilefni virðist til og ef þekkingu væntan- legra kaupenda á fasteignum er að einhverju leyti ábótavant. Nokkuð algengt er til dæmis að tilboð séu með fyrirvara um slíka skoðun sem á sér svo stað ef tilboðið fæst samþykkt. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Okkur er mjög brugðið yfir þessu“ Girðingar hafa verið færðar lengra frá gossvæðinu O kkur er mjög brugðið yfir þessu enda er hverinn ekki vanur að haga sér svona. Það hefur komið fyrir áður að vatn hafi slest á stígana en aldrei af þess­ um krafti. Það sem virðist hafa gerst þarna er að hverinn gaus miklu lægra en hann er vanur,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Um­ hverfisstofnunar, um atvik er heitt vatn slettist á ferðamenn við Geysi fyrir skömmu með þeim afleiðingum að tvö börn brenndust á fótum. Dv.is greindi fyrst frá málinu og birti myndband sem faðir barnanna, Pétur Reynisson, tók. Myndbandið er sláandi og þar sést hvar börnin stóðu fyrir utan merkt öryggissvæði við hverinn. Öryggismál við Geysi eru nú í endurskoðun, að sögn Guðfinns: „Það hefur þegar verið brugðist við með því að færa girðingarn­ ar lengra frá en að öðru leyti erum við bara að yfirfara öryggismálin og sjá hvað við getum gert frekar til að tryggja öryggi gesta – því það sem hefur gerst einu sinni getur gerst aftur.“ n agustb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.