Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 13
Fréttir 13
þú verðir að axla hana: „Ég hefði átt
að passa mig betur“-viðkvæðið,“ segir
Silja Bára.
„Fyrir vikið er ekkert rými fyrir
mistök. Slysin gerast og fólk á ekki
alltaf að vera að velta sér upp úr þeim.
Fólk keyrir út af, sker sig í fingurinn
eða gerir önnur mistök í lífinu en fær
ekki sömu dæmandi skilaboð um að
það verði bara að taka afleiðingun-
um því það passaði sig ekki nógu vel,“
segir Steinunn.
Þarf ekki að fækka
fóstureyðingum
Umræðan um fóstureyðingar ein-
skorðast oft við það að það þurfi að
fækka þeim. Þessu markmiði á að ná
með auknu aðgengi að getnaðarvörn-
um, en þá vantar alveg skilning á því
að getnaðarvarnir klikka. Silja Bára
og Steinunn segja að fóstureyðingar
verði að vera aðgengilegt úrræði fyrir
konur. „Auðvitað myndi meiri og
betri notkun getnaðarvarna draga úr
fóstureyðingum að einhverju leyti,“
segir Steinunn. „Ef fóstureyðing er
það sem kona þarf til þess að hennar
líf geti haldið áfram á hennar eigin
forsendum er fáránlegt að tala um að
það þurfi að fækka fóstureyðingum.
Auðvitað getum við sagt að það ætti
að fækka óæskilegum þungunum. En
konur verða eftir sem áður þungaðar
án þess að vilja það og þetta eru tví-
bent skilaboð.“
Fóstureyðing á sér stað eftir getn-
að og getur því aldrei verið getnað-
arvörn. En fyrir margar konur virka
ekki getnaðarvarnir og eru í bók-
inni fjölmörg dæmi þess að konur
óski eftir fóstureyðingu vegna þess
að getnaðarvarnirnar, jafnvel bæði
smokkur og hormónagetnaðarvörn,
hafi brugðist. „Það er ótrúlega oft
sem getnaðarvarnir bara klikka og
á aðrar konur virka getnaðarvarnir
ekki. Sumar konur þola ekki getnað-
arvarnir. Þegar talað er um að fóstur-
eyðing geti ekki verið getnaðarvörn er
fyrir vikið verið að ýta undir skömm,“
segir Silja Bára.
Hugrekki
„Það þarf töluvert til þess að senda
svona sögur frá sér, sérstaklega vegna
þess að lítið er talað um þetta almennt
nema í litlum hópum og öruggum
rýmum, og við erum mjög þakklátar
þeim sem það gerðu,“ segir Steinunn.
„En við vitum að fyrir sumar var það
bara of erfitt.“
„Ég man sérstaklega eftir ein-
um tölvupósti þar sem kona sendi
okkur bréf og sagðist hafa reynt að
skrifa sögu sína en það hefði bara ver-
ið henni of erfitt. Það var ekki vegna
eftirsjár eftir fóstureyðingunni held-
ur vegna þess að aðstæðurnar í kring-
um hana hefðu verið henni svo þung-
bærar. Önnur var í stöðugu sambandi
við okkur í þrjár vikur meðan hún setti
söguna sína niður,“ segir Silja Bára.
Lesa má brot úr frásögn einnar konu
hér til hliðar.
Þegar blaðamaður hitti höfunda
bókarinnar á Kjarvalsstöðum á
dögunum er ljóst að þær ætla sér
ekki að hvísla um fóstureyðingarnar
heldur ræða um þær hátt og skýrt.
Steinunn og Silja Bára höfðu hugs-
að sér að gefa bókina út hjá almennu
bókaforlagi en niðurstaðan var að
gefa hana út hjá Háskólaútgáfunni.
„Við höfum verið á báðum áttum með
það hvar bókin ætti heima. Okkur
var tekið mjög vel alls staðar þar sem
við fórum að ræða við forleggjara, en
niðurstaðan var alltaf að það yrði erfitt
að markaðssetja bók sem fjallaði um
fóstureyðingar. Það væri ekki endi-
lega eitthvað sem fólk treysti sér til
að ganga inn í bókabúð og kaupa. Við
höldum að það sé misskilningur, það
þarf að vera hægt að ræða þetta og
það á að vera hægt,“ segir Silja Bára.
„Við vonumst til að geta sýnt fram á að
fólk er víst tilbúið til að lesa um fóst-
ureyðingar og ræða þær, með því að
safna upp í útgáfukostnað með for-
sölu bókarinnar á Karolina Fund. n
Helgarblað 19.–22. júní 2015
Til sýnis á staðnum
Háþekju FT430. Tilbúinn með ökurita.
Loftkæling. Hraðastillir. Hiti í framrúðu. ofl.
Verð miðað við hópferðaleifi
5.490.000,- án vsk.
6.807.600 með vsk.
Nýr 2014 Ford Transit 17 manna ←
Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir
Rykmoppur og
sápuþykkni frá
Pioneer Eclipse
sem eru hágæða
amerískar hreinsi-
vörur.
Teppahreinsivörur
frá HOST
Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942
Frábærar þýskar
ryksugur frá SEBO
Decitex er
merki
með allar
hugsanlegar
moppur og klúta í þrifin.
UNGER gluggaþvottavörur,
allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með:
Marpól er með
mikið úrval af
litlum frábærum
gólfþvottavélum
Tilboð fyrir hótel og
gistiheimili í apríl/maí!
Konur verða að mega gera mistök
ætti ekki að vera að fækka fóstureyðingum n Snýst um yfirráðarétt yfir líkömum kvenna
Er það ekki svolítið „kvenskt“?
Í bókinni Rof kemur fram saga konu sem
var 28 ára móðir með ársgamalt barn
þegar hún varð aftur barnshafandi. Konan
hafði verið að glíma við erfitt fæðingar-
þunglyndi og ákváðu hún og sambýlis-
maður hennar að fara í fóstureyðingu. Það
var ekki beinlínis erfitt að taka ákvörðun-
ina, en það var erfitt að réttlæta hana
þegar fram í sótti, segir konan. Konan bjó
úti á landi og var vísað á kvennadeildina í
Reykjavík til að fara í aðgerðina. Konunni
hafði verið sagt að hún mætti hafa
manninn sinn hjá sér, en fékk það svo ekki
þegar á spítalann var komið. Hún lýsir að-
stæðum svona, eftir að á kvennadeildina
var komið og svo heim:
„Þetta var í fyrsta skipti sem ég fann
einhverja andúð á því sem ég var að gera,
fékk þetta einhvern veginn framan í mig
og fékk ekki að hafa þetta eins og mér
hafði verið sagt. Ég varð alveg ísköld
allan tímann, fann engar tilfinningar fyrr
en ég var komin heim til mín með barnið
mitt í fangið og þá byrjaði ég að gráta. Ég
grenjaði í nokkra sólarhringa og upplifði
bæði létti, að þetta væri búið, en líka
skömm að hafa ekki getað klárað þessa
meðgöngu. Og það endurvaknaði þegar ég
varð ófrísk aftur. Það var skrýtið að standa
frammi fyrir því, að það væru virkilega
bara þrír mánuðir sem skildu að þessar
gjörólíku aðstæður og tilfinningar, og rosa-
lega erfitt að réttlæta það að ég ætlaði
að ganga í gegnum aðra meðgöngu fyrir
þennan frumuklasa, sem er núna farinn
að sparka í rifbeinin á mér og vekja aftur
þennan ofboðslega kvíða og meðgöngu-
þunglyndi. Sennilega er ég að refsa mér
fyrir að hafa hugsað um mig. Er það ekki
svolítið „kvenskt“? Maður er náttúrlega
alinn upp í þessu samfélagi þar sem þú ert
ekki almennileg kona nema þú skammist
þín alveg niður í rassgat fyrir hluti eins og
þetta … En ég bý svo vel að eiga mann sem
minnir mig á að hætta að refsa mér, að ég
geti ekki verið fórnarlamb því við höfum
tekið þessa ákvörðun. Og hún verður
bara að vera rétt á þeim tímapunkti sem
maður tekur hana. Og á þessari meðgöngu
las ég eitthvað um að glöð mamma væri
góð mamma. Þá hugsaði ég bara „guð
minn góður, hvað ég hefði ekki verið góð
mamma“. En núna þarf ég líka að vinna í
því að sætta mig við að þetta barn sé að
koma, og það er fyrst núna á 30. viku sem
ég er farin að hlakka til.“
Einstakar sögur
Sögurnar eru allar
einstakar, segja þær Silja
Bára og Steinunn, en
tæplega 80 konur sendu
þeim frásögn sína af
fóstureyðingum.
Mynd Sigtryggur Ari