Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Qupperneq 32
32 Lífsstíll Helgarblað 19.–22. júní 2015 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Staðurinn - Ræktin Hringdu í síma 581 3730 Nánari upplýsingar á jsb.is Sumarkort 19.900 kr! Æfðu með okkur í sumar, frábærir tímar í opna kerfinu Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Litar sig út úr kvíðanum n Alda Björk notar litabækur fyrir fullorðna n Listrænir hæfileikar ekki nauðsynlegir Í rúm 13 ár hefur Alda Björk Guð­ mundsdóttir glímt við kvíða sem hún hefur reynt ýmislegt við. Ný­ lega fann hún svo „tæki“ sem henni finnst nýtast sérstaklega vel til þess að draga úr kvíðaein­ kennunum. Tækið er mögulega ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug við kvíða enda er hér um að ræða lita­ bók fyrir fullorðna. „Kvíðinn er oftast félagslegur en getur tengst mörgu öðru líka, til dæmis myrkri, flugum, sumrinu, draugum, nýjum hlutum, lækn­ um og miklum breytingum. Í gegn­ um tíðina hef ég upplifað mikinn kvíða og pirring en finn að kvíðinn minnkar þegar ég dunda mér við litabókina í klukkutíma eða lengur.“ Rakst á litabók í Noregi Alda Björk segir að hún hafi óvart komist upp á lagið með litabækurn­ ar. Hún rakst á svona litabók í Noregi um síðastliðna páska og ákvað að slá til. Síðan hefur ekki verið aftur snúið og litabækurnar orðnar margar. „Ég var í heimsókn hjá systur minni í Noregi og hún sýndi mér litabók fyrir fullorðna. Mér fannst þetta ótrúlega spennandi og ákvað að prófa en þá vissi ég ekki að svona litabækur hafi verið notaðar sérstak­ lega fyrir fólk með kvíða. Ég fann þó fljótlega eftir að ég byrjaði að lita að þetta hentaði mér vel og að mér líð­ ur ótrúlega vel þegar ég lita.“ Gaman að sjá útkomuna Alda Björk hefur miðlað af reynslu sinni og skrifaði pistil á heima­ síðuna www.kvidi.is þar sem hún mælti með slíkum bókum fyrir fólk með kvíða. Hún segir að listrænir hæfileikar séu alls ekki nauðsynleg­ ir og að sjálf hafi hún ekki litað mik­ ið sem barn. „Ég var ekki nógu dugleg að lita sem barn, gerði það alveg af og til en ég er frekar skapandi í eðli mínu og klár að skapa alls kyns hluti í photo­ shop. Svo nýti ég sköpunarþörf­ ina með börnunum í vinnunni. Það sem er líka svo gott við litabækurn­ ar er að þær krefjast þess ekki að þú hafir nokkra kunnáttu. Þú ert ekki að teikna upp línurnar, þú bara lit­ ar í öll formin og ræður litunum. Það skemmtilegasta er svo að sjá hvernig útkoman verður.“ Best að nota tússliti Síðan Alda Björk fékk fyrstu litabók­ ina í Noregi hefur hún verið dugleg að kaupa sér nýjar bækur í gegnum Amazon. Þá sá hún að bækurnar eru notaðar meðal annars við að kenna núvitundartækni gegn kvíða og þunglyndi. Henni fannst það ríma sérstaklega vel við reynslu sína. Að lokum mælir Alda með nokkrum af sínum uppáhaldsbókum og gefur góð ráð varðandi liti og litaval. „Ég mæli langmest með bókinni Kreativitet Mindfulness, er mjög hrifin af henni. Svo fannst mér líka bókin Art Therapy (An Anti stress colouring book), með mynd af ref framan á, skemmtileg en í henni er þó búið að lita brot á hverja mynd til að gefa hugmynd. Sú bók er ótrúlega litrík og falleg. Best er að hafa túss­ liti sem eru frekar mjóir með góð­ um oddi, ekki þykka, upp á að ná í minnstu línurnar. Og svo er gott að hafa góða tréliti með. Gerðin skiptir ekki öllu máli.“ n Gott að dunda sér Alda Björk finnur að það dregur úr kvíðaeinkennum þegar hún dundar sér við að lita. Litríkt Best er að nota tússliti með mjóum oddi til að lita ekki út fyrir. En góðir trélitir ganga líka. Fallegt Alda Björk segir alltaf gaman að sjá útkomuna á myndunum. Leynigarðurinn á Íslandi Uppseld víða um heim en er nú fáánleg hér á landi U m þessar mundir kemur út litabókin Leynigarðurinn sem einmitt er ætluð fyrir fullorðna. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar sem hrinti bylgj­ unni af stað og hefur slegið í gegn úti um allan heim. Á heimasíðu forlagsins, Bjarts, sem gefur út bókina, segir: „Förum í ferðalag um leyni­ garð þar sem dregnar eru fíngerð­ ar og undurfagrar myndir sem bíða þess að verða gæddar lífi með lit­ um. Í hverri mynd fela sig alls kyns skordýr og skepnur. Einnig á eftir að ljúka við suma hluta garðsins. Fyrir listamenn og garðyrkjufólk á öllum aldri.“ Bókin hefur dásamlega róandi áhrif á mann og margar bækur sem hafa komið út í kjölfar hennar hafa tekið fram hvað þetta sé gott gegn kvíða og vinni með manni í núvit­ undinni. Bókin er nýkomin í versl­ anir á Íslandi en hún er uppseld víða um heim. n Loksins á Íslandi Litabókin hefur slegið í gegn um allan heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.