Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Page 4
4 Fréttir Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Vilja ekki sömu slysa- tölur og fyrir hrun n Vinnueftirlitið brýnir fyrir verkkaupum og verktökum að huga að vinnuverndarmálum A llt bendir til að fram undan sé uppsveifla í byggingar- starfsemi og mannvirkja- gerð hér á landi eftir mikla lægð frá árinu 2008. Allar þær framkvæmdir sem eru að hefj- ast eða fyrirhugað er að hefja á kom- andi mánuðum og árum geta leitt til mikillar fjölgunar starfsmanna í þessum geira. Vinnueftirlitið vill því brýna fyrir verkkaupum og verktök- um og öðrum hagsmunaaðilum að huga vel að vinnuverndarmálum, ekki síst öryggismálum.“ Þetta kemur fram í dreifibréfi sem Vinnueftirlitið sendi á dögun- um til verktaka og verkkaupa í byggingar- og mannvirkjagerð og annarra sem málið varðar. Þórunn Sveinsdóttir, deildar- stjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins, segir að með bréf- inu vilji stofnunin leggja áherslu á að verkkaupar og verktakar vinni heildstæða undirbúningsvinnu, sem tryggi örugga og slysalausa framkvæmd, áður en verkið hefst. „Við viljum ekki að það sé farið að eltast við vandræðin þegar allt er komið af stað heldur að tryggja að það verði ekki vandræði. Við vilj- um byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann,“ segir Þórunn. Varúðarmerki Mikil uppsveifla var í byggingargeir- anum hérlendis fyrir hrun með til- heyrandi hraða og spennu. „Það gekk mikið á og það sást í slysatöl- um. Okkar markmið með þessu bréfi er að ýta undir að slíkt endurtaki sig ekki því það viljum við alls ekki sjá,“ segir hún. „Við sjáum nú þegar vís- bendingar um hækkun í slysatölum, þannig að það eru ákveðin varúðar- merki komin af stað. Það er til mik- ils að vinna að menn virkilega setj- ist niður og skipuleggi það sem á að fara fram. Eins mega menn ekki ætla sér of stuttan tíma í verkið. Það mætti bæta verulega í þessu ferli.“ Vantaði upp á eftirlit fyrir hrun Aðspurð viðurkennir Þórunn að það hafi vantað upp á eftirlit hjá stofn- uninni fyrir hrun en tekur fram að Vinnueftirlitið eigi ekki að halda í höndina á mönnum, heldur eigi fyr- irtæki að hafa stjórn á sínum málum sjálf. „Þegar verður svona sprenging er erfitt um vik fyrir eftirlitið að vera alls staðar þar sem verið er að byggja og framkvæma. Það er ekki heldur markmiðið að Vinnueftirlitið standi alla daga yfir mönnum en miðað við hraðann og fjölda verka sem voru í gangi var það víðs fjarri að við gæt- um verið á öllum vinnustöðum.“ Niðurskurður hjá Vinnueftirlitinu Hún segir að stofnunin hafi engu að síður á þeim tíma verið á mun fleiri vinnustöðum en í dag því skorið hafi verið hressileg niður eftir hrun. Nýtt fólk hefur ekki verið ráðið í stað þeirra sem hafa hætt fyrir aldurs sakir, þar á meðal þriðjungur eft- irlitsmanna. Núna starfa tíu til ellefu á landinu öllu í beinu eftirliti. Ekki hefur náðst að bæta við mannaflann eins og til þarf, að mati Þórunnar. „Það er áhyggjuefni því við þyrftum að fá meiri fjármuni til að geta styrkt eftirlit okkar. Núna erum við að beina mannaflanum í þetta verkefni, bygginga- og mann- virkjageirann, en það bitnar á öðr- um greinum.“ Erlendir starfsmenn slasast oftar Þórunn segir fræðslu starfsmanna skipta gríðarlegu máli til að hægt sé að draga úr slysahættu. Allir þurfi að ganga í sama takt. Þar skiptir máli að á stöðum þar sem mörg tungumál eru töluð að menn skilji hver annan. „Við höfum séð að erlendir starfs- menn slasast oftar en Íslendingarn- ir. Auðvitað er þetta áhættuþáttur ef menn skilja ekki það sem fram fer. En ef nægilega góð fræðsla og þjálf- un er veitt getur það skipt sköpum, ásamt fyrri reynslu og þekkingu.“ Núll-slysastefna Landsvirkjunar Hún nefnir að fyrirtækið Lands- virkjun hafi staðið sig vel með svo- kallaðri núll-slysastefnu sinni. „Það hefur leitt til gríðarlegra breytinga í verkum síðari ára eins og Búðarháls- virkjun. Þeir réðu verktaka sem var með öryggismálin á hreinu og þetta skilaði sér í því að það var mjög lítið um slys í þeirri framkvæmd.“ Einnig segir hún mikilvægt að gera áhættu- mat fyrir allt verkið, bæði áður en það hefst og fyrir hvern einasta dag. Vinnupallar hættulegastir Spurð út í hættulegustu aðstæð- urnar sem verkamenn lenda í nefn- ir Þórunn fallslys þar sem verið er að vinna á vinnupöllum. „Það er mjög hættuleg vinna og það skipt- ir afar miklu máli að vinnupall- ar og fallvarnir allar í kringum þá séu í lagi. Þetta þarf að vera gert af kunnáttufólki, aðilum sem hafa hlotið þjálfun og þekkingu til að setja pallana upp og taka þá niður. Þetta er það algengasta sem veld- ur slysum og þau geta verið mjög alvarleg,“ segir hún. n HÓTEL OG GISTIHEIMILI Við leigjum út rúmföt og handklæði fyrir hótel og gistiheimili. Sækjum, þvoum, straujum og sendum. Fáðu verðtilboð! 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is www.iamhappy.is #iamhappyis IamHappy.is Alvöru útsala • 30-50% afsláttur af ÖLLUM fatnaði • I AM HAPPY Barnavöruverslun • Brekkuhúsum 1 Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Þegar verður svona sprenging er erfitt um vik fyrir eftirlitið að vera alls staðar þar sem verið er að byggja og framkvæma. Vinnuslys við byggingu og viðgerð mannvirkja 2003–2013 n 2013: 67 slys n 2012: 70 slys n 2011: 98 slys n 2010: 121 slys n 2009: 150 slys n 2008: 359 slys n 2007: 603 slys n 2006: 564 slys n 2005: 527 slys n 2004: 676 slys n 2003: 162 slys Verkamaður að störfum Vinnu- eftirlitið vill ekki eins mikla slysa- tíðni og fyrir hrun. MyNd Sigtryggur Ari Þórunn Sveinsdóttir Fræðsla starfs- manna skiptir gríðarlega miklu máli að mati Þórunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.