Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 17.–20. júlí 2015 „Seyðisfjörður stendur illa varðandi samgöngur“ n Yfir þrjú þúsund manns hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu n Úrbætur nauðsynlegar H átt í 3.500 manns hafa ritað nafn sitt undir stuðnings­ yfirlýsingu þess efnis að farið verði í framkvæmdir á undirbúningi fyrir jarð­ göng milli Seyðisfjarðar og Egils­ staða sem fyrst. Þess má geta að íbúar Seyðisfjarðar eru 653 talsins. Í yfirlýsingunni segir að fjöl­ margar ályktanir og áköll hafi kom­ ið frá Seyðfirðingum um varan­ legar samgöngubætur og að ekki verði unað við þær hættulegu og óásættan legu aðstæður sem eru í samgöngumálum Seyðisfjarðar. Eini akvegurinn frá Seyðisfirði Vegurinn um Fjarðarheiði er eini akvegurinn til og frá Seyðisfirði en hann liggur í 620 metra hæð yfir sjávarmáli. Stóran hluta árs get­ ur færð verið erfið og það hefur verið bæði Seyðfirðingum og ferða­ mönnum til trafala. Heiðin lokast oft á veturna, stundum svo dög­ um skiptir, og menn verða því inn­ ikróaðir í firðinum. Veldur það til­ heyrandi óþægindum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að Seyðfirðingar hafi barist fyrir Fjarðarheiðargöngum í meira en 30 ár og því sé orðið tímabært að hlustað sé á neyðaróp þeirra. Forsvarsmenn bæjarráðs Fjarða­ byggðar eru ósammála hugmyndum Seyðfirðinga um að Fjarðarheiðar­ göng séu heppilegasti kosturinn í stöðunni og sagði formaður bæj­ arráðs, Jens Garðar Sveinsson, í frétt­ um RÚV fyrir skömmu að betra væri að byrja á göngum frá Seyðisfirði til Norðfjarðar í gegnum Mjóafjörð með tengingu upp í Fjarðardal. For maður bæjarráðs Seyðisfjarðar, Margrét Guðjónsdóttir, er því ósammála. Sterkt að tengja miðsvæði Austurlands „Það eru allir á Austurlandi sam­ mála um að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í úrbætur samgangna til Seyðisfjarðar. Maður sér það æ betur eftir því sem tíminn líður og fólk sækir meira á milli byggðar­ laga,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Bæjarráð Fjarðabyggðar vilji ein­ faldlega að skoðaðir séu fleiri kostir til að tengja saman byggðir Austur­ lands. „Ef svarið er göng undir Fjarðarheiði þá er það bara þannig. Á endanum eru það samgöngu­ yfirvöld og Alþingi sem taka ákvörðun um málið. Það er hins vegar okkar mat að það sé mjög sterkt að tengja allt miðsvæði Aust­ urlands í eitt atvinnu­ og þjónustu­ svæði. Sé litið til framtíðar myndi myndast gríðarlega sterk eining á Austurlandi með göngum milli Fjarðabyggðar og Seyðisfjarðar,“ segir Jón Björn. Seyðisfjörður yrði þannig að hálfgerðri endastöð en göng myndu liggja frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Neskaupstaðar. Göng að Egilsstöðum myndu liggja frá Mjóafirði og upp í Fagradal, þaðan sem keyrt yrði um fjallveg til Egils­ staða. Hann bætir því við að lokum að ekki sé um neinar deilur milli manna á ræða: „Allar umræður eiga að þola að ýmsar hliðar séu ræddar og svo sé tekin ákvörðun um þær. Til þess eru yfirvöld á Íslandi.“ Slá ryki í augu fólks Margrét Guðjónsdóttir segir Seyð­ firðinga hafa barist fyrir bættum og öruggari samgöngum frá Seyðisfirði í þrjá áratugi. „Við höfum stutt allt sem snýr að því að bæta samgöngur, hvort sem það er á Austurlandi eða annars staðar.“ Nú sé komið að því að grafa göng frá Seyðisfirði. „Fjarðabyggð hefur komið fram með þær hugmyndir að göng frá Mjóafjarðarheiði sé einhver fram­ tíðarkostur fyrir samgönguvanda okkar Seyðfirðinga. Sá kostur hefur verið afskrifaður af hálfu Vega­ gerðarinnar og er ekki til umræðu enda leysir hann ekki þann vanda sem Seyðfirðinga standa frammi fyrir; að þurfa að keyra veg í svona mikilli hæð og á svo snjóþungum svæðum.“ Margrét segir að verið sé að slá ryki í augu fólks þegar talað sé um að Fjarðabyggðatengingin ein og sér leysi samgönguvandamál Seyðisfjarðar því þá eigi vegfar­ endur eftir að ferðast um vályndan Fagradal á leið sinni á Hérað: „Með því að grafa Fjarðarheiðargöng munum við í framtíðinni geta losað allt Mið­Austurland undan fjallveg­ um Fagradals og Fjarðarheiðar og opna möguleika á áframhaldandi gangagerð milli byggðalaganna.“ Hún telur Seyðfirðinga hafa sýnt fram á að Fjarðarheiðar­ göng séu nauðsynleg til framtíðar. Ómögulegt sé fyrir sveitarfélag að búa við samgöngur sem ekki séu alltaf greiðar. Í framhaldi af gerð Fjarðarheiðarganga yrði síðan hægt að skoða tengingu frá Seyðis­ firði til Mjóafjarðar og Neskaup­ staðar. „Það leysir ekki okkar mál að vísa okkur eingöngu inn í Fjarða­ byggð.“ Kostnaður 20–25 milljarðar Samkvæmt upplýsingum frá Vega­ gerðinni yrði kostnaður við gerð Fjarðarheiðarganga 20 til 25 millj­ arðar króna en áætluð vegalengd þeirra yrði 13,5 kílómetrar. Göng úr Mjóafirði að Egilsstöðum yrðu rúmlega 9 kílómetrar en sú fram­ kvæmd yrði 6–7 milljörðum ódýr­ ari. Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnun­ ar, segir að enginn vafi sé á því að Seyðisfjörður standi illa varðandi samgöngur: „En ekki er vafi á því að hægt sé að leysa þeirra mál. Hins vegar skipti máli fyrir Mið­Austur­ land að horft sé á heildarmyndina. Sú lausn sem farið verður út í fyrir Seyðisfjörð verður að vera hluti af einhverju heildarplani sem allir eru sammála um að sé framtíðin yfir ákveðið tímabil. Síðan verði farið í eina framkvæmd af annarri.“ n Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Margrét Guðjónsdóttir Seyðfirðingar hafa barist fyrir göngum í 30 ár. Jón Björn Hákonarson Tengja saman miðsvæði Austurlands. Kort af Mið-Austfjörðum Hér má sjá þá kosti sem um ræðir. Egilsstaðir Fjarðarheiðar göng Mjóafjarðargön g Fagridalur Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Mjóifjörður Mið-Austfirðir Seyðisfjörður Neskaupstaður Fjarðargötu 19, Hafnarfirði (í húsi Innrammarans) • Sími 568 0400 • www.fabrik.is tölvuviðgerðir Fullt verð 12.250,- FABRIK TÖLVUÞJÓNUSTA · Ástandsskoðun · rykhreinsun · vírushreinsun · Óæskilegur hugbúnaður fjarlægður Sumartilboð 4.990,- Hröð og góð þjónusta! Full yfirferð (Windows-tölvur)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.