Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Qupperneq 28
Helgarblað 17.–20. júlí 201528 Lífsstíll Kæra Ragga É g tel mig nokkuð skynsama manneskju og kunna muninn á réttu og röngu, en engu að síður þá held ég framhjá. Í nokkur ár hef ég verið að slá mér upp með samstarfsmanni en er orðin ofboðslega þreytt á þessu mynstri og langar að losna úr því. Við erum bæði gift en það er um 10 ára aldursmunur á okkur. Hann er og var þekktur daðrari og var búin að eiga í nokkrum smá „flingum“ í vinnunni sem ég og flestir vissu vel af, og stóð nákvæmlega á sama um því ég pældi lítið í manninum. Ég er mikill daðrari og kynvera en mér hefur tekist að halda því nokkurn veginn bara fyr- ir mig og bólfélaga, svo ég er ekki al- ræmd á vinnustaðnum eins og hann. Köttur og mús Þegar hann tók eftir mér á sínum tíma, átti ég sennilega bara að vera næsta stutta „flingið“ hans og líklega hefur hann haldið að kötturinn gæti leikið sér stuttlega að þessari mús eins og öðrum, en nei, þarna hitti skrattinn ömmu sína og við erum ennþá í sama pakkanum næstum hálfum áratug síðar. Við erum oft búin að reyna að hætta í bæði góðu og illu – höfum rif- ist, hatast og niðurlægt, verið afhjúp- uð af mökum oftar en einu sinni og þar fram eftir götunum. Við erum ekki mjög náin – deilum einhverju á yfirborðinu en pössum okkur alltaf að fara ekki dýpra, og við eyðum litlum sem engum tíma saman fyrir utan þetta leynilega. Fyrir framan aðra erum við frekar stirð í samskipt- um, og þess vegna verður stundum misskilningur og leiðindi. En hvað er það sem við erum að sækja í? Í raun þoli ég hann illa, finnst hann sjálfumglaður, „over the top“ og bráður á allan hátt, en jú, hann er nokkuð myndarlegur og með gott sjálfstraust og við eigum það sam- eiginlegt að vera skíthælar með enga sjálfstjórn. Hvaða stelpa hefur ekki elskað vonda strákinn? Kynferðislegir yfirburðir Af hverju er hann að sækja í mig? Ég er örugglega ekki mikið skárri í hans augum, ég er alltaf til og hef klárlega töluverða yfirburði yfir hann á kyn- lífssviðinu – og það er nokkuð ljóst að ég er að veita honum eitthvað sem hann fær ekki heima hjá sér. Á móti kemur að hann er ekki að koma með neitt nýtt inn á borð til mín nema sig sjálfan. Jú, ég er sirka áratug yngri, og í sambandi svo það er engin hætta á að ég vilji eitthvað meira samband og ég legg jafn mik- ið ef ekki meira upp úr því að ekkert komist upp. Niðurstaðan er eiginlega að SPENNA sé lykilorðið hjá okkur báð- um. Lítill sjálfsagi Þó svo að þetta sé spennandi þá er þetta líka orðið svo þreytt. Ég er löngu farin að þekkja mynstrið og ætti fyrir löngu að vera farin að geta tekið sveig þegar ég veit í hvað stefnir. Annað hvort okkar fær reglu- lega samviskubit og kúplar sig út, og til að halda „kúlinu“ lætur hinn aðil- inn eins og honum sé sama þannig á endanum springur fyrri aðilinn á limminu og orgar eins og smákrakki eftir athyglinni aftur og allt dettur í sama farið. Þar sem að ég er aumingjagóð blaðka með lítinn sjálfsaga vona ég alltaf undir niðri að hann segi endan lega stopp því ég veit það fyrir víst að ég eltist ekki við menn sem vilja mig ekki en ég er farin að halda að það gerist ekki þar sem hann er sennilega nákvæmlega eins. Hvað gera Danir þá? Kveðja, Ylfa Elsku Ylfa Mikið svakalega fannst mér bréfið þitt skýrt og skemmtilegt. Ég veit að þú veist að ég mun ekki leysa vand- ann þinn með örfáum orðum á síðu Kynlífspressunnar, en á sama hátt skil ég að það hafi verið gott fyrir þig að koma hugsunum þínum á blað – og það er alltaf gott að fá álit. Ég vona samt að þú eigir einhverja glögga trúnaðarvinkonu sem þú getur eytt löngum stundum með við að kryfja málið. Mér finnst þú hafa prýðilegt inn- sæi í stöðuna – þú ert (svo vitað sé) í einhliða opnu sambandi, og í því fel- ast alltaf dálítil svik. Þú minnist lítið á sambandið við eiginmanninn, og á orðum þínum skil ég að sjóðheiti vinnufélaginn sé nú ekki sá eini sem þú hefur átt í hliðarsambandi við í gegnum tíðina. Ég ætla ekki að setja mig á háan hest og dæma þig fyrir þínar gjörðir, lífið er ekki svarthvítt og þú ert greinilega ekki gerð til að vera eins manns kona, en í guðanna bænum reyndu að minnsta kosti að halda þessu leyndu fyrir mannin- um þínum og ekki taka eitthvað játn- ingakast. Með því værir þú bara að færa þinn sársauka og samviskubit yfir á hans herðar. Finndu eitthvað nýtt að gera En hvað er best að gera í stöðunni? Ég held hreinlega að þú þurfir að finna þér eitthvað annað að gera. Mynstrið ykkar uppfyllir greinilega einhverja þörf hjá þér, þess vegna sækir þú í sama farið. Þú talar um spennuna, en þarna er líka ákveðið vald sem þú hefur, þú segist vera meiri kynlífsmeistari en hann, þú ert yngri – fyrir það uppskerð þú eflaust lotningu hans. Hann fellur hvað eft- ir annað og tilfinningin sem því fylgir er örugglega jafnsæt og kandífloss á fögrum sumardegi. Hvort sem það verður annar ástmaður, fallhlífar- stökk eða sjósund – finndu þér eitt- hvað að gera, kona, og prófaðu að fá kikkið út úr neiinu. Það getur verið mikill kraftur í að setja mörk. n Bestu kveðjur, Ragga Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Fyrir framan aðra erum við frekar stirð í samskiptum, og þess vegna verður stundum misskilningur og leiðindi. Skrifstofukynlíf Forboðinn hiti í fundarherberginu. Ég held framhjá og get ekki hætt n Stjórnlaust vinnustaðasamband n „Eigum það sameiginlegt að vera skíthælar“ Smart föt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.