Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Page 38
Helgarblað 17.–20. júlí 201538 Fólk
E
ftir hrun buðu yfirvöld í
Kanada þúsundum Íslendinga
að flytjast til Manitoba und-
an kreppunni. Þetta er ekki
í fyrsta sinn sem Íslendingar
flytja vestur þegar skóinn herðir.
Fyrsta tilraunin var gerð í kringum
árið 1000. Sú stóð stutt, en enn má þó
sjá minjar um hana á Nýfundnalandi
og í Glaumbæ fyrir utan Sauð árkrók
þar sem Snorri Þorfinnsson bjó, en
hann var fyrsti Íslendingurinn sem
fæddist í Kanada. Öllu fleiri fóru á
síðasta fjórðungi 19. aldar, um 20.000
manns eða allt að fjórðungur þjóðar-
innar. Fæstir komu aftur og búa af-
komendur þeirra enn í góðu yfirlæti
í Manitoba og þar um kring. Meðal
þekktra seinni tíma innflytjenda má
nefna Bjarna Tryggvason geimfara og
Sturlu Gunnarsson leikstjóra, en báð-
ir eru fæddir á Íslandi en uppaldir í
Kanada.
Ný bylgja Íslendinga
En hvernig reiðir þeim af sem fóru
í síðustu bylgjunni? Einn þeirra er
Birgir Róbertsson, sem opnaði bak-
arí í Gimli en er nú fluttur til stór-
borgarinnar Toronto þar sem hann
rekur Viking Bakery. Hvað kom til að
hann ákvað að flytjast vestur?
„Mér hefur alltaf þótt Kanada
spennandi land, stórt land og fjöl-
breytt. Ég var nýfluttur heim til Ís-
lands frá Úkraínu 2008–2009 á þeim
tíma þegar bankarnir féllu. Allir á
Íslandi voru í miklu sjokki og and-
rúmsloftið kannski ekkert sérstak-
lega áhugavert á þeim tíma. Mig
langaði út aftur, helst aftur til Úkra-
ínu en því miður var staðan þar sýnu
verri en á Íslandi, því var alveg tilval-
ið að kjósa Kanada og ég sé ekki eftir
því. Ég var lengi búinn að setja stefn-
una á Toronto, þetta er jú stærsta
borg landsins og oft kölluð New
York Kanada, hér er mikið að gerast
og svo er hún afskaplega alþjóðleg,
maður heyrir hin ýmsu tungumál á
hverjum degi. Einnig er auðvelt að
ferðast frá Toronto, það er beint flug
til Íslands alla daga og frábærar flug-
samgöngur í allar áttir, þetta er frá-
bær borg sem vex hratt.“
Með hvaða hætti aðstoðuðu yfir
völd í Manitoba við flutninginn? „Það
var gerður samningur á milli Vinnu-
málastofnunar á Íslandi og ríkis-
stjórnar Manitoba fljótlega eftir hrun.
Tveir fundir voru haldnir á Íslandi
fyrir troðfullu húsi og nokkrar fjöl-
skyldur fluttu til Manitoba í kjölfarið,
eitthvað í kringum 40–50 manns.“
Varstu kominn með atvinnu
tilboð þegar þú ákvaðst að fara?
„Nei, ég var strax ákveðinn í að
hefja minn eigin rekstur en papp-
írsvinnan hér er töluvert öðruvísi.
Ég þurfti að sýna fram á að ég væri
búinn að vera með rekstur á Íslandi
og í Úkraínu, og að ég skuldaði
enga skatta eða skyldur í hvorugu
landinu. Ferlið allt tók nákvæmlega
sex mánuði.“
Hvað kom til að þú ákvaðst að
opna bakarí?
„Þegar ég kom til Gimli í fyrsta skipti
sá ég strax tækifæri til að opna ís-
lenskt bakarí, þarna eru sterkar ís-
lenskar rætur, mikil virðing er borin
fyrir öllu sem íslenskt er og íslenskt
bakkelsi er jú á heimsmælikvarða.
Reksturinn gekk vel og það var mik-
ið að gera á sumrin. Gimli er af-
skaplega vinsæll ferðamannabær
á sumrin en síðan fellur allt í dvala
á veturna. Ég hafði reyndar ekki
unnið sem bakari í meira en 20 ár
og ég hélt að ég myndi aldrei fara að
baka aftur en engin veit sína ævi fyrr
en öll er.“
Hver er munurinn á íslenskum
bakaríum og kanadískum?
„Kanadísk og íslensk bakarí eru
töluvert frábrugðin. Í kanadískum
bakaríum er mikið lagt upp úr „butt-
er tarts,“ hér eru margar tegund-
ir af „muffins“ og „donuts,“ mikið
um eplapæ, „brownies“-kökur,
„cupcakes“ og svo framvegis. Okkar
tækifæri liggur í að vera öðruvísi,
það er það sem við leggjum upp
með. Það sem við seljum mest af hér
í Toronto er hafrakex, piparkökur,
kleinur og flatkökur. Nú er maður að
velta því fyrir sér þessa dagana hvort
maður eigi ekki bara að einbeita sér
að þessum tegundum og vera ein-
göngu í því, alla vega er markaður-
inn stór í Toronto.“
Hver er helsti munurinn á Kanada
og Íslandi?
„Munurinn liggur kannski helst í því
að Kanadamenn eru mun kurteisari
en Íslendingar, hins vegar er galli
hvað regluverkið er þungt á öllum
sviðum og allt tekur óskaplega
langan tíma í kerfinu. En öllu er auð-
vitað hægt að venjast og allt hefst
með þolinmæðinni.“ n
Komdu
til oKKar
...Eða leigðu lyftu og
gErðu við bílinn sjálf/ur
auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562
Við gerum
Við bílinn
faglegar
Viðgerðir
Íslenskur vÍkingur
bakar Í ToronTo
n Nýir vesturfarar eftir hrun n Kanadísk og íslensk bakarí mjög ólík
Vínartertur Vesturfarar hafa löngum átt í heitu ástarsambandi við vínartertur.
MyNd Valur GuNNarssoN
„Þegar ég kom
til Gimli í fyrsta
skipti sá ég strax tæki-
færi til að opna ís-
lenskt bakarí, þarna eru
sterkar íslenskar rætur,
mikil virðing er borin
fyrir öllu sem íslenskt er
og íslenskt bakkelsi er
jú á heimsmælikvarða.
Víkingabakaríið Vinsælt í Toronto. MyNd Valur GuNNarssoN
Birgir bakari Torontobúar hafa tekið
bakkelsi Birgis opnum örmum.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com