Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 2

Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 2
800 manns hafa lýst yfir stuðningi sín um við forsetaframboð Höllu Tómasdóttur frum- kvöðuls á Facebook-síðu þar sem skorað er á hana að bjóða sig fram. „Höllu fylg ir bjart sýni og áræðni, hún er verðugur full- trúi þjóðar inn ar,“ seg ir á síðunni. Dæmd í 16 ára fangelsi Hæstiréttur staðfesti í gær 16 ára fangel- sisdóm yfir Danuta Kaliszewska fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði í febrúar. Maðurinn, sem var fæddur árið 1974, lést af völdum stungusárs. Danuta Kaliszewska neitaði sök í héraði og áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Nýrnagjöf frá gömlum skólafélaga Gyða Thorlacius Guðjóns dótt ir, hjúkr un ar- fræðing ur fékk ansi óhefðbundna jólagjöf í vikunni þegar gamall skólabróðir hennar gaf úr sér líf færi til að bjarga lífi henn ar. Gyða hefur verið nýrna veik í 15 ár og var orðin ráðþrota þegar hún fór í viðtal við Ísland í dag á Stöð 2 fyr ir ári síðan. Fjöl- skylda henn ar gat ekki gefið henni líf færi og því biðlaði hún til þjóðar inn ar. „Loks ins er 4 ára bið lokið og ég kom in með nýtt nýra sem hann Kjart an Jón Bjarna son gamli bekkj ar fé lagi minn og vin ur úr MR ákvað að vera svo ynd is leg ur að gefa mér. Okk ur heils ast báðum rosa lega vel eft ir aðgerðina og allt hef ur gengið fram ar öll um von um,“ sagði Gyða á Face book-síðu sinni. É g fæ oft ýmis skilaboð sem eru ætluð þingmanninum, sem snúast yfirleitt um það að ég sé ekki að standa mig og mér finnst þetta alltaf jafn fyndið,“ segir hin 26 ára gamla Vigdís Hauksdóttir. „En ég er ekki í síma- skránni þannig ég hef ekki fengið símtöl, sem er ágætt.“ Síðastliðinn sunnudag fékk Vigdís skilaboð líkt og oft áður, auk myndbands, og ákvað hún því í þetta skiptið að deila þeim skilaboðum konu einnar með vinum sínum á Facebook. Í skila- boðunum stóð meðal annars: „Manstu kannski ekkert eftir því hverju þú hést í kosninga- baráttunni? Er það allt gleymt og grafið?“ „Mér fannst þetta bara svo fynd- ið. Ég hef ekki hugmynd um hvaða kona þetta er en hún hefur greini- lega verið í einhverju brjálæði, sem tengist kannski því að ég fékk skilaboðin fljótlega eftir að Vigdís þingmaður var í viðtali í fjölmiðl- um um helgina. Það fyrsta sem ég hugsaði var einfaldlega hvort hún hefði ekki skoðað einkennis- myndina mína á Facebook,“ segir Vigdís, en þar sést bersýnilega að ekki er um þingmanninn að ræða. Auk þess er einkennismyndin af henni að hoppa í hyl við foss, sem kannski gæti verið þingmaðurinn úr ákveðinni fjarlægð, hver veit? Ætlar ekki að skipta um nafn en íhugar blómaskreytingar Vigdís segist oft vera spurð um hvort hún sé skyld nöfnu sinni, en sú er ekki raunin. „Við erum hins vegar tvær í fjölskyldunni sem heitum Vigdís Hauksdóttir, en við tengjumst þingmanninum ekki neitt.“ Hún berist þó oft í tal, jafnvel á hinum ólíklegustu stöðum. „Einu sinni var ég í leg- hálskrabbameinsskoðun og fékk þá spurninguna: „Já, ert þú þá líka í Framsóknarflokknum?“ Ég fæ þessa spurningu því á ótrúlegustu tímum.“ Vigdís ber nafn sitt með stolti og hyggst ekki breyta því. „Ég er mjög ánægð með nafnið mitt og væri því frekar til í að hún myndi breyta sínu nafni,“ segir hún og hlær – og á þá við þingmanninn, nöfnu sína. Vigdís getur þó hugsað sér að líkjast nöfnu sinni á einn hátt. „Ég ætti kannski að leggja blómaskreytingar fyrir mig, til að bæta aðeins við ruglinginn.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is  Stjórnmál AlnAfnA VigdíSAr HAukSdóttur HyggSt ekki SkiptA um nAfn Fær reiðipósta vegna ummæla Vigdísar Hauks Vigdís Hauksdóttir er 26 ára flugfreyja og meistaranemi í reikningsskilum og endur- skoðun. Hún er einnig ein af þremur alnöfnum Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins og for- manns fjárlaganefndar. Eftir því sem alþingismaðurinn er meira í umræðunni fær meistaraneminn sífellt fleiri skilaboð sem eru ætluð nöfnu hennar, oftast í gegnum sam- félagsmiðla. Skilaboðin eru mis falleg og eftir að Vigdís komst í fréttir í vikunni fyrir ummæli sín um andlegt of- beldi forstjóra Landspítalans í garð fjárlaganefndar fékk Vigdís, nafna þingmannsins, skilaboð sem hún gat ekki annað en deilt á samfélags- miðlum. Skilaboðin sem hin 26 ára gamla Vigdís Hauksdóttir fékk á Facebook í vikunni. Innboxið hennar hefur að geyma mörg mis skemmtileg skilaboð sem eru ætluð nöfnu hennar, þingmanninum Vigdísi Hauksdóttur. Ljósmynd/Skjáskot af Facebook. „Mamma mín heitir Ingibjörg Benediktsdóttir og er því alnafna hæstaréttardómara. Við mæðgurnar höfum því báðar lent í því að fá harðorð skilaboð sem eru ætluð öðrum,“ segir flugfreyjan, meistaraneminn og alnafna Vigdísar Hauksdóttur al- þingismanns. Samsett mynd „Mér finnst þetta mjög áhugavert. Þessi gjörningur snýst eiginlega meira um okkur sem stöndum fyrir utan kassann, en Almar sjálfan. Mér finnst verkið vinna mjög á. Hann er viljandi að gera sig skotspón þeirra sem gagn- rýna þetta. Þá er spurningin frekar: Af hverju er okkur ekki bara sama? Af hverju er þetta að pirra fólk? Það er magnað að sjá líka hvernig hann glatar mannlegu eiginleikunum inni í þessum kassa. Það er áhugavert. Það er meira litið á hann eins og eitthvað dýr. Það verður söknuður af Almari þegar hann er búinn með þetta.“ Atli Bollason texta- og hugmyndasmiður. HitAmælirinn Almar allsber í kassanum  HúSnæðiSmál ráðHerrA leggur frAm breytingAr á HúSAleigulögum Leigjendum tryggt aukið réttaröryggi Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, lagði í gær, fimmtudag, fram á Alþingi frum- varp til breytinga á húsaleigulögum. Við kynningu á breytingunum lagði Eygló sérstaka áherslu á ákvæði um að leigjendur muni nú njóta sams konar réttinda og eigendur íbúðar- húsnæðis ef húsnæðið er selt nauð- ungarsölu. Markmið breytinganna í heild er að auka réttaröryggi leigj- enda og skapa betri umgjörð um samskipti leigusala og leigutaka. Frumvarpið var samið í fram- haldi af tillögum verk efnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála, sem skipuð var samkvæmt þings- ályktun um aðgerðir vegna skulda- vanda heimila, og samþykkt á Al- þingi 28. júní 2013. Það var einnig lagt fram á 144. löggjafarþingi og er því lagt fram öðru sinni en með tilteknum breytingum sem byggj- ast á umsögnum sem bárust Alþingi þegar velferðarnefnd þingsins hafði frumvarpið til meðferðar á síðasta þingi. Meðal breytinga sem frum- varpið felur í sér eru skilyrði um brunavarnir, skýrari ákvæði um úrræði sem leigjandi getur gripið til þegar ástand leiguhúsnæðis er ófullnægjandi, breytt ákvæði um uppsagnarfrest leigusamnings og ákvæði sem tryggja eiga leigjendum sama rétt og eigendum íbúðarhús- næðis ef húsnæði er selt nauðungar- sölu. -emm Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, lagði fram frum- varp um breytingar á húsaleigulögum á Alþingi í gær. Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur VANT AR Þ IG ORK U? • Á morgnana • Í vinnuna • Í skólann og prófalesturinn • Fyrir æfinguna ÞÆGILEG ORKA ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á HENNI AÐ HALDA ÁN ALLRA AUKAEFNA Fæst í næsta apóteki 2 fréttir Helgin 4.-6. desember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.