Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 4

Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 4
íslensk hönnun í gulli og silfri Líttu við hjá okkur á nýjum stað Skólavörðustíg 18 FRIDASKART.IS G U L L S M I Ð U R - S K A R TG R I PA H Ö N N U Ð U R veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Versnandi þegar líður á daginn, hVessir með snjókomu s- og a-lands. höfuðborgarsVæðið: Að mestu úrkomu- lAus, snjóAr um tímA í kvöld. norðan stórhríðarVeður á norðurlandi og Vestfjörðum, en skárra a-lands. höfuðborgarsVæðið: HlánAr Aðeins um stund. HvAsst, en úrkomulAust. Veður gengur niður, léttir til og Vaxandi frost. höfuðborgarsVæðið: tAlsvert frost og léttskýjAð. bætir í snjóinn, einkum norðanlands Lausamjöll, fannfergi, logndrífa og fleiri fal- leg íslensk veðurorð hafa á síðustu dögum heyrst að nýju og ástæðan er kunn: mesti snjór í höfuðborginni í allmörg ár og ekkert sem bendir til að hann muni leysa í bráð. um helgina mun mjög djúp lægð fara norður yfir austanvert landið og með henni gerir væga þíðu um tíma sunnan- og austan- lands, en það sem mestu skiptir að á morgun laugardag, er útlit fyrir illviðri og stórhríð um norðanvert landið. -2 -1 -5 -3 -1 1 -2 0 1 0 -9 -6 -6 -4 -11 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  vikan sem var Kobe hættir í vor kobe Bry ant, leikmaður los Ang eles lakers, mun leggja skóna á hill una eft ir tíma bilið. Bry ant er 37 ára gam all. Hann hef ur fimm sinn um unnið NBA meist ara­ titil inn og er í þriðja sæti yfir stiga hæstu leik menn deild ar inn ar frá upp hafi, með 32.670 stig. kobe Bryant hefur 17 sinnum verið valinn í stjörnuleik nBA á 20 ára ferli með lakers og var kjörinn besti leik- maður deildarinnar árið 2008. Allsber í kassa í viku Almar Atlason, 23 ára listnemi, hefur frá því á mánudag dvalið nakinn inni í gler- kassa í listaháskólanum. Þúsundir hafa fylgst með Almari í beinni útsendingu á Youtube. Sóley tók sæti Lífar sóley tómasdótt- ir, forseti borgar- stjórnar, ýtti líf magneu- dóttur, flokkssystur sinni í vg, til hliðar og tók sjálf við stöðu for- manns í mannréttindaráði borgarinnar. deilur hafa verið þeirra í millum en ekki hefur verið upplýst um ástæður deilnanna. 5íslenska karlalandsliðið í knatt-spyrnu féll niður um 5 sæti á nýjum styrkleikalista fifA og er nú í 36. sæti. einu sæti ofar í 35. sæti eru svíar sem eru nú efstir norðurlandaþjóðanna. Belgar eru efstir, Argentína í öðru sæti, spánn í því þriðja og Þjóðverjar í fjórða. 13,8 milljarða velta var hjá kortafyrirtækjunum valitor, Borgun og korta-þjónustunni í fyrra.  loFtslagsmál 75% losunar gróðurhúsaloFttegunda Frá skurðum Ríkið styrkir enn mengandi framkvæmdir losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar á íslandi er um 12.000 kílótonn á meðan öll önnur losun telur um 4500 kílotonn. langstærsti hluti þessarar losunar er vegna framræslu- skurða. ragnhildur sigurðardóttir vistfræðingur og bóndi segir ríkið enn setja peninga í þessa mengandi starfsemi og á sama tíma svindla á losunarbókaldi með því að vera enn að grafa og gefa losun ekki upp. v ið höldum alltaf að við séum svo umhverfisvæn og frábær en ef við skoðum tölur frá Um- hverfisstofnun Evrópu þá sjáum við að útblástur CO2 á hvern íbúa er næst- mestur á Íslandi á eftir Lúxemborg. Og þar spila skurðir í landið stærst hlutverk, stærra en allur iðnaður sam- anlagður,“ segir Ragnhildur Sigurðar- dóttir vistfræðingur og bóndi. „Þegar þú ræsir fram votlendi þá veldur það ekki aðeins gríðarlegu útstreymi gróðurhúsalofttegunda heldur breyt- ir það ásýnd landsins og vistkerfi þess, líffræðilegum fjölbreytileika og búsvæðum fugla. Röskun votlendis veldur líka járnmengun í vötnum og tjörnum.“ 75% allrar losunar frá skurðum „Nýjustu tölur sýna að nettólosun úr landnýtingunni er um 12.000 kíló- tonn kolefnisígilda fyrir árið 2013 og langstærsti hluti þessarar losunar er vegna framræsluskurða,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbún- aðarháskólann. „Samkvæmt þessum nýju útreikningum er þessi þáttur farinn að vega um 75% af allri losun frá Íslandi. Hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir þessari losun en á næsta skuldbindingartímabili verður endur- heimt votlendis og framræslu á móti, með inni í markmiðunum. Það blasir við að þarna getum við náð árangri með því að draga úr losun og stór hluti af þessum skurðum má örugglega al- veg missa sín án mikils skaða.“ ríkið er enn að grafa skurði „Við erum í raun að svindla á losunar- bókhaldinu, sem við skulbundum okk- ur til að standast í Kyoto-samningn- um, með því að taka ekki til greina þá skurði sem enn er verið að grafa,“ seg- ir Ragnhildur. „Ríkisframlög til fram- ræslu voru 62 milljónir á árunum 2005 til 2009. Þannig að þetta mengandi verkefni var styrkt um 20 milljónir á ári og það er vegna þess að þó ríkið megi ekki greiða fyrir nýja skurði samkvæmt lögum, þá má borga bænd- um fyrir viðhald á gamalli framræslu. Aftur á móti þá er ég bóndi og veit af reynslu að bændur hér á Suðurlandi eru enn að gera skurði í stað þess að setja girðingar. Það halda mjög margir að þessu hafi verið hætt fyrir löngu síðan en málið er það að enn í dag er verið að grafa djúpa skurði. Á árunum 1993 til 2010 voru grafnir 1000 km af nýjum skurðum bara hér í Árnes- og Rangárvallasýslu sem þýðir að árlega nemur endurheimt votlendis ekki nema 1% af því sem er grafið nýtt.“ halla harðardóttir halla@frettatiminn.is ragnhildur sigurðardóttir er einn af stofnendum Auðlindar - minningarsjóðs guðmundar Páls ólafssonar. „sjóðurinn styrkir verkefni sem snúa að endurheimt votlendis en það hefur komið okkur á óvart hversu erfitt er að fá fólk til að þiggja peninga til að koma landinu í sitt eðlilega form.“ losun íslands 2013, án landnotkunar, (þúsundir tonna Co 2 ígilda) Iðnaður og efnanotkun 2112 (47%) Samgöngur 811 (18%) Landbúnaður 656 (15%) Sjávarútvegur 478 (11%) Úrgangur 226 (5%) Rafmagn og hiti 178 (4%) Landnotkun 11.872 (þúsundir tonna CO2 ígilda) 18% C0 2 losunar er vegna samgangna 4 fréttir Helgin 4.-6. desember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.