Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Page 26

Fréttatíminn - 04.12.2015, Page 26
að setja þessa sögu upp línulega. Nema kannski ef sýningin yrði vikulöng,“ segir hún. Ég hef samt aldrei verið jafn æðrulaus í vænt- ingum mínum um viðtökur,“ segir Unnur. „Maður hefur alltaf verið með þennan kvíða gagnvart öllum sýningum. Ég er æðrulaus vegna þess hversu rosalega óvenjulegt þetta er,“ segir hún. „Ég var í bún- ingamátun um daginn og var sett í skærgrænan sundbol. Þetta var svo öfgafullt að ég gat ekki annað en þótt þetta geðveikt. Mjög hress- andi. Þetta er líka mjög innblásið af samtímanum. Spurningin um hvað hafi breyst á Íslandi síðan á tímum kristnitökunnar. Hvernig höfum við breyst sem manneskjur og eins öll lögfræðin sem fróðlegt er að skoða í dag, í ljósi þess sem er að gerast í kynferðisafbrotamálum og eins í tengslum við hrunið og slíkt. Í Njálu eru þetta bara ein- hverjir kallar sem ráða og beygja og sveigja lögin. Erum við ekki að gera það sama í dag, fyrir utan það að fara út og drepa hvort annað? Við erum enn þann dag í dag að dansa á siðferðislegum línum hvað margt varðar, niðurstaðan er oft lögleg en siðlaus,“ segir Unnur. „Þorleifur er innblásinn brjálæðingur sem vill ögra og það er ekki leiðinlegt að vinna með brjálæðingum.“ Vildi hætta í Njálu Leikarar berskjalda sig oft á sínum ferli og segir Unnur mjög misjafnt hvernig leikarar taki því að sleppa fram af sér beislinu eins og krafist er af þeim í sýningu eins og Njálu. „Ég hefði haldið að ég væri mjög opin fyrir þessu, en þetta reyndist mér erfiðara en ég hélt,“ segir hún. „Svo eru aðrir leikarar sem ég hefði haldið að ættu erfitt með þetta sem gjörsamlega taka þetta alla leið og taka flugið frá fyrsta degi. Mér fannst þetta rosalega erfitt til að byrja með. Alveg á þann hátt að mig langaði að hætta,“ segir Unnur. „Það kom mér svo á óvart. Það er svo gaman þegar maður lærir eitt- hvað nýtt um sig sem listamann. Ég hef bara mjög gaman af spuna og að vera í opnu flæði en í byrjun var þetta svo rosalega opið ferli og allir áttu að vera að keppast um rullurn- ar. Ég fann bara að þetta átti ekki við mig og ég man ekki hvenær mér leið svona síðast. Ég átti samtal við Þorleif og sagði honum að mér þætti þetta rosalega erfitt. Hann sagði að list ætti ekki alltaf að vera auðveld, mér fannst það gott svar“ segir hún. „Þegar manni finnst eins og maður kunni mögulega eitthvað í þessari listgrein, búin að leika í yfir tíu ár og nýkomin úr stóru hlut- verki Nóru í Dúkkuheimilinu, þá er jörðinni kippt undan manni og maður áttar sig á því að maður kann ekki neitt. Svona er bara að vera leikari og listamaður, maður er allt- af á byrjunarreit. Það eru samt svo mikil forréttindi hér á landi að geta stokkið á milli hlutverka, öfganna á milli. Þegar ég er ekki blóðug upp að hnjám að æfa Njálu er ég að panta konfetti og hlusta á ABBA lög fyrir Mamma mia.“ Enduruppgötvar ABBA Unnur mun leikstýra söngleiknum Mamma mia í Borgarleikhúsinu eftir áramót og er það ein stærsta uppfærsla ársins í íslensku leikhús- lífi. Hún segist mjög spennt fyrir verkinu og hlakkar mikið til þess að komast í smá sól og hör á sviðinu. „Ég er búin að vera um ár að undirbúa það,“ segir hún. „Ég er búin að einbeita mér svo lengi að því að leika að ég gat ekki skorast undan því að leikstýra þessu verki. Tónlist er svo mikill þáttur af okkur og sameinar svo margt í okkur,“ segir hún. „Ég er búin að vera að enduruppgötva ABBA í þessu ferli og þessi tónlist hreyfir svo mikið við okkur. Það er engin tilviljun að þessi söngleikur, sem er frekar einföld saga, sé svona gríðarlega vinsæll, yfir 42 milljónir manna búnir að sjá hann. Kvikmyndin er vinsælasta kvikmynd Breta frá upp- hafi. Það þarf ekki alltaf að hafa þetta flókið til að hreyfa við fólki og þetta liggur aðallega í músíkinni. Það er einhver strengur í þessari tónlist sem hefur beint aðgengi að hjarta fólks. The Winner Takes It All er náttúrulega bara fallegasta popplag sem samið hefur verið,“ segir Unnur. „Ég fer að gráta bara við það að lesa textann. Þegar mað- ur er með svona efni í höndunum þá tekur maður slaginn, þrátt fyrir alla pressuna og ábyrgðina. Eitt af mikilvægustu skrefunum í byrjun var að velja þýðanda,“ segir hún. „Ég hafði mjög sterka skoðun á því og vildi fá Þórarinn Eldjárn strax inn. Hann er mikill hæfileika- maður og þetta er viðkvæmt efni. Þetta eru textar sem allir þekkja. Ég valdi mjög gott og reynslumikið fólk í allar stjórnunarstöður og mitt hlutverk er svo að halda utan um allt batteríið og sjá til þess að allir séu um borð í sama skipi,“ segir Unnur. „Við sköpum svo heiminn sem sýningin er öll saman og vinnum þetta í sameiningu. Ég hef engar áhyggjur af því hvernig fólk tekur þessu á íslensku. Þetta er sannarlega áhætta, en ég er búin að sjá textana. Þórarinn er snillingur og það hættu allir að hugsa um þetta þegar við byrjuðum að syngja þetta á söngæfingunum,“ segir hún. Konur verða að segja sögurnar Á undanförnum tveimur árum hafa stóru leikhúsin lagt mikla áherslu á að rétta hlut kvenna í íslensku leik- húslífi og segir Unnur verkefnavalið bera þess merki. Það sem henni finnst enn stórkostlegra er sú unga kynslóð kvenna sem er að stíga sín fyrstu skref innan leikhúsanna og annars staðar. „Mér finnst þetta allt vera að þok- ast í rétta átt,“ segir hún. „Þetta er auðvitað misjafnt á milli ára, en það sem er nýtt er að það er gríðarleg meðvitund um þetta. Sama hvaða nöfn þessu eru gefin. Kynjakvóti eða hvað annað. Það er komin krafa um að þetta sé til staðar. Maður hefur fundið það í gegnum tíðina, hvort sem það er í viðskiptum eða listum. Ef það eru karlar að plotta allt þá er auðveldast fyrir þá að fá einhvern karlkyns vin sinn til þess að vera með,“ segir hún. „Við verðum að segja sögur af konum, og konur verða að segja sögurnar. Ég er sjálf að byrja á framleiðslu á nýjum sjónvarps- þáttum sem ég hef verið að vinna að í mörg ár, sem fjalla mikið um konur,“ segir Unnur og talar þar um sjónvarpsseríuna Fanga sem hún hefur unnið með Nínu Dögg Filippusdóttur, Margréti Örnólfs- dóttur og Ragnari Bragasyni. Þetta er leikin sjónvarpsþáttasería inn- blásin af föngunum í Kvennafang- elsinu í Kópavogi. „Ef manni finnst halla á þessa hluti þá verður maður að breyta þeim sjálfur,“ segir hún. „Ég er nú bara tæplega fertug en ég á ekki orð yfir kraft ungra kvenna í dag. Ég þótti mjög kræf að vera að skrifa í Moggann um kvenréttindi í kringum tvítugt og fólki fannst það skrýtið. Í dag eru þær bara trylltar að labba niður Skólavörðustíginn berar að ofan. Þær eru svo miklir naglar að við hinar eigum ekkert í þessar ungu stelpur. Ég er rosalega stolt af þessum ungu stúlkum í dag,“ segir hún. „Þær láta ekkert stoppa sig. Margar orðnar agres- sívar rappstjörnur áður en þær komast inn í leiklistarskólann. Ég þorði ekki í leikfélagið í mennta- skóla fyrr en á þriðja árinu mínu. Það eru byltingar alls staðar og ólga í samfélaginu og ég er brjálæðislega bjartsýn,“ segir Unnur Ösp Stefáns- dóttir leikkona. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Helgin 4.-6. desember 2015 Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. Einnig: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á gjofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334–26–50886, kt. 450670-0499 Þinn stuðningur gerir kraftaverk Skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu veldur banvænum sjúkdómum en með aðgangi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Hjálparstarf kirkjunnar tryggir fólki aðgang að hreinu vatni í Úganda og Eþíópíu – og þitt framlag skiptir sköpum. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 4 43 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.