Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 04.12.2015, Qupperneq 42
RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ Jeppi stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu, orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja réttu dekkin. Þegar jeppadekk eru annars vegar búum við yfir áratuga reynslu og þekkjum þá eiginleika sem breytilegar aksturs- aðstæður kalla á. Söluaðilar um land allt nesdekk.is 561 4200590 2045 benni.is Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045 Open Country MTOpen Country AT Mud-terrain KM2All-terrain AT Bravo AT-771Bighorn MT-762 Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210 við komum heim ákvað ég að læra húsasmíði í kvöldskóla en þá kom hrunið, allir strák- arnir sem voru í sama námi misstu vinnuna á einni nóttu og í framhaldi af því var hætt að bjóða upp á þetta nám í kvöldskóla. Svo er ég náttúrulega búin með bóklega partinn af flugnáminu og ég er alveg örugglega að gleyma einhverju. Ég er sem sagt ekki búin með neitt, er atvinnulaus og hreyfihamlaður öryrki með enga menntun og fótinn í gipsi.“ Uppgötvaði eigin fordóma Spurð hvort hún hafi alltaf verið strákastelpa fitjar Sigríður dálítið upp á nefið, henni hugn- ast ekki sú skilgreining. „Ég held ég hafi alltaf verið dálítill gaur, já, og ég er ekki viss um að það hafi þýtt mikið að klæða mig í fín föt þegar ég var lítil, ég var alltaf komin beint út í næsta drullupoll. Ég hef alltaf átt fleiri stráka en stelpur sem vini en ég hef aldrei pælt í þessu sem einhverju stráka/stelpu máli. Það hefur bara æxlast þannig að mín áhugasvið eru þannig að þau höfða kannski frekar til karla en kvenna.“ Hér leiðist samræðan út í þessi úreltu við- mið um hvað sé kven- og karllegt og Sigríður segir það hafa komið sér mjög á óvart eftir að hún eignaðist dóttur hvað þau viðmið séu enn rótgróin í samfélaginu. „Ég meira að segja stóð mig að því að hafa þessa fordóma sjálf. Mig langaði í strák svo hann gæti komið með mér að gaurast. Þegar ég komst svo að því að ég gengi með stelpu þurfti ég aðeins að taka í hnakkadrambið á sjálfri mér og hrista þessa fordóma af mér. Ég var svo hrædd um að hún yrði fyrir eitthvað prinsessudót. Það síðasta sem hún má verða í lífinu er skinka, hún verður þá allavega að gera það án minnar aðstoðar, það er alveg ljóst. Ég gaf sterk skila- boð um það að bleikir prinsessukjólar væru ekki velkomnir á þetta heimili en einhvern veginn gerist það þegar maður eignast stelpu að það hrúgast að manni alls konar bleikt dót. Hvenær varð bleikt einhver ásættanlegur ein- kennislitur fyrir stelpur? Ég valdi bara þau föt sem mér fannst fín á hana og uppáhaldsflíkin mín var blár samfestingur með Spitfire-flug- vélum á. Einhvern tíma var Teitur með hana á bókasafninu í þeirri múnderingu og einhver ókunnug kona spyr hvað HANN sé gamall. Hann segir henni að þetta sé eins árs stelpa og konan verður bara stórhneyksluð. „Af hverju er hún í strákafötum? Þetta er blátt með flugvélum!“ eins og maður væri að valda barninu kynáttunarvanda síðar á lífsleiðinni með því að klæða hana svona. Mér finnst svona hlutir ættu löngu að vera hættir að skipta máli, en þetta er ótrúlega lífseigt.“ Bannað að gera allt þegar maður er óléttur Sigríður brestur í dásömun á dótturinni, en stoppar sig af og biðst hálfvegis afsökunar. „Ég hélt aldrei að ég yrði þessi týpa. Ég var aldrei hrifin af börnum og ætlaði aldrei að eignast barn, þannig að ég hélt að ég yrði raunsæja og skynsama foreldrið sem sæi barnið sitt nákvæmlega eins og það er en ég bara stari á hana með aðdáun eins og hún sé það stórfenglegasta sem hafi komið fyrir heiminn og finnst hún að sjálfsögðu falleg- asta og skemmtilegasta barn sem hafi nokk- urn tíma fæðst – kalt mat.“ Hér er viðeigandi að skella inn hinni sígildu spurningu: Og á ekkert að fara að henda í annað? „Ég væri alveg til í það ef hægt væri að taka þessa meðgöngu og stytta hana niðrí svona mánuð. Mér fannst alveg ógeðslega leiðinlegt að vera ólétt, maður mátti ekki gera neitt skemmtilegt. Það var alveg sama hvað mér datt í hug, það var allt bannað. Ég mátti ekki kafa, ekki stunda listflug, ekki fara í paragliding, ekki neitt. Þá datt mér í hug að nota tímann til að læra á brimbretti en það var ekki heldur málið. Ég var að fríka út af leiðindum. Þannig að áður en ég legg í það að verða ófrísk aftur verð ég að finna mér eitthvert skemmtilegt hobbí sem hægt er að stunda á meðan.“ Talandi um hobbí þá hefur Sigríður setið og prjónað allan tímann sem við höfum talað saman og hún segist vera síprjónandi, hún hafi komist að því að fjölvarpið í höfðinu róist heilmikið við prjónaskapinn. „Ég meira að segja stóð mig að því að hafa þessa fordóma sjálf. Mig langaði í strák svo hann gæti komið með mér að gaurast. Þegar ég komst svo að því að ég gengi með stelpu þurfti ég aðeins að taka í hnakkadrambið á sjálfri mér og hrista þessa fordóma af mér.Framhald á næstu opnu 42 viðtal Helgin 4.-6. desember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.